Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 72
nám, fróðleikur og vísindi Samtök félags áhugafólks um skólaþróun halda árs- þing sitt í Ingunnarskóla í Reykjavík þann 17. og 18 nóvember þar sem rætt verður um lýðræði í skóla- starfi. Sif Vígþórsdóttir, formaður samtakanna og skólastjóri í Norðlingaskóla, segir að hugmyndir manna um lýðræði og skólastarf séu að breytast. Meira en fimmtíu fyrirlesarar verða á málþinginu sem hefst með skráningu klukkan 13.30 á föstu- daginn. Eiginleg dagskrá byrjar klukkan 14.00. Aðalfyrirlesari þennan fyrri dag verður Gerður G. Óskarsdóttir, en erindi hennar nefnist: Draumurinn um lýðræðis- skóla. „Við ætlum að fjalla um það hvað lýðræði í skólastarfi er. Aðal- lega munum við ræða um áhrif nemenda, foreldra og starfsfólks á skólastarf hér á landi og hversu mikið þetta fólk kemur að stefnu- mörkun þess. Við ætlum að taka það fyrir hvert við stefnum í þess- um efnum,“ segir Sif. Að loknum fyrirlestri Gerðar verða haldnir þrír fyrirlestrar um lýðræði á þremur skólastigum: á leikskóla-, grunnskóla-, og fram- haldsskólastigi. Sif segist vonast til þess að málþingið muni fá þátt- takendur til að brjóta heilann um lýðræði í skólastarfi.“ Á laugardaginn hefst dagskrá- in klukkan 9.30 um morguninn með samræðu stjórnmálamann- anna Illuga Gunnarssonar og Katr- ínar Jakobsdóttur sem munu hugsa upphátt um lýðræði í skóla- starfi. Að samræðunni lokinni verða haldnar málstofur þar sem kynnt verða þróunarverkefni í skólum sem tengjast þema þings- ins. Fjölmargir fyrirlesarar munu taka þátt í málstofunum. Sif segir að skólastarf hafi hing- að til verið mjög bundið af göml- um hefðum og til að mynda hafi ekki tíðkast að börn á grunnskóla- stigi kæmu að því að skipuleggja nám sitt. „Víða er það orðið þannig að nemendur semja námsáætlun fyrir vikuna með kennaranum sínum. Það er hægt að fara alls konar slíkar leiðir til þess að skóla- starf verði gagnvirkara. Börn eru svo frábært fólk að það verður að leyfa þeim að hafa eitthvað að segja um nám sitt,“ segir Sif. Áhugasamir geta skráð sig til þátttöku á málþinginu á vefsíð- unni: http://www.skolathroun.is/. Aukið lýðræði í skólum Rannsakaði talmál ungra Íslendinga Á árunum 2002 til 2005 gerði Hanna Ragnarsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, rann- sókn á tíu erlendum fjölskyldum sem flust hafa hingað til lands. Hún segir að íslenskt samfélag og skólakerfi þurfi að taka mið af aukinni menningarlegri fjöl- breytni í samfélaginu því það hafi breyst mikið á liðnum árum. Hanna segir að ekki megi líta framhjá því að margir skólar hafi gert ýmislegt af sínu eigin frumkvæði til að bregðast við þeirri auknu fjölbreytni sem er orðin einkenni á íslenska skóla- kerfinu með fjölgun innflytj- enda. Hún segir hins vegar að víða sé komið í óefni því kennar- ar hafi ekki fengið mikla þjálfun til að takast á við breyttar aðstæður. „Heildarhugsunin í skólakerfinu þarf að breytast því veruleikinn er orðinn flóknari því menningarlegur bakgrunnur og tungumálakunnátta nemend- anna er ekki jafn einsleit og áður. Þetta er hins vegar ekki vanda- mál, heldur nýtt samfélagslegt verkefni sem við þurfum að tak- ast á við.“ Að mati Hönnu hefur samfé- lagið ákveðnar skyldur gagnvart þessum nemendum því þeir hafi ákveðin mannréttindi sem ekki megi brjóta á. Hún segir að þær fjölskyldur sem hún rannsakaði hafi haft töluverðar væntingar þegar þær fluttu til Íslands en hafi orðið fyrir vissum vonbrigð- um með aðlögun barnanna að skólakerfinu. Fjölbreytnin krefst breytinga Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 -hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.