Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 15. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR8 „Nýja þjóðhagslíkanið hjálpar okkur að vinna okkar vinnu betur, en hún snýst um að ráðleggja stjórn bankans um ákvarðan- ir í stjórn peningamála,“ segir Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhagfræðings í Seðlabanka Íslands, en hann hefur leitt vinnuna við þróun nýs þjóðhagslíkans sem bankinn hefur tekið í notkun og gagna- grunns sem því fylgir. Líkanið er notað við spágerð og greiningu á áhrifum og miðlun peningastefnu Seðlabanka Íslands og gegnir því mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar. Líkanið á hins vegar einnig að gagnast mun fleirum því innan tíðar ætlar Seðlabankinn að gera það aðgengilegt á vefnum ásamt gögn- unum sem það byggir á. Þannig gæti það nýst ráðuneytum, stofnunum og fyrir- tækjum sem einnig gætu þá lagað spálík- anið frekar að sínum þörfum. GAMLA LÍKANIÐ VAR ÚRELT Þróun nýja líkansins, sem ber heitið Quarterly Macroeconomic Model of the Icelandic Economy og er skammstafað QMM, hefur staðið allt frá árinu 2001. „Og þetta er verkefni sem aldrei lýkur,“ áréttar líka Þórarinn og bætir við að kerfi sem þetta sé lifandi tæki sem taki breytingum í takt við umhverfi sitt og sé í stöðugri endurskoðun. Heitið á kerfinu segir hann svo hefðbundið. Þannig hafi norski seðlabankinn spálíkanið NEMO, Norwegian Economic Model. „Svo eru Englendingarnir líka flottir því kerfið þeirra heitir BEQM, Bank of England Quarterly Model, en þeir bera það hins vegar fram sem Beckham,“ bætir hann við. Hann segir framfaraskrefið því ótví- rætt enda sé bankinn þarna kominn með í hendurnar miklu betra tæki að vinna með en það sem hann hafði fyrir. Hann segir að nýja líkanið verði endurskoðað einu sinni á ári og jöfnur endurmetnar, auk þess sem stöðugt verði hugað að endurbótum. Áhersla er hins vegar lögð á að flækja líkanið ekki meira en orðið er. Sjö höfundar eru að nýja spálíkaninu, tveir fyrrverandi starfsmenn bankans og fimm núverandi. „Fram að þeim tíma að vinna hófst við QMM var notað þjóðhags- líkan sem búið var til af Þjóðhagsstofnun, þegar hún var til, í samvinnu við okkur og fjármálaráðuneytið. Það líkan notuðum við svo alveg fram á síðasta ár þegar þetta tók smám saman við,“ segir Þórarinn, en fjármálaráðuneytið notar enn gamla lík- anið. „Við vorum hins vegar aldrei alveg sátt við það líkan sem er gríðarlega stórt með yfir þúsund stærðir og því ógurlegt verk að halda við þeim gagnagrunni. Þar fyrir utan hefur aldrei verið farið út í að kanna hagræna eiginleika þess.“ Gamla líkanið var síðast endurmetið og lagað árið 1999, en Þórarinn segir að vegna þess hve umfangsmikið það var hafi í raun enginn lengur haft almennilega yfirsýn yfir virkni þess og því hafi það stundum skilað niðurstöðum sem aldrei hafi verið hægt að finna út úr hvernig urðu til. „Svo hefur náttúrulega margt breyst í íslensku hagkerfi. Við tökum nú til dæmis tillit til auðsáhrifa, svo sem hækkana á húsnæð- isverði sem skila sér í einkaneyslu, eða hækkana á verði hlutabréfa. Þessa hluti vantar alveg inn í gamla líkanið því þessi áhrif skiptu áður sáralitlu máli.“ Þórarinn segir hins vegar að þótt Þjóðhagsstofnun hafi verið lögð niður hafi það ekki haft áhrif á þá ákvörðun að skipta um kerfi, því búið hafi verið að ákveða það áður. „En það náttúrlega knúði enn frekar á nauðsyn þess að gera þetta.