Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 35
Skilaði fjórum | Hagnaður
Icelandair Group nam rúmum
þremur milljörðum króna fyrir
skatta á þriðja ársfjórðungi og
tæpum fjórum milljörðum króna
fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum
ársins.
Batnandi rekstur | Árvakur,
útgáfufélag Morgunblaðsins, lauk
við sölu á nýju hlutafé fyrir hálfan
milljarð króna. Rekstur félagsins
það sem af er ári er nú betri en í
fyrra þegar það tapaði 187 millj-
ónum króna.
Selja Daybreak | Stjórn
Dagsbrúnar hyggst selja meiri-
hluta hlutafjár í Daybreak
Acquisitions Ltd. Stjórnin gerir
ráð fyrir 1,5 milljarða varúðar-
færslu vegna eignarhlutar félags-
ins í Daybreak.
Dagsbrún öll | Dagsbrún hefur
verið skipt upp í tvö skráð rekstr-
arfélög, 365 á sviði fjölmiðla og
afþreyingar og Teymi á sviði upp-
lýsingatækni og fjarskipta. Jón
Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórn-
arformaður 365.
Eigendur sameinast | Eigendur
Olíufélagsins hf. og Bílanausts hf.
hafa ákveðið að sameina rekstur
félaganna snemma á næsta ári.
Bæði félögin eru í fullri eigu BNT
hf. Um sjö hundruð manns vinna
hjá fyrirtækjunum.
Vilja Marel | Hollenska fyrir-
tækjasamstæðan Stork hefur lýst
yfir eindregnum áhuga á að eign-
ast Marel. Félögin hafa hingað til
einungis átt í óformlegum viðræð-
um og vill hvor um sig eignast
hinn.
Ticket styrkist | Sænska ferða-
skrifstofukeðjan Ticket, sem er að
fjórðungshluta í eigu Fons, hefur
samið um kaup á 75 prósentum
hlutafjár í MZ Travel, sænskri
ferðaskrifstofukeðju sem sérhæf-
ir sig í viðskiptaferðum.
SÍA
Effie-verðlaunin
í annað sinn
14
Dagsbrún og Avion
Ris og fall tveggja
viðskiptamódela
8
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
F R É T T I R V I K U N N A R
Samfélagsleg
stefna fyrirtækja
Ábyrgð eða
auglýsing?
10-11
L á n s h æ f i s m a t s f y r i r t æ k i n
Moody´s Investors Service, Fitch
Ratings og Standard & Poor´s gáfu
í gær nýrri skuldabréfaútgáfu
ríkissjóðs Íslands til fimm ára
upp á einn milljarð evra einkunn
í samræmi við fyrra hæfismat
fyrirtækjanna á erlendum skuld-
bindingum ríkissjóðs. Moody´s
gefur einkunnina Aaa, en Fitch
og Standard & Poor´s einkunnina
AA-. Skuldabréfaútgáfan er ein-
vörðungu til að styrkja gjaldeyris-
forða Seðlabanka Íslands og með
gjalddaga í desember 2011.
Í greinargerð Moodys eru
horfur fyrir hæfismatið sagðar
stöðugar. Þegar Fitch mat láns-
hæfi ríkissjóðs fyrr í mánuðinum
voru horfur fyrir matið sagðar
neikvæðar og stendur sú skoðun
enn. Sömuleiðis segir Standard &
Poor´s horfur neikvæðar.
Í mati Vincents J. Truglia
og Joan Feldbaum-Vidra, sér-
fræðinga Moody´s, er bent á að
skuldir ríkisins séu mjög litlar.
