Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 36

Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 36
MARKAÐURINN 15. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, tapaði 187 milljónum króna í fyrra samanborið við 358 millj- óna króna hagnað árið áður. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fimm rekstrar- árum sem tap verður á rekstri fyrirtækisins. Rekstrartekjur félagsins námu 3.262 milljónum króna og drógust saman um 7,5 prósent á milli ára. Mestu munar um að árið 2004 féll til söluhagnaður af fasteign við Kringlu. Að öðru leyti jukust tekjur Árvakurs af hefðbundinni starfsemi, svo sem áskriftar- og auglýsingasölu, prentun og dreif- ingu. Lausasala blaðsins dróst hins vegar saman um átta prósent. Rekstargjöld námu 3.329 milljónum króna og hækkuðu um 8,6 prósent frá fyrra ári. Launakostnaður, sem er vel rúmur helmingur af útgjöldum, hækkaði um fimm prósent. Rekstrartap fyrir afskrift- ir (EBITDA) nam 66 milljón- um króna samanborið við tæplega 462 milljóna króna rekstarhagnað árið 2004. Eignir Árvakurs stóðu í rúmum 3,7 milljörðum króna í árslok og hækkuðu um tæpt prósent. Meðal eigna er helm- ingshlutur í Ár og degi, útgáfufélagi Blaðsins, sem var bókfærður á 115 milljónir króna. Hluturinn var keyptur í árslok 2005 en samkvæmt skilmálum í kaupsamningi getur kaupverðið orðið allt að 250 milljónir króna til ársins 2008. Eigið fé félagsins var 1.232 milljónir króna í lok árs 2005 og dróst saman um 9,5 prósent. Eiginfjárhlutfall var því yfir 33 prósent. Í lok árs var Útgáfufélagið Valtýr stærsti hlut- hafinn með 21 prósents hlut en nokkrar breyt- ingar hafa orðið á eigendahópi Árvakurs í ár. Meðal annars hafa stærstu hluthafarnir, Valtýr og félög í eigu Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Straums- Burðaráss, styrkt stöðu sína. Þá keypti Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar, átta prósenta hlut í Árvakri á dögunum. Árvakur tapaði í þriðja skipti á fimm árum Hálfs milljarðs breyting til hins verra á rekstri útgáfufélags Morgunblaðsins frá 2004 til 2005. Rekstrartap fyrir afskriftir (EBITDA) nam 66 milljónum króna. 400 300 200 100 0 -100 -200 -300 -400 R E K S T R A R A F K O M A Á R V A K U R S 2 0 0 1 - 2 0 0 5 Afkoma í milljónum króna -57 -303 -187 49 358 2001 2002 2003 2004 2005 H im in n o g h af – S ÍA Hlutabréfasjóðir 75% Skuldabréfasjóðir 25% Sparnaður eftir þínum nótum Ávöxtunarsafnið –21,70% ávöxtun Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 01.01. 2006 til 01.11. 2006. Vatnsvirkinn hf. hefur keypt allt hlutafé í fyrirtækinu Vatni og hita ehf. af Sævari Stefánssyni og Valtý Sævarssyni. Fyrirtækið hefur selt lagnaefni til pípulagn- ingamanna frá árinu 1998. Nýir eigendur hafa þegar tekið við rekstri Vatns og hita, en stefnt er að sameiningu fyrirtækj- anna undir nafni Vatnsvirkjans. Kaupverðið fæst ekki gefið upp, en áætluð samanlögð velta fyrir- tækjanna í ár er sögð vera nærri einn milljarður króna. „Með kaupunum er Vatnsvirkinn að renna frekari stoðum undir meginstarfsemi sína, sem er sala á lagnaefni fyrir pípulagningamenn. Vatn og hiti er þekkt nafn á markaðnum og markmiðið er að reka fyrir- tækið