Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 63

Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 63
H A U S MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 við og áreiðanleikakannanir gáfu til kynna. „Þetta var magapínuyfirtaka, því þetta hefði getað sett okkur á hliðina,“ segir Jón Ásgeir. „Ég skil ekki hvernig okkur datt þetta í hug,“ segir Jón Ásgeir og hlær. Gunnar er ekki alveg á sama máli. „Eins og við teiknuðum þetta upp, þá leit þetta vel út. Það byggðist á því að Booker sem er stærsta gripið og greitt- keðjan í Bretlandi væri með sjóðstreymi sem undir réttri stjórn myndi skila miklu. Við stilltum Iceland upp á móti sem viðsnúnings- verkefni. Sem hefur reynst miklu betur en við þorðum að vona. Þegar við lögðum af stað þá var þetta allt mjög skynsamlegt.“ Jón segir að menn hafi teygt sig langt í verkefninu. „Þetta er alveg rosalega óþægi- legur tími í yfirtökum frá því að maður skrif- ar undir og ekki er aftur snúið og þangað til maður fær lyklana. Það eru tveir mánuðir. Þetta er hræðilega langur tími. Stjórnendur í lausu lofti. Þeir eru að vinna fyrir fyrri eig- endur og geta ekki farið að vinna fyrir okkur. Það kemur losarabragur á allan mannskapinn og reksturinn. Booker seldi í gær fyrir 1,9 milljarða króna. Ef menn fara að tapa fimm til sex prósentum af veltunni í einhverju rugli, þá er það fljótt að safnast upp.“ STAÐAN MIKLU VERRI Booker reyndist í miklu verra ástandi en búist var við. Staðan hjá Big Food var þannig að af 36 milljarða yfirdráttarheimild var svigrúmið 130 þúsund krónur. „Þar við bætt- ist að teygt hafði verið á öllum skuldum við birgja,“ segir Gunnar. „Ég held að það sé ekki djúpt í árinni tekið að segja að félagið hefði lent í verulegum vandræðum ef við hefðum ekki tekið það yfir.“ Baugur hafði átt hlut í félaginu um skeið og gagnrýnt stefnuna. Planið var að skipta upp félögunum og ná bættum rekstri með réttum stjórnendum. „Stjórnendur eru lyk- ilatriði í þessu,“ segir Jón Ásgeir. „Smásala er flókin. Þeir sem kunna þetta skila árangri, alveg sama hvort veðrið er heitt eða kalt eða vextir háir eða lágir.“ Iceland-verslunakeðjan var líka í verri málum. Þar tók við stjórninni stofnandi keðj- unnar, Malcolm Walker. Ástandið var verra en búist var við, en Gunnar segir Malcolm hafa verið vissan um að allt gengi vel þegar hann steig inn fyrir dyrnar. Hann hafi strax séð hvað gera þurfti. Einkenni rekstursins hjá Big Food var gríðarleg yfirbygging og stjórnunarkostnaður. „Á aðalaskrifstofum fyrirtækisins er búið að fækka fólki um yfir þúsund manns. Það var skýrsla ofan á skýrslu og það fóru tveir milljarðar í kaup á ráðgjöf á ári,“ segur Jón. Hann segir þarna koma fram veikleika sem gjarnan birtist í skráðum félögum að menn forðist áhættu og varpi frá sér ábyrgð yfir til ráðgjafa. „Það var rosaleg óráðsía þarna inni,“ segir Gunnar. ICELAND Á FLUGI Gunnar segir að í skráðum félögum í smásölu séu menn of mikið metnir út frá söluaukningu og refsað ef hún dregst saman, jafnvel þótt hagnaður aukist. „Hjá Iceland voru menn á því að frystivara væri á undanhaldi og kældar matvörur í vexti. Menn fóru af stað að breyta búðum í verslanir með hærra þjón- ustustig, en áttu ekki séns í sambærilegar verslanir stærri matvörukeðja. Þeir urðu fangar strategíunnar. Þeir fengu aukningu í skamman tíma við breytingu á búðum, þannig að þeir urðu að halda áfram til að sýna söluaukningu. Ef þeir hefðu viðurkennt að þeir væru á rangri leið og snúið aftur til upphafsins, þá hefði hlutabréfaverðið fallið.“ Eftir yfirtökuna var blaðinu snúið við og farið aftur til upphafsins með þeim árangri að þegar er búið að endurfjármagna félagið einu sinni og greiða fjárfestum það sem þeir lögðu í fyrirtækið í upphafi. Reksturinn er á þeirri siglingu að önnur endurfjármögnun væri möguleg á næsta ári. „Iceland hefur gengið frábærlega.