„Ríkisstjórnin telur mikilvægt að
styrkja lausafjárstöðu landsins til
að það sé betur í stakk búið til að
takast á við áföll, sér í lagi vegna
viðskiptahalla þjóðarinnar sem
hafi verið ört vaxandi og þá sér-
staklega með tilliti til skulda bank-
anna,“ segir Feldbaum-Vidra, en
bendir um leið á að bankarnir hafi
þegar að fullu fjármagnað skuld-
bindingar sem til falla á næsta ári
vegna fjármögnunar þeirra. Fitch
segir enn að virðist nokkuð í land í
að jafnvægi náist í hagkerfinu og
það þrátt fyrir að bankarnir hafi
nýverið tekið fjármögnun sína
fastari tökum, en þar sem skuld-
ir þeirra nemi 90 prósentum af
heildarskuldum þjóðarinnar hafi
það skipt verulegu máli. Bent er á
að hátt vaxtastig hafi enn ekki náð
að hægja að marki á einkaneyslu
og fjárfestingu. Þótt landið standi
á margan hátt vel, skuldsetning
hafi að miklu leyti farið í arðbæra
erlenda fjárfestingu og tekjur á
mann séu háar, þá segir í mati
Fitch að tíminn verði að leiða í
ljós hvernig spilast úr ójafnvægi í
hagkerfinu. - óká
Óbreytt mat á ríkisskuldabréf
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Uppi eru efasemdir um að forsendur þær sem
Ríkisendurskoðun gaf sér varðandi áhættustýringu
Íbúðalánasjóðs fái staðist. Í byrjun mánaðarins sagði
Ríkisendurskoðun áhættustýringuna vera viðunandi
og ólíklegt að reyni á ríkisábyrgðir vegna sjóðsins.
Samkvæmt heimildum Markaðarins urðu nokkrar
deilur í sérfræðinganefndinni sem Ríkisendurskoðun
fékk til að fjalla um áhættustýringu sjóðsins og
gengu þær svo langt að hluti nefndarmanna neitaði
að skrifa undir skýrslu þá sem skila átti til félags-
og fjármálaráðuneytis nema að í hana yrði settur
fyrirvari um að matið byggði á þeirri forsendu að
sjóðurinn gæti ávallt brugðist við uppgreiðslum lána
með því að endurlána eða fjárfesta á betri kjörum.
„Hér er um mjög afgerandi forsendu að ræða og
erfitt að meta líkurnar á að hún standist,“ segir í
álitinu sem skilað var til ráðherra. „Hafi sjóðurinn
ekki færi á að endurfjárfesta innborguðu fé vegna
uppgreiðslna útlána eða endurfjárfestir það með
marktækt minni vaxtaviðbót en verið hefur þá
eykst verulega hættan á að endar nái ekki saman á
einhverjum tímapunkti.“
Greiningardeild Kaupþings banka veltir sérstak-
lega fyrir sér þeim fyrirvörum sem koma fram
hjá Ríkisendurskoðun varðandi endurfjárfesting-
aráhættu sjóðsins. „Ef langtímaraunvextir lækka
talsvert frá núverandi gildi gætu forsendur breyst
töluvert varðandi endurfjármögnun sjóðsins,“ segir
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar
bankans. „Þegar sjóðurinn skipti úr húsbréfum í
íbúðabréf gaf hann út óafturkallanlega skuldabréfa-
flokka sem eru bundnir við 4,75 prósenta vexti. Af
þeim sökum gæti almenn lækkun raunvaxta hér leitt
til þess að uppgreiðslur myndu aukast á nýjan leik
og afskaplega erfitt verður að finna greiðsluflæði á
móti útistandandi bréfum í lægra vaxtaumhverfi.“
Ásgeir segir hins vegar ólíklegt að vaxtamunur
við útlönd verði áfram jafnmikill og verið hefur, fyr-
irséð sé lækkun stýrivaxta hér og svo sé náttúrlega
aldrei að vita hvað hér gerist síðar meir í gjaldeyr-
ismálum, svo sem hvað varði upptöku evrunnar. Þá
kunni breytingar á borð við niðurfellingu á stimpil-
gjaldi að gera húsnæðislán mun hreyfanlegri og ýta
undir uppgreiðslur hjá öllum fjármálastofnum, þar
með talið Íbúðalánasjóði.
Jóhann G. Jóhannsson, sviðsstjóri fjármálasviðs
Íbúðalánasjóðs, segir forsendur Ríkisendurskoðunar
standast, enda vegi uppgreiðsluþóknun á stærstum
hluta bréfa sjóðsins á móti mun á eigin útlánum
sjóðsins og ríkistryggðum vöxtum hverju sinni.
