Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 74
Andmæli við þágufallssýki
heyrast vart meir, þó svo
að sýkin hafi langt í frá
„læknast“. Gísli Sigurðsson
prófessor segir umburðar-
lyndið meira í dag gagnvart
málbreytingum. Við þurf-
um frekar að vera vakandi
yfir því að íslenskan verði
notuð á öllum sviðum mann-
lífsins, en víki ekki fyrir
ensku sem opinbert mál.
Umburðarlyndi í málpólitík hefur
aukist. Það segir að minnsta kosti
Gísli Sigurðsson, rannsóknarpró-
fessor við Stofnun Árna Magnús-
sonar. Í síðari hluta greinar hans,
Íslensk málpólitík, sem birtist í
nýjasta hefti Tímarits Máls og
menningar, segir hann til dæmis;
„Það er líka liðin tíð að norðlenska
harðmælið og raddaði framburð-
urinn séu ótvírætt talin fegurri í
útvarpi en sunnlenska linmælið.
Nú erum við öll jöfn …“
Gísli telur sig til þess hóps sem
hefur lagt fyrir sig málrækt og
málvöndun, en kannast ekki við að
vera málfarsfasisti, spurður um
hvað hafi eiginlega orðið um þá.
„Mikið af þeirri pólitík sem
rekin var, var nokkuð einstreng-
ingsleg. Hún miðaði við að fólk hélt
að það gæti sett ákveðnar reglur
um hvað væri rétt og hvað væri
rangt og haldið því síðan fram með
miklum þunga. Oft var það þannig
að það sem var úrskurðað rangt
féll ágætlega að máltilfinningu
fjölda fólks í landinu sem átti erfitt
með að tengja sig við þessar pred-
ikanir um hvað mætti segja og
hvað ekki.“
Sem dæmi nefnir Gísli að fólk
hafi sagt „komustum“. Svo var
læknir fallbeygður „læknir“ um
„læknir“ í stað „lækni“. Svona tali
enn fjöldi eldra fólks.
Máltilfinning Íslendinga um hvað
sé rétt breytist sífellt. Tvennt er
hægt að nefna sem dæmi. Annars
vegar hin þráláta þágufallssýki
sem íslenskukennarar og málrækt-
arsinnar hafa barist gegn af mikilli
hörku. Hins vegar er tiltölulega ný
breyting sem birtist í nýrri þolm-
ynd. Börnin segja „Það var hrint
mér“ í stað „Mér var hrint“ og
skilja ekki af hverju það er rangt.
Gísli segir málbreytingar eðli-
legar í hverju tungumáli. „Sumt er
bara í munni barna og þau eiga
eftir að læra það sem málsamfé-
lagið telur almennt vera rétt. En
sumt lifir lengur og verður að mál-
tilfinningu fullorðinna. Um leið og
stór hópur fullorðins fólks viður-
kennir eitthvað í málinu, þá er
mjög erfitt að fara að halda því
fram að það sé rangt. Tungumál og
reglur um tungumál eiga að vera
lýsandi um það sem er í raun og
veru lifandi tungutak fólksins sem
kann málið.“
Hvað varðar þágufallssýkina
segir Gísli að tilhneigingin til að
nota þágufall hafi komið fram
strax á 19. öld og sé nú orðin ríkj-
andi. „Við verðum bara að horfast í
augu við það, eins og staðan er
núna, að hvort tveggja er rétt.
„Mér langar til“ er alveg eins rétt
og „mig langar til“. Þetta er rétt í
munni mjög margra. Hann segir að
enn sem komið sé, þá hreinsi yfir-
lesarar einkenni þágufallssýkinn-
ar úr opinberu máli. „En þetta
kemur inn í barnaefni í sjónvarpi
og enginn stoppar það þar. Þannig
að ég held að það sé orðinn það
mikill þungi í þessari breytingu að
innan skamms verða yfirlesarar
líka búnir að kyngja henni.“
Ef slíkar breytingar, sem málfars-
sinnar virtust óttast mest fyrir um
áratug, eru í dag eðlilegar, hver er
þá mesta ógnin sem íslenskan
stendur frammi fyrir? Ensku-
grýlan, segir Gísli.
„Við þurfum að halda uppi öfl-
ugu stofnanakerfi sem grundvall-
ast á því að íslenska sé þjóðtunga í
þessu landi sem við búum í. Það
kemur mikið inn af nýrri tækni og
nýjum umræðuefnum sem fer
fram á ensku.“
Gísli segir hættuna ekki vera að
við hættum einn daginn að tala
íslensku við börnin okkar, eða yfir
kaffinu í spjalli um daginn og veg-
inn. „Hættan er sú að við hættum
að nota íslensku sem hið opinbera
mál sem okkur hefur tekist að
halda í til þessa.“ Íslenskan er mál
menntunar, stjórnmála, lagasetn-
ingar og dægurmenningar. Í dag,
segir Gísli, snýst baráttan um að
halda tungumálinu lifandi á öllum
þessum sviðum, þannig að íslensk-
an sé fullgilt tungumál í samfélagi
heimsins, en ekki minnihlutatungu-
mál.