“ Nýja líkanið er mun einfaldara en það gamla að því leyti að það byggir á mun færri breytum. Í því eru 147 hagstærðir, í stað þúsund í því gamla. Stór munur á nýja og gamla líkaninu er svo líka að það nýja er ársfjórðungslíkan, meðan það gamla byggði á tölum heils árs. Þetta tafði einnig nokkuð að hægt væri að taka kerfið í notkun því endurvinna þurfti í það gögn og skipta í ársfjórðunga en mikið af eldri gögnum voru bara til á ársgrundvelli. Ársfjórðungsskiptingin er hins vegar lyk- ilatriði því hún gerir kleift að sjá fyrir þróun hagstærða yfir skemmri tíma. „Svo sem hvað gerist næstu sex mánuðina.“ FYLGIR EFTIR GÁRUM Á HAGTJÖRNINNI Þórarinn segir mestu vinnuna því hafa farið í að búa til gagnagrunn með árs- fjórðungstíðni. „Ólíkt öðrum löndum þá er tiltölulega nýtilkomið hér að Hagstofan taki saman ársfjórðungslega þjóðhags- reikninga. Tölur um hluti á borð við einka- neyslu eru þannig bara til ársfjórðungs- legar frá árinu 1997. Það er of stuttur tími til að meta hagræn sambönd.“ Því var lagst í að búa til ársfjórðungsgögn allt frá árinu 1970. Enn eru svo gögn sem bara eru til á ársgrundvelli, svo sem skattabókhald og ráðstöfunartekjur einstaklinga og var þá gerð áætluð ársfjórðungsskipting fyrir þau gögn með aðferðum tölfræðinnar. „Þetta tók langan tíma, en núna erum við komin með gagnagrunn sem að stærstum hluta er frá 1980 og sumar raðir sem ná enn lengra aftur.“ Spálíkanið notar svo Seðlabankinn meðal annars til að gægjast fram í tím- ann. „Peningastefnan tekur langan tíma að hafa áhrif. Ef við breytum vöxtum í dag sjáum við það koma fram í breytingum á eftirspurn eftir eitt ár og verðbólgu eftir tvö. Þetta þýðir að þegar Seðlabankinn tekur sína ákvörðun gagnast ekki að horfa á verðbólgu dagsins því of seint er orðið að gera eitthvað í henni. Því verður að hugsa um verðbólguþróunina næstu tvö árin og þá þarf að hafa tæki og tól til að meta hana og þar koma svona tæki inn í myndina. QMM er þá kjarninn í því tækjasafni þótt vissulega höfum við líka fullt af smærri líkönum að byggja á.“ Svo nýtist nýja þjóðhagslíkanið við aðra grein- ingarvinnu bankans svo sem með því að auðveldara er orðið að segja til um áhrif breytinga á hlutum á borð við olíuverð á aðrar hagstærðir. Kerfið heldur utan um áhrif eins hlutar á annan sem auðvelt getur verið að missa sjónar á. Ef breyting á hagstærð er líkt og að henda steinvölu í tjörn, þá tekur nýja þjóðhagslíkanið eftir öllum ölduhreyfingunum sem af hljótast. Þórarinn segir nýja kerfið hafa verið prófað nokkuð rækilega síðan á síðasta ári. Fyrst var það keyrt eftir spágerð í þriðja hefti Peningamála í fyrra og niður- stöðurnar bornar saman við niðurstöður úr gamla kerfinu. Í fjórða heftinu var það svo keyrt samhliða spágerðinni þar og svo hefur eingöngu verið stuðst við það í spágerð Peningamála á þessu ári. Skoðun á kerfinu hefur svo leitt í ljós að hegð- unarsambönd standast helstu próf varð- andi hagræna og tölfræðilega eiginleika. Þannig var kerfið látið undirgangast það þunga próf að herma eftir sögulegri hag- þróun áranna 1995 til 2005 og stóðst prófið ágætlega, utan að það missti af gengisfalli krónunnar árin 2001 og 2002. Í þessu prófi fékk kerfið engar viðbótarupplýsingar og því varla við því að búast að það gæti séð fyrir gengisfall, en þegar kerfið er notað í raun er það náttúrlega stöðugt matað á