Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 16

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Áhrif umræðunnar Kynveran í ljósunum Ævin kvikmynduð Staðið saman gegn óréttlæti Foreldrum er skylt að gefa barni sínu nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Ef dráttur verður á má leggja þúsund króna dag- sektir á foreldra þangað til barnið hefur fengið nafn. Stundum þarf mannanafna- nefnd að hafa afskipti af málum og það er líka gott til þess að vita að hægt er að skipta um nafn ef manni sýnist svo. Samkvæmt tölum síðasta árs eru alls 11.826 mismunandi fyrstu nöfn skráð í þjóðskrá Íslands. Þessi tala nær yfir íslenska og erlenda ríkisborgara. Mikill munur er á vinsældum nafnanna, þannig höfðu 3.772 nöfn þrjá eða fleiri núlifandi nafnhafa á árinu 2005, 1.419 nöfn höfðu tvo nafn- hafa og 6.635 nöfn höfðu aðeins einn. Stærstur hluti þeirra er af erlendum uppruna, en samkvæmt lögum frá árinu 1996 þurfa útlend- ingar sem hingað flytja ekki leng- ur að „íslenska“ nafnið sitt. Sú regla þótti mjög asnaleg og ósann- gjörn, sérstaklega af því hún virt- ist ekki ná yfir fræga útlendinga sem hingað fluttu. Til dæmis þurfti Vladimir Ashkenazy ekki að heita Valdimar Ari eftir að hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Enn eru eiginnöfn og millinöfn takmörkuð og mega ekki vera fleiri en þrjú. Dómsmálaráðherra skipar mannanafnanefnd sem hefur meðal annars það verkefni að semja skrá um eiginnöfn og milli- nöfn sem teljast heimil. Í því sam- bandi gilda þessar meginreglur: * Nafnið þarf að geta tekið íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. * Það má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. * Það skal ritað í samræmi við íslenskar ritvenjur nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. * Það má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama. * Stúlku má aðeins gefa kven- mannsnafn og dreng aðeins karl- mannsnafn. Mannanafnanefnd hefur stund- um verið sökuð um þvermóðsku en sé litið á þau nöfn sem nefndin hefur samþykkt er vandséð að það eigi rétt á sér. Þannig hefur hún samþykkt nöfn eins og Mekkinó, Þúfa, Mundheiður og Öndólfur. Ekki verður heldur annað séð en að mannanafnanefnd hafi í mörg- um tilfellum komið í veg fyrir sjálfkrafa einelti með því að hafna nöfnum eins og Ká Dúnhaugur eða Satanía Mizt. Nafnahefðir hafa breyst mikið síðustu árin sökum vaxandi vin- sælda tvínefna. Rúmlega 80 pró- sent landsmanna á aldrinum 0–4 ára bera nú tvö eiginnöfn saman- borið við innan við 20 prósent ein- staklinga yfir 85 ára aldri. Þótt Jón og Guðrún séu enn vinsælustu nöfn landsins þá sækja „tískunöfn“ hart að þeim. Samkvæmt manntal- inu 1901 hétu 9,6 prósent karla Jón og 10,5 prósent kvenna Guðrún. Rúmri öld síðar, í lok árs 2004, voru Jónarnir komnir í 3,8 prósent en Guðrúnar í 3,6 prósent. Nú eru 200 Jónar á aldrinum 0-4 ára, en Aron sækir hart að Jóni því 199 Aronar eru nú til á sama aldri. Það er óþarfi að örvænta þótt foreldrar manns hafi gefið manni asnalegt nafn því hver sem er getur breytt um nafn ef hann vill. Ef þú heitir til dæmis Jón en vilt heita Aron þá dugar að fylla út eyðublað hjá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Þetta heitir að „kaupa nafn“ og kostar hver breyting 4.400 krónur. Tekið er fram með feitletri á eyðublaðinu að nafn- breytingar séu einungis heimilað- ar einu sinni nema sérstaklega standi á. Það borgar sig því að vera alveg viss til að komast hjá óþarfa veseni. Hvað á barnið að heita? – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.