Stjórnmálamenn í pontu á Alþingi,
mælandi á enska tungu, er kannski
ekki líklegt í náinni framtíð. Né
heldur hljómar það líklega að meg-
inhluti kennslu í grunnskóla fari
fram á ensku. En það þarf ekki að
leita lengi til að finna dæmi þess að
enskan sé að auka vægi sitt á þess-
um tveimur sviðum.
Mikill meirihluti lesefnis í
háskólum er á ensku og boðið er
upp á námskeið sem fram fara á
ensku. Þá bendir Gísli á að um
helmingur tölvunámskeiða fari
fram á því sem kalla má ísl-ensku,
því að enskan sé tungumál tölvunn-
ar. Byrjendur læra að seifa og
dílíta og hvernig hægt sé að vista
skjöl á desktoppinu. Eftir fyrstu
tímana taka nemendur svo við að
koppí og peista. Þegar mikil færni
er fyrir hendi er svo hægt að
dóvnlóda fæla eftir að hafa bráv-
sað á netinu.
Í alþjóðasamstarfi er íslenskan
ekki notuð og mjög kostnaðarsamt
er að þýða öll skjöl og viðhalda
íslensku sem opinberu máli. Gísli
segir að ekkert langt sé í þá kröfu,
þar sem allir skilji ensku hvort eð
er, að tilskipanir vegna Evrópska
efnahagssvæðisins séu bara á
ensku. Með því sparist þýðingar-
kostnaður, en á sama tíma er enska
komin í lagamálið og þar með orðin
hluti af opinberu máli.
„Þar með er eitt vígið fallið.
Eins í dægurmenningunni, þegar
menn eru að framleiða kvikmyndir
eða tónlist. Ef markaðurinn er ekki
bara Ísland er ekkert óeðlilegt að
sú hugmynd komi upp að gera
þetta bara á ensku. Það er ekkert
sem stoppar góða tónlist eða kvik-
mynd í útlöndum, annað en tungu-
málið. Þetta er mjög aðkallandi
vandamál, viljum við stíga þetta
skref, eða viljum við halda þessum
hluta dægurmenningar á okkar
tungumáli.“
Gísli bendir á að tungumálið sé
notað til sköpunar, auk þess að
koma hlutum til skila, eða til að
móta hugsun og tjá hana á íslensku.
Þá sé tungumálið valdatæki, tján-
ingartæki og sterkur hluti sjálfs-
myndar hvers einstaklings. „Það
sem skiptir sköpum fyrir líf
íslenskrar tungu er að við höldum
áfram að nota hana á öllum sviðum
lífsins og að við viljum kosta því
sem til þarf til að það megi verða.“
Mér langar svo að lyfta mér á kreik
Kennararnir Anna Guðrún Júlíusdóttir og Sigríður
Ólafsdóttir eru höfundar Kötlu, kennsluvefjar sem
inniheldur námsefni í íslensku fyrir börn innflytj-
enda. Þær munu kynna vefinn í dagskrá í Reykjavík-
urakademíunni sem hefst klukkan tvö í dag.
Kynninguna á Kötlu ber upp í miðri umræðu um
innflytjendur á Íslandi; tæpri viku eftir að ríkis-
stjórnin samþykkti að veita 100 milljónum króna á
næsta ári í að efla íslenskukennslu í landinu. Kennslu-
vefurinn á að hjálpa börnum innflytjenda að læra
íslensku.
Draumur Önnu Guðrúnar og Sigríðar er að fá
nægilega háan styrk frá ríkinu til að geta gert aðgang
að Kötlu gjaldfrjálsan og opinn öllum, þannig gætu
nemendur sem vilja læra íslensku notað kennsluvef-
inn sér að kostnaðarlausu. Til þess þurfa þær mun
hærri styrk en þær hafa fengið. Hingað til hafa þær
fjármagnað vinnu sína við Kötlu með því að selja 34
skólum aðgang að honum gegn vægu gjaldi.
Kennsluefnið á Kötlu hentar börnum í öllum ald-
urshópum og er meðal annars ætlað að auðvelda
börnum innflytjenda að sigrast á hjalla sem rann-
sóknir frá mörgum löndum benda til að þeir eigi erf-
itt með að komast yfir. „Rannsóknirnar sýna að orða-
forði barna innflytjenda staðnar gjarnan við 8.000
orðin, sem samsvarar meðalorðaforða barna á mið-
stigi grunnskólans. Þetta er ástæðan fyrir því að
þessi börn hætta oft í skóla,“ segir Anna Guðrún. Sig-
Katla er kennslutæki
fyrir börn innflytjenda
ríður bætir því við að börn lendi oft á þessum
þröskuldi þegar þau eru níu eða tíu ára.
Við verðum bara að
horfast í augu við
það, eins og staðan er núna,
að hvort tveggja er rétt. „Mér
langar til“ er alveg eins rétt og
„mig langar til“.