nýjum upplýsingum. Þannig fékk þjóð- hagslíkanið nýja ekki að vita í þessu prófi að hér hefði verið breytt um peninga- stefnu á tímabilinu. „Svo eru tíu ár líka miklu lengra tímabil en maður er yfirleitt að nota svona verkfæri í. Almennt er bara verið að spá til tveggja ára í senn,“ segir Þórarinn. UMRÆÐAN ER GAGNLEG Trú manna er að nýja spálíkanið sé svo miklu betra verkfæri en gamla þjóð- hagslíkanið að það boði nokkra byltingu. Þórarinn áréttar þó að kerfið sé enn svo nýtt að ekki fáist við því svör fyrr en eftir einhver ár hvernig gengið hefur að spá. „Öll okkar vinna hefur gjörbreyst við þetta. Með gamla líkaninu fór alveg gríðarlegur tími bara í að uppfæra gagna- grunninn og mörg hundruð stærðir sem mörg ár voru síðan höfðu verið uppfærðar. Hin hagræna lógík sem við erum að fá út úr nýja líkaninu er allt önnur, þótt tíminn verði svo að leiða í ljós hvort spárnar séu betri. Okkur líður mikið betur með þetta tæki en það gamla og ég er alveg viss um að ef við byggjum til einhverja spákeppni þar sem kerfin væru mötuð á sambærileg- um gögnum þá myndi þetta kerfi standa sig betur.“ Þórarinn segir að áður en Seðlabankinn geti boðið öðrum aðgang að nýja þjóðhagslíkaninu þurfi að huga að leyfum vegna talna frá alþjóðlegum gagnaveitum. „Þar gæti verið spurn- ing um hvort við megum birta gögnin. Hugsunin hjá okkur hefur hins vegar allt- af verið að sá sem á þetta kann og hefur þau forrit sem til þarf til að keyra líkanið geti fengið aðgang að líkaninu og undir- liggjandi gögnum,“ segir hann og bætir við að fjármálaráðuneytið hafi til dæmis áhuga á að nýta sér nýja líkanið. „Þau gætu þá lagt meiri áherslu á ríkisfjármál- in í sinni notkun á spálíkaninu heldur en við gerum. Við vonum bara að sem flestir geti notað þetta.“ Þórarinn segist sjá fyrir sér að um leið og náist að huga að eign- arhaldi gagnanna verði upplýsingarnar gerðar aðgengilegar á vef bankans, en þá hugsanlega án raða sem ekki megi birta, eða með upplýsingum um hvar þær séu fáanlegar. Þannig sé stefnt að því að birta líkanið sjálft, handbók um notkun þess og gagnagrunninn sem það byggir á. Þórarinn segir mat Seðlabankans að öll umræða um spágerð og rökstuðning bankans sé gagnleg, enda hæft fólk víða sem mark sé takandi á og hafi kannski prófað hluti sem gagnist. „Stundum koma menn náttúrlega með rök sem fara um víðan völl og reynir þá jafnvel verulega á hin hagfræðilegu þyngdarlögmál svo sem þegar menn halda því fram að vaxta- hækkanir auki verðbólgu, eða eitthvað slíkt. Oft er þessi umræða hins vegar mjög gagnleg, bæði fyrir okkur og aðra.“ Þetta segir Þórarinn eina sterkustu rök- semdina fyrir því að gera aðgengileg þau tól sem Seðlabankinn hefur á að skipa og vera með gagnsæja röksemdafærslu sem skýri ákvarðanir bankans, en þá leið kjósi svo sem ekki allir Seðlabankar að fara. „Þetta er lifandi tæki og verkefn- ið klárast aldrei.“ Nýtt og betra þjóðhagslíkan bætir spár Seðlabankans QMM kallast þjóðhagslíkan sem rannsóknar- og spádeild hagfræðisviðs Seðlabankans hefur verið með í þróun síðustu ár. Líkanið leysir af hólmi gamalt og þunglamalegt líkan sem búið var til fyrir margt löngu hjá Þjóðhagsstofnun. Óli Kristján Ármannsson hitti að máli Þórarin G. Pétursson sem leitt hefur vinnuna við þróun nýja líkansins. „Þetta er lifandi tæki og verk- efnið klárast aldrei.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.