Hann bendir á að í álitinu hafi einnig verið aðrar
varfærnar forsendur svo sem um að Íbúðalánasjóður
myndi ekki stækka. „En í dag er hann að stækka,“
segir hann og bendir á að eins og staðan sé í dag
hagnist sjóðurinn á uppgreiðslum.
Jónann segir lítið eftir af óafturkræfum skulda-
bréfaflokkum á 4,75 prósenta vöxtum. „Þar erum
við búin að fá svo mikla uppgreiðslu, en þetta ligg-
ur í húsbréfunum. Líftími þeirra er mjög stuttur
þannig að þetta hefur ekki mikil áhrif,“ segir hann
og skýtur á að af heildarútlánum sjóðsins upp á 400
milljarða, séu um 100 milljarðar sem falli í þann
flokk.
Neituðu að undirrita
Sérfræðingar Ríkisendurskoðunar neituðu að skrifa undir
skýrslu um Íbúðalánasjóð nema að settur yrði fyrirvari.
Baugur hefur til skoðunar þátt-
töku í kaupum á spítalabygging-
um í Bretlandi. Byggingarnar
hýsa spítalakeðju sem er í eigu
fjárfestingarsjóðsins Apax og
fleiri fjárfesta.
Baugur fjárfesti á sínum tíma
í fasteignasjóði undir forystu
Nick Leslau sem sá meðal ann-
ars um kaup á fasteignum Big
Food Group. Ekki er um að ræða
kaup á Spítalakeðjunni sjálfri
heldur fasteignum hennar. Aðrir
fjárfestar í hugsanlegum fast-
eignakaupum eru Tom Hunter og
HBOS bankinn.
Baugur hefur leitt verkefni
með þessum fjárfestum í smá-
söluverslun og tekið þátt í öðrum
verkefnum sem leidd hafa verið
af þessum fjárfestum, meðal
annars í fasteignakaupum. - hh
Baugur
skoðar spítala-
fasteignir
Markaðsvirði 365 hf. hélt áfram
að lækka hratt á öðrum við-
skiptadegi í sögu félagsins eftir
að Dagsbrún var skipt upp í 365
og Teymi.
Rétt fyrir lokun markaða í
gær nam heildarlækkun á virði
félagsins um 2,5 milljörðum
króna frá því á föstudaginn. Þetta
var um sautján prósenta lækkun
á gengi félagsins á sama tíma.
Stóð hluturinn í 3,81 krónu
rétt fyrir lokun markaða.
Upplýsingatækni- og fjar-
skiptafélagið Teymi hafði hins
vegar lækkað töluvert minna
frá uppstokkun Dagsbrúnar, eða
um 400 milljónir króna, á sama
tíma. Markaðsvirði Teymis og
365 hafa því verið að nálgast
hvort annað en 365 var metið á 55
prósent af heildinni við skiptingu
Dagsbrúnar. Nú munar um 400
milljónum króna á félögunum,
samanborið við 2,5 milljarða mun
við skiptinguna á föstudaginn.
365 er útgáfufélag
Markaðarins. - eþa / sjá bls. 8
365 lækkar
áfram
in útgjöld íslenskra
a á borð við íþrótta-,
menningarmál heyrist
amfélagslega ábyrgð
sótta ráðstefnu sem
ík stóð fyrir í sam-
annatengsl í síðustu
enn glæðst. Af máli
am komu þar mátti
reyttra viðhorfa um
í samfélaginu. Þau
æli skyldu sína að vera
ar og leggja góðum
m lið og bæta þannig
élag sem þau starfa í.
nar vikur hafa margir
t í þessari umræðu.
sé að festast í sessi að stjórnendur álíti
það samfélagslega jákvætt að vera með
skilgreinda starfsmannastefnu. Styrkir til
æki setja
kmið
að
-
m-
ir
myndina um
ga ábyrgð
m,
t-
tir
starfsemi í
y g g ý g