Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 32
[Hlutabréf] Hagnaður Icelandair Group, sem stefnt verður á að skrá í Kauphöll Íslands hinn 6. desember, nam rúmum þremur milljörðum króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi og tæpum fjórum milljörðum króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri félagsins, segir að þetta sé einn besti árangur í sögu þess. Afkoma stærstu einingarinnar, millilanda- flugsins, hefur verið góð þrátt fyrir tveggja milljarða hækkun á elds- neytisverði á árinu. Rekstrartekjur félagsins voru 43,6 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðunum og hækkuðu um 8,2 milljarða króna á milli ára eða sem svarar 23 prósenta aukningu. Rekstrarhagnaður eftir afskrift- ir (EBIT) nam 3,8 milljörðum króna og hækkaði um einn milljarð á milli ára. Eignir Icelandair Group stóðu í 67,9 milljörðum króna í lok sept- ember og höfðu hækkað um 5,6 pró- sent frá áramótum. Eigið fé var 23,4 milljarðar og hafði hækkað um rúman fimmtung frá ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar nemur því 34,4 prósentum. Icelandair var í eigu FL Group á fyrstu níu mánuðum ársins en var síðar selt til hóps fjárfesta og Glitn- is fyrir alls 43 milljarða króna. Glitnir mun selja bréf áfram, meðal annars til almennra fjárfesta. Icelandair skilaði fjórum milljörðum Stefnt að skráningu félagsins sjötta desember. Árvakur, útgáfufélag Morgun- blaðsins, hefur lokið við sölu á nýju hlutafé fyrir hálfan milljarð króna til að styrkja félagið. Stefán P. Eggertsson, stjórnar- formaður Árvakurs, segir að rekstur félagsins það sem af er ári sé betri en í fyrra þegar það tapaði 187 milljónum króna. Samt sem áður þurfi að gera betur á næsta ári. Unnið hafi verið ötullega að því að laga til í rekstri Árvakurs en aðgerðir, sem ráðist er í, skili sér ekki strax. Allir þáverandi hluthafar félagsins nýttu sér forkaupsrétt að hlutafénu. Breytingar hafa orðið á hluthafahópnum er Ólafs- fell, félag Björgólfs Guðmunds- sonar, stjórnarformanns Lands- bankans, eignaðist átta prósenta hlut af Leifi Sveinssyni. Á hluthafafundi í síðustu viku tók Steingrímur Pétursson, fyrr- verandi fjármálastjóri Avion, sæti í stjórn Árvakurs af Halldóri Þ. Halldórssyni og Ragnhildur Geirsdóttir tók við starfi vara- formanns stjórnar af Kristni Björnssyni. Stefán verður eftir sem áður stjórnarformaður félagsins. Árvakur heldur utan um helm- ing hlutafjár í Ár og degi, útgáfu- félagi Blaðsins. Fyrir skemmstu var hlutafé Blaðsins aukið og von- ast Stefán að ekki þurfi meira til í þeim efnum. Með aukinni dreif- ingu hafi Blaðinu vaxið fiskur um hrygg. Rekstur Árvakurs fer batnandi Peningaskápurinn ... Hreinsar loftið í gegnum vatn og gefur frá sér raka. Margar teg. ilmefna. Einnig lyktareyðir sem fjarlægir t.d. tóbakslykt og matarlykt NÝTTNÝT T enginn filter frí heimsending Sjord Vollebrecht, for- stjóri fyrirtækjasam- stæðunnar Stork N.V. í Hollandi, lýsti í viðtali við Het Financieele Dagblad í gær áhuga á því að kaupa íslenska matvælavinnsluvéla- framleiðandann Marel. Búist er við að formlegar viðræður fari fljótlega í gang. Formlegar viðræður Marels og hollensku fyrirtækjasamstæðunn- ar Stork um samruna Marels og Stork Food Service gætu hafist innan tíðar. Félögin hafa hingað til einungis átt í óformlegum viðræð- um og vill hvor um sig eignast hinn. Innan Stork hefur verið deilt þar sem stjórn samstæðunnar hefur sett sig upp á móti samþykkt hluthafafundar um að skipta félag- inu upp og einbeita sér að kjarna- starfsemi þess sem er í flugvéla- iðnaði. Það myndi þýða að seldur yrði frá samstæðunni matvæla- vinnsluvélahlutinn. Stork hefur áhuga á að efla mjög vöxt sinn og gera það hratt að því er hollenska viðskiptablað- ið hafði í gær eftir Sjord Volle- brecht, forstjóra Stork. Þessu markmiði á að ná með stórum kaupum, en ólíkt því sem hluthaf- arnir Paulson og Centaurus, bandarískir fjárfestingasjóðir, sem saman fara með um 32 pró- senta hlut í fyrirtækinu vilja, vill Vollebrecht fara þessa leið í allri starfsemi félagsins, ekki bara kjarnastarfseminni, flugvélaiðn- aði. „Þörfin fyrir vöxt er jafnsterk í Food Systems og tækniþjónustu- hlutanum,“ sagði hann við blaðið og staðfesti áhuga félagsins á Marel. Í ljósi þess að forstjórinn hefur með þessum hætti lýst áhuga á því að kaupa Marel er líklegt að félög- in taki fljótlega upp formlegar viðræður. Óvíst er svo hvað út úr þeim kemur, en samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins þykir heldur líklegra að niðurstaðan verði sú að Marel kaupi Stork Food Systems þar sem Stork sé ekki tilbúið að greiða jafnhátt verð fyrir Marel og Marel er tilbúið að reiða af hendi fyrir Stork. Félagið hefur enda nýlokið hlutafjáraukningu gagngert í þeim tilgangi að fara út í frekari fyrirtækjakaup. Á sama tíma og þessi umræða fer fram greinir Financal Times frá því að fjárfestingasjóðirnir Paulson og Centaurus hugleiði að lögsækja framkvæmdastjórn Stork fyrir að fara ekki að vilja meirihlutafundar hluthafa í októ- berbyrjun um að skipta upp félag- inu og selja frá því jaðarstarfsemi. Heimildarmaður blaðsins sem stendur stjórn Stork nærri segir að þar innandyra telji menn sjóð- ina ekki líklega til að fara með sigur af hólmi í slíkum málaferl- um og gætu jafnvel lent í að þurfa að selja hlut sinn í samstæðunni. Verði af samruna Marels og Stork Food Systems, sem metinn hefur verið á um 25 milljarða króna, tvöfaldast Marel að stærð og verður stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði. Núna er Marel meðal fjögurra stærstu, en hvert um sig er með um 8 prósenta markaðs- hlutdeild. Marel og Stork Food Systems eru bæði með um tíu prósenta rekstrarhagnaði (EBIT) af veltu og velta hvort um sig um 300 millj- ónum evra á ári, eða sem nemur um 27 milljörðum íslenskra króna. Þá starfa félögin á ólíkum sviðum matvælavinnslugeirans og því mikil samlegðaráhrif sem hægt væri að ná fram með samruna þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.