Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 23
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Guðrún Dalía Salómonsdóttir nemur píanóleik í Þýskalandi og hæfni hennar varð lýðum ljós síðasta laugardag er hún lék til sigurs í Salnum. Guðrún Dalía er í stuttu stoppi heima og hefur í mörg horn að líta. Aðalerindinu er samt lokið en það var að taka þátt í keppni sem Íslandsdeild evrópskra píanókennara stóð fyrir. Þar hafði hún sannarlega erindi sem erfiði og hlaut aðalverðlaunin. „Svona keppnir eru erfiðar en mjög hvetjandi fyrir okkur nemendur ef maður tekur þær pass- lega alvarlega,“ segir hún og bætir við. „Það er gaman að koma heim og átta sig á hvað standardinn er hár í tónlistarnáminu hér. Enda var til þess tekið þegar ég kom út hvað ég hefði góðan grunn.“ Það kemur í ljós að Guðrún Dalía hefur dvalið í Stuttgart í þrjú ár. Hún er 25 ára Reykvíkingur og kveðst hafa haft áhuga á tónlist frá unga aldri. „Ég eiginlega heimt- aði að fá að læra á hljóðfæri og byrjaði níu ára í Tónmenntaskólanum hjá Steinunni Steindórsdóttur. Hún var frábær kennari og mjög hvetjandi,“ segir hún. Guðrún Dalía lýkur einnig lofsorði á Guðríði Sigurðar- dóttur, kennara í Tónlistarskólanum, sem hélt áfram uppbyggingunni. „Svo fór ég sem Erasmus-skiptinemi til Stuttgart og lenti þar hjá æðislegum kennara sem heitir Wan Ing Ong. Mig langaði að halda áfram hjá henni að loknu skiptinemaárinu svo ég tók inntökupróf í skólann og lýk diplóma- námi í júní á næsta ári.“ Frekara framhaldsnám erlendis er á döf- inni hjá Guðrúnu en Ísland er samt framtíð- arlandið. „Mig langar að verða píanókenn- ari því það er skemmtilegt og göfugt starf og svo vil ég auðvitað spila líka. Maðurinn minn er víóluleikari í Sinfóníuhjómsveit- inni og margir af vinum mínum eru tónlist- armenn þannig að ég stefni að því að taka þátt í að halda uppi öflugu tónlistarlífi hér á landi þegar ég kem heim.“ Kom sá og sigraði MAZDA TRIBUTE Traustur fjölskyldubíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.