Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 102
Ekki er heiglum hent að vera ást- fanginn og eiga hrekkjalóma fyrir vini en því kynntist Elvar Freyr Helgason. Í smáuglýsingu í Frétta- blaðinu sem birtist á mánudag lýstu þrír vinir eftir Elvari og segja hann hafa tapað sér í sambandssýki. Vilja félagarnir endilega að fólk láti vita ef það heyrir í honum. „Því við gerum það ekki,“ stendur í auglýs- ingunni sem birtist undir flokknum „Tapað- fundið“. „Þetta var bara sakleysislegur hrekkur,“ segir Guð- mundur Auðunsson, forsprakki vinahópsins sem ábyrgur er fyrir þessari skemmtilegu auglýsingu. „Við höfðum bara ekki séð hann svo lengi að við ákváðum að lýsa eftir honum,“ bætir Guðmundur við og hlær. „Við hittumst um helgina og Elvar átti að mæta en þegar hann mætti ekki reyndum við að hringja. Við náðum engu sambandi og ákváð- um að gera þetta í flýti,“ útskýrir Guðmundur og segir að þeir hafi vandað sig vel við að velja verstu myndina sem þeir ættu af félaga sínum. Vinirnir gættu þess þó að öruggt væri að fólk mis- skildi ekki auglýsinguna og færi að halda að Elvar væri í vanda staddur, hann hefði bara ekki sést meðal vina. „Mér skilst að það hafi mikið verið hringt í hann, meðal annars amma hans og afi og foreldrarnir sem hlógu mikið að þessum grikk,“ segir Guðmund- ur sem bjóst alls ekki við að auglýs- ingin yrði birt, hvað þá að hún myndi vekja svona mikla athygli. Að sögn Guðmundar fór Elvar strax heim úr vinnunni og tékkaði á auglýsingunni þegar símtölunum linnti ekki. „Hann áttaði sig strax á því hverjir þetta væru, hringdi í mig og skellti upp úr, tók þessu ákaflega létt,“ segir Guð- mundur. Hann tekur hins vegar skýrt fram að þessum litla hrekk sé ekki beint gegn kærustu Elvars, hún sé yndisleg stelpa. „Smáauglýs- ingin virkaði hins vegar því við erum búnir að ákveða að hittast sem fyrst,“ segir Guðmundur. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er ekki minn stíll. Sigurður Kári myndi aldrei fá svona mót- tökur hér og ég hálfskammast mín fyrir þetta,“ segir Sævar Karl Óla- son kaupmaður um sjónvarpsþátt- inn Tekinn, sem sýndur var á Sirk- us á mánudagskvöld. Í þættinum var Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður boð- aður í herrafataverslun Sævars Karls í Bankastræti til að gera kjarakaup. Það runnu hins vegar tvær grímur á þingmanninn þegar hann sat uppi með himinháan reikning og ekki bætti úr skák að „afgreiðslukonan“ var hinn dóna- legasta. Þegar Sigurður var við það að storma út í fússi birtist Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, og gerði gott úr öllu saman. Sævar Karl segir að þótt mörg- um finnist hrekkurinn eflaust fynd- inn hafi hann ekki fallið í kramið hjá sér. „Auðunn er grallari og tekur upp á ýmsu. Ég er líka grallari en mitt grín er öðruvísi. Sjálfum fannst mér verið að niðurlægja Sigurð Kára, sem við myndum aldrei gera, hvorki við hann né aðra. Við reyn- um að veita öllum persónulega þjónustu, enda kemur hingað fólk úr öllum stéttum.“ Sævar segist ótt- ast að uppátækið eigi eftir að skaða sig frekar en hitt, en er þó ekki ósáttur við Auðun. „Þetta er hvort eð er búið og gert.“ Sjálfur kveðst Auðunn hafa útskýrt hrekkinn fyrir Sævari. „Hann virtist bara taka þessu sem góðu gríni og eftir þáttinn voru allir sáttir. Sigurður kom líka vel út úr þessu,“ segir hann og telur ástæðulaust fyrir Sævar að hafa áhyggjur. „Ég held að allir viti að svona er búðin ekki.