“ Með sterkum meðfjárfestum og árangri í fyrri fjárfestingum vex geta Baugs til að ráðast í stærri verkefni. Jón Ásgeir segir að þetta þýði að stærð verkefna sem hægt sé að ráðast í sé allt að milljarði punda eða 130 milljarðar króna. „Það fer reyndar eftir strúktúrnum, Hversu mikið af fasteignum er í félögunum. Það er fullt af félögum hér í Bretlandi sem eru rík af eignum. Marks og Spencer, Morrison og Sainsburys eru félög sem eru rík af eignum. Fasteignirnar eru verðmætari en félögin sjálf. Síðan er spurn- ingin hvort reksturinn gæti borið leiguna ef fasteignirnar eru seldar út.“ Marks og Spencer er dálítið stór biti eða 10 milljarða punda virði. Undir forystu Stuarts Rose hefur félagið náð að rétta úr kútnum. „Þetta er frábær árangur hjá Stuart Rose, Félagið er að sýna afkomutölur sem við reiknuðum með hjá þeim árið 2009,“ segir Jón Ásgeir. Hann segir mikið hafa verið fjárfest í búðunum. „Það er dýrt að halda því uppi. Markaðssetning þeirra hefur verið brilljant. Vöruúrvalið hjá þeim hefur lagast aðeins, en fyrst og fremst hafa þeir náð að búa til sterkari ímynd.“ Philip Green gengur ekki eins vel í augnablikinu með Arcadia og Debenhams. „Philip er frábær í að ná niður kostnaði og semja við birgja. Honum hefur hins vegar ekki gengið jafn vel í að láta fyrir- tækin vaxa,“ segir Jón Ásgeir og bendir á að Green hafi misst frá sér góða stjórnendur þar sem hann sé of mikið að skipta sér af þeim. „Maður fær ekki gott fólk ef maður treystir því ekki. Þá bara fer það annað.“ NÆSTU MÁLTÍÐIR Baugur hefur að undanförnu byggt upp eign- arhluti í Woolworths og French Connection. Bæði þessi félög eru líkleg til að verða að yfirtökuverkefnum. Jón Ásgeir segir örvænt- ingu gæta í rekstrinum. „Ætli við eigum ekki einhvern tímann eftir að svitna yfir Woolworths,“ segir hann. Woolworths á alveg séns. Það er svipað og Big Food. Það þarf að brjóta það upp og fókusera. Það eru fínar einingar þarna innan um. Þannig að þarna eru tækifæri. Þeir eru orðnir dálít- ið ráðalausir. Þeir eyða peningum í búð- irnar því þeir fá smá skammtímaaukningu við það.“ Stofnandi og aðaleigandi French Connections hefur ekki viljað selja. „Það var haft eftir honum um daginn að hann ætlaði sér ekki að verða elsti stjórnarmaðurinn í tískubransanum. Við lítum á það sem jákvæðar fréttir.“ SÁ STÓRI Áhættan af Big Food- kaupunum var gríð- arleg. „Maður lagði kofann undir,“ segir Jón Ásgeir. Gunnar bætir því við að ef eitthvað færi úrskeiðis í House of Frasier, þá myndi það ekki setja fyrirtækið í hættu. „Það væri vissulega ekki gott fyrir okkur, en ef það hefði gerst í Big Food þá hefði farið illa. Jón hringdi í mig þegar við vorum að klára þetta og við vorum að meta hvað gerð- ist ef það væri fjár- þörf í fyrirtækinu. Þá sagði Jón: „Ef að þetta „beast“ byrjar að garga á peninga, þá verða skjóðurnar tómar fljótt.“ Og það er rétt því bara ef birgjar hefðu breytt greiðsluskilmálum þá hefði það kostað mikið því veltutöl- urnar eru svo háar.“ Það er greini- legt að áhættan var gríðarleg í Big Food Group og spurning hvort menn væru til- búnir í slíka áhættu á ný. Jón Ásgeir verð- ur hugsi og greini- legt að honum hrýs hugur við að end- urtaka leikinn. „Við eigum eftir að taka þann stóra,“ segir hann og brosir. Hver er sá stóri? Gunnar grípur fram í til að tryggja að ekkert fari á sveim sem ekki á að vera þar. „Það verður að koma í ljós.“ m stóra ð kaupum á Big Food Group. esson og bætir við að mis- g Gunnar Sigurðsson, fram- „Ef að þetta „beast“ byrjar að garga á peninga, þá verða skjóðurnar tómar fljótt“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.