Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 44
2 „Ég nota að mestu filmu. Þó tek ég stafrænar myndir fyrir ferilskrár, vefsíður og fleira ef fólk þarf að fá myndirnar fljótt. Hins vegar finnst mér filman vera tryggari og í myrk- raherberginu nota ég hundrað ára gamla aðferð. Stafræna tæknin er orðin mjög góð, en mér finnst ég ekki ná sömu áhrifunum, til dæmis í svart/hvítum myndum, og ég næ með filmunni.“ Rut segist hafa áhyggjur af geymslu stafrænna mynda þegar til lengri tíma sé litið. „Fólk er duglegt að taka myndir, en fæstir láta færa þær á prent. Þær eru í tölvunni og það er hætta á að þær glatist þegar tækin bila eða tæknin breytist.“ Rut byrjaði að mynda fyrir tæpum þrjátíu árum. „Ég gaf manninum mínum góða myndavél í þrítugsaf- mælisgjöf, en það fór reyndar svo að ljósmyndaáhuginn náði tökum á mér og ég hef verið að mynda síðan þá. Ég fór út til Bandaríkjanna í nám og kláraði svo hér heima árið 1986. Ég opnaði stofu á Grensás- vegi 11 árið 1988 og hef verið þar þangað til í síðasta mánuði þegar ég flutti í þetta glæsilega húsnæði í Skipholti 31.“ Á stofu sinni er Rut með safn mynda sem spanna allan hennar tuttugu ára feril og er safnið í raun verðmæt heimild um líf fjölda fólks sem hún hefur tekið myndir af um árin. „Ég var um daginn að taka brúð- kaupsmyndir, en brúðurin hafði komið í fyrstu myndatökuna til mín sem ungabarn. Mér finnst ég eiga dálítinn hlut í lífi fólks sem ég hef fylgst með vaxa og dafna á þess- um árum sem ég hef verið að ljós- mynda.“ Rut segist ekki ánægð með þá stefnu ríkisins að nú séu allar myndir fyrir vegabréf teknar inni á sýslu- skrifstofunum af ófaglærðu fólki. „Okkur ljósmyndurum þykir skrítið að ríkið sé að sækja inn á þennan markað.“ Rut segir ljósmyndunina vera bæði atvinnu og áhugamál. „Mér finnst mjög gaman að mynda fólk, hvort sem það eru börn eða fullorðnir, en svo leik ég mér líka að því að mynda landslag þegar ég á frí.“ Maður hennar, Emil Ágústsson, tekur líka myndir og synir þeirra hafa líka gaman af ljósmyndun. „Strákarnir eru núna teknir við gömlu mynda- vélinni sem kom þessu öllu af stað á sínum tíma.“ Ljósmyndunin er bæði atvinna og áhugamál Rut Hallgrímsdóttir hefur rekið ljósmyndastofu við Grensásveg í tæplega 20 ár en flutti fyrir stuttu í glæsilegt húsnæði í Skipholti. Rut hefur markað sér sérstöðu með því að taka flestar myndirnar á filmu. { Íslenskur iðnaður } Pípulagningamenn vinna marg- brotið starf eins og Ólafur Guð- mundsson í Snittvélinni getur vottað. Ólafur hefur sinnt pípulögn- um í þrjátíu ár og á þeim tíma hefur margt breyst í faginu, mest þó efnin og áhöldin. „Það eru fá ár síðan við vorum eingöngu með svart og galvaniserað efni en nú eru öll þessi plastefni komin til sögunnar og galvaniserað nær dottið út. Svo er ryðfrítt stál notað líka, það þolir mikinn hita.“ Fjölbreytnina telur Ólafur þó ekki eingöngu til góðs. Hún hafi aukið tjón vegna mistaka þegar röngum verkfærum sé beitt á hin ýmsu efni. Hann segir pípu- lagnir njóta vaxandi virðingar og telur það liðna tíð að fólki detti fyrst klóakkrör og stíflur í hug þegar þær heyrist nefndar. Hann er í prófnefnd í faginu sem hefur útskrifað 25-30 manns á ári und- anfarið. Auk þess rekur hann Snitt- vélina og hefur lagt í ýmis stór- hýsi eins og skóla og sjúkarhús, enda eingöngu á útboðsmarkaði í 25 ár. „Þetta eru svolítið flókin verkefni sem við erum í. Allt frá því að leggja grunnlagnir í húsin að súrefnisslöngum fyrir sjúk- linga. Þar á milli eru svo meðal annars vatnslagnir, snjóbræðslu- lagnir og hitakerfi. Pípulagninga- menn koma að öllum þáttum og vinna einna fjölbreyttasta starfið af öllum iðngreinum.“ Frárennslisrör og súrefnisslöngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.