“ Sævar Karl ósáttur við Tekinn … Kjartan Halldórsson, eigandi Sægreifans, fyrir að matreiða humarsúpu svo bragðgóða að hún var lofuð á síðum The New York Times. Óvenjumikil endurnýjun hefur verið í stétt veðurfréttamanna að undanförnu. Tvö ný andlit hafa birst á sjónvarpsskjám landsmanna sem heyrir til tíð- inda þar á bæ. Báðir nýliðarnir eru 29 ára gamlir, þau Soffía Sveinsdóttir á Stöð 2 og Hálfdán Ágústsson í Sjónvarpinu. „Ég get viðurkennt það að ég hefði ekki trúað því fyrir tveim- ur mánuðum að ég ætti eftir að lesa veðurfréttir í sjónvarpinu,“ segir Soffía sem kann vel við sig í nýja starfinu. Hún er efnafræð- ingur að mennt og starfar sem kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Soffía birtist fyrst á sjónvarpsskjánum í hádegis- fréttum fyrir þremur vikum en um síðustu helgi steig hún skref- ið til fulls og las veðurfréttir í kvöldfréttatímanum. „Já, ég hef áhuga á veður- fræði og hann fer vaxandi nú þegar maður fer að garfast í þessu. Bakgrunnur minn úr nám- inu nýtist líka ágætlega,“ segir Soffía sem er einhleyp og barn- laus. Hún segist alveg vera til í að starfa áfram sem veðurfrétta- maður. „Þetta er nú bara auka- vinna enn sem komið er en það er aldrei að vita.“ „Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Ég var búinn að æfa mig aðeins en var samt pínu stressaður. Þetta kemur væntanlega með æfingunni,“ segir Hálfdán Ágústsson, nýlið- inn á RÚV, sem birtist lands- mönnum á skjánum í fyrsta skipti síðasta föstudagskvöld. Hálfdán er í doktorsnámi í veð- urfræði, í læri hjá sjálfum Har- aldi Ólafssyni, og rannsakar vindhviður í fjalllendi. „Þetta er skemmtilegt nám. Við erum samt ekkert margir í doktorsnáminu, kannski tveir eða þrír,“ segir hinn lofaði og 29 ára gamli Hálf- dán. Hann gerir sér vel grein fyrir því að Íslendingar eru afar áhugasamir um veður og veður- fregnir og hafa skoðanir á mál- unum. „Við erum greinilega milli tannanna á fólki. Það sést vel þegar tónlistarmenn eru farnir að semja lög um okkur,“ segir Hálfdán og vísar í nýlegt lag Bogomil Font og Flísar, Veður- fræðingar ljúga. „Það hafa allir skoðun á þessu,“ segir Hálfdán. Lýstu eftir horfnum félaga í tapað-fundið Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Öll verð miðast við að tveir séu saman í herbergi. Tottenham–Wigan 58.900 kr.24.–27. nóv. 27.–29. nóv. George Michael 69.900 kr. Berlín í jólaundirbúningi 51.900 kr.24.–27. nóv. Aðventuferð til Trier 59.900 kr.8.–11. des. Sheraton Real de Faula Verð frá 59.180 kr.Valfrjálst Arsenal–Man. City 54.900 kr.30.–31. jan. Chelsea–Arsenal 69.900 kr.9.–11. des. Arsenal–Portsmouth 59.900 kr.15.–17. des. Óli Palli og The Pogues 59.900 kr.16.–18. des. Liverpool–Everton 84.900 kr.2.–4. feb. Nú verða læti á Anfield Road því að Everton mætir á svæðið að þessu sinni. Þetta er leikur sem allir stuðningsmenn beggja liða bíða eftir með mikilli eftirvæntingu. Innifalið: Flug með sköttum, hótel í 2 nætur með morgunverði og miði á leikinn. Aðventuferð til Berlínar, helgarferð. Tilvalið að skoða borgina, fara tónleika, borða góðan mat, kíkja á jólamarkaðina og klára jóla- gjafirnar! Innifalið: Flug með sköttum, gisting á 4 stjörnu hóteli og akstur til og frá flugvelli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.