með sama fyrirkomulagi og hefur verið gert með góðum árangri undanfarin ár,“ segir Hjalti Ólafsson, framkvæmda- stjóri Vatnsvirkjans. Vatnsvirkinn rekur þrjá versl- anir, á Smiðjuvegi í Kópavogi, í Dalshrauni í Hafnarfirði og í Ármúla í Reykjavík þar sem einnig er starfrækt hreinlætis- tækjaverslun. Hjá fyrirtækinu starfa 25 manns. - óká Vatnsvirkinn kaupir Vatn og hita Reksturinn verður sameinaður undir heiti Vatnsvirkjans. Kaupverð er trúnaðarmál. Olíu- og gasleitarfyrirtækið Tanganyika tapaði rúmum fjór- um milljónum Bandaríkjadala, eða 290 milljónum króna, á þriðja ársfjórðungi. Tap félags- ins nam um 540 milljónum króna fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjur félagsins voru um 7,4 milljónir króna á þriðja árs- fjórðungi og hækkuðu um tæp fjörutíu prósent á milli ára. Straumur-Burðarás heldur utan um tæplega þrettán pró- senta hlut í Tanganyika sem metinn var á 5,3 milljarða króna við lok þriðja ársfjórðungs. - eþa Tanganyika tapar Mikil uppbygging verslunarhús-næðis á sér stað í Kauptúninu í Garðabæ þar sem IKEA opnaði tuttugu þúsund fermetra verslun í október. Hagar hafa skrifað undir samning um opnun 1.200 fer- metra Bónusverslunar á næsta ári sem verður í sama húsnæði og Max, stærsta raftækjaverslun landsins, sem opnar í lok vik- unnar. Hagar reka þá verslun í félagi við Sjónvarpsmiðstöðina og nemur stærð hennar 3.500 fermetrum. Þá hefur BYKO boðað opnun tólf þúsund fermetra stórversl- unar á næsta ári og eins stefnir Leikbær að því að hefja rekstur stórverslunar með leikföng. - eþa Stórverslanir opna í Kauptúni Stærsta raftækjaverslun landsins opnar í nýju verslunarhúsnæði við Kauptún 1 í Garðabæ klukkan ellefu árdegis núna á laugardag- inn. Verslunin ber heitið MAX og lofa forsvarsmenn hennar miklu vöruúrvali og lágmarksverði sem ýta muni undir samkeppni á markaðnum. Á sama stað er ný verslun IKEA. Við hönnun verslunarinnar voru meðal annars fengnir ítalsk- ir hönnuðir til að skapa henni „áhugaverða umgjörð eftir nýj- ustu straumum“, líkt og segir í tilkynningu, þar sem einnig kemur fram að í versluninni verði sértilboð á vörum í tilefni af opnuninni. - óká Stærsta raftækjaversl- unin opnar um helgina F j á r m á l a e f t i r l i t i ð hefur gert dómssátt í máli sem það höfðaði til ógildingar á úrskurði Kærunefndar. Varðaði það mál niðurstöðu Kærunefndar um að útgefanda bæri ekki að tilkynna viðskipti með eigin bréf til birtingar í Kauphöll eins og kveður á um í lögum um verð- bréfaviðskipti. Fjármálaeftirlitið taldi niðurstöðu Kærunefndar ekki standast lög og leitaði því til dómstóla. Þar varð það sam- eiginlegur skilningur málsaðila að úrskurðurinn væri byggður á röngum lagaforsend- um og var málinu því lokið með dómssátt þar sem fallist var á dómskröfu FME um ógildingu úrskurðar Kærunefndar. „Þessi niðurstaða er afar mikilvæg fyrir gegnsæi og heil- brigði markaðarins og þess vegna ber að fagna því að þessum undarlega úrskurði Kærunefndar hafi verið hnekkt og hann standi ekki sem fordæmi,“ er haft eftir Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra FME, í fréttatilkynningu. - hhs Gera dómssátt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.