Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 86

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 86
Íslendingar hafa lengi siglt sofandi að feigðarósi blindaðir af geggjaðri rang- hugmynd um að þeir séu fram úr hófi umburðarlyndir og að mestu lausir við kynþáttafordóma. Lítið sem ekkert hefur fallið á þessa brjáluðu sjálfs- mynd okkar þótt reglulega berist fréttir af andlegu og líkamlegu ofbeldi sem við beitum innflytjend- ur innan kerfisins, veggja heimilis- ins og ekki síst á almannafæri. Fylgisaukning Frjálslynda flokksins í skoðanakönnun strax í kjölfar undarlegrar stefnubreyt- ingar í innflytjendamálum tekur af öll tvímæli um að undir lygnu yfir- borði sjálfsblekkingarinnar krauma bullandi kynþáttafordómar. Þeim sem eyða nú öllu púðri sínu í að úthrópa þessa rangnefndu frjálslyndismenn rasista væri nær að beina athygli sinni að því að íslenskir rasistar eru miklu fleiri en tveir. Væru Magnús Þór Haf- steinsson og Jón Magnússon rót vandans værum við í góðum málum. Fylgisaukning þeirra félaga kemur mér þó síður en svo á óvart enda hef ég ítrekað á síðnætur- brölti mínu um Laugaveginn mátt horfa upp á og blanda mér í rysking- ar þar sem hörundsdökkt fólk hefur, fyrir engar sakir, átt undir högg að sækja. Ekki alls fyrir löngu kjaftaði ég þeldökkan Lundúnabúa úr klónum á ungum og vöskum þjóðhetjum sem bauluðu hátt um arískan upp- runa sinn en tært víkingablóðið var góðu heilli svo mengað af spítti að berserkirnir gátu aldrei ákveðið almennilega hvort berja ætti bless- aðan ferðamanninn eða draga hann með í dópleiðangur. Manngreyið vissi ekki hvaðan á hann stóð veðr- ið, sagðist hafa ferðast víða en aldrei lent í öðru eins. Það er svo miklu meira að í fari Íslendinga en bara það sem er að endurspeglast í vænisýkisvaðli Frjálslyndra þannig að okkur væri öllum hollara að líta okkur nær áður en við förum með löngu tíma- bæra umræðu um innflytjendur og fordóma út í móa með þeim.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.