Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 42

Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 42
MARKAÐURINN 22. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR8 Útrás íslenskra fyrirtækja hefur ekki verið ein samfelld sigurganga. Tvö félög hafa lagt árar í bát með því að umbylta við- skiptamódeli sínu í þá átt að einfalda rekst- urinn, létta á skuldum og einbeita sér að því sem vel gengur. Þetta eru annars vegar Avion Group og hins vegar Dagsbrún sem hefur verið skipt í 365 og Teymi. FLÓKIÐ FÉLAG Avion var stofnað í ársbyrjun 2005 með það að markmiði að vera öflugt fjárfestingar- félag á sviði flutningastarfsemi. Félagið var byggt upp á þremur meginstoðum: Ferðaþjónustu og leiguflugi, leigu á flug- vélum til annarra flugfélaga í gegnum Air Atlanta Icelandic og flutningastarfsemi í gegnum Eimskip. Félagið fór í gegnum vel heppnað hlutafjárútboð í desember fyrir ári þar sem söfnuðust tíu milljarðar króna en fjárfestar óskuðu eftir 100 milljörðum króna. Það var skráð í janúar á útboðs- genginu 38,3 og hækkaði á fyrstu dögun- um eftir skráningu. Svo fór að halla undan fæti. Fjárfestar misstu fljótt trúna, virtust ekki skilja fyllilega flókinn rekstur með flugvélar og leiguflugstarfsemi og afkoma félagsins var undir væntingum sem árs- tíðabundinn rekstur gat ekki skýrt einn og sér. Gengið fór niður fyrir 30 þegar Björgólfsfeðgar og meðfjárfestar í Gretti hófu að kaupa bréf í Avion á haustdögum með það í huga að taka þátt í breytingum á félaginu. Á dögunum kom síðan sú tilkynning að helmingshlutur hefði verið seldur í Avion Aircraft Trading, eins og við var búist. Stóru tíðindin þóttu hins vegar þau að ferðaþjónustuhlutinn XL Leisure Group var seldur í heilu lagi. Söluhagnaður nam tíu milljörðum króna sem verður nýttur til niðurgreiðslu skulda og nýrra verkefna. Stuttri sögu Avions er því lokið. EIMSKIP VERÐI BARA EIMSKIP Endalok Avions í núverandi mynd koma Jónasi Gauta Friðþjófssyni, sérfræðingi hjá Greiningu Glitnis, spánskt fyrir sjón- ir, enda er hér um að ræða félag sem hefur verið kosið framsæknasta fyrirtæki Evrópu tvö ár í röð. „Það sem kemur mér mest á óvart var að stjórnendur félagsins skorti þolinmæði til að fara lengra með þetta viðskiptamódel. Ófyrirséð atvik geta alltaf komið upp eins og hitabylgja, sveifl- ur í gengi gjaldmiðla og á olíuverði sem og önnur skakkaföll. Það á samt sem áður ekki að þýða að viðskiptamódelið sé þar með úrelt.“ Jónas er heldur ekki sannfærður um að það hafi verið sigur af hálfu félags- ins að selja eignir með miklum hagnaði. „Þetta er ekki hefðbundin leið til að inn- leysa hagnað. Viðskiptalíkan Avion sneri að uppbyggingu rekstrarfélaga á þessum þremur grunnstoðum. Þetta er eins og að Exista færi að selja Lýsingu og bæri fyrir sig óvæntum áföllum. En greinilegt er að stjórnendur misstu þolinmæðina til að halda áfram á fyrri leið eftir að fjárfestar sýndu minnkandi áhuga á félaginu. Að mínu mati er helsta ástæða þess að erfitt var fyrir leikmenn að gera sér grein fyrir stöðu og þróun rekstrarins enda marg- slunginn.“ Þar á Jónas við að hluthafar í Avion Group breyttu nafni félagsins í Hf. Eimskipafélag Íslands á hluthafafundi í gær. Eftir að félagið seldi stóra eignar- hluti eins og áður sagði eru um 80 prósent af veltu félagsins í Eimskipaarminum. Og Eimskip mun vaxa hratt áfram ef marka má miklar fjárfestingar flutningafélags- ins á síðustu vikum og mánuðum. „Mér sýnist að þetta sé rökrétt framhald á því sem hefur verið að gerast, að ein- beita sér að uppbyggingu Eimskips. Það er líklegt að fyrr en síðar muni stjórnendur samstæðunnar selja þær eignir sem tengj- ast flugvélastarfsemi og nýta þá fjármuni til frekari uppbyggingar Eimskips,“ segir Jónas og á þar við Air Atlanta Icelandic og 49 prósenta hlut í Avion Aircraft Trading. Fyrir hluthafa á Íslandi þá eru skiptin á Avion í Eimskip ekki alslæm tíðindi að mati Jónasar. Hér fá menn rekstrarfélag sem þeir kannast við og vita hvað stendur fyrir. PYRRHOSARSIGUR DAGSBRÚNAR Dagsbrún óx hratt á fyrstu mánuðum ársins eftir talsverðan vöxt á innlendum fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði árið 2005. Útrás Dagsbrúnar á þessu ári hófst með kaupum á Securitas og Senu og í mars rann mikið fjárfestingaræði á stjórnend- ur félagsins þegar Kögun og Wyndeham bættust við hópinn auk þess sem ráðist var í stofnun fríblaðaútgáfu í Danmörku. Þarna var meðal annars farið út fyrir hefðbundið rekstrarform og sótt inn á svið upplýsingatækni og fjarskipta og afþrey- ingar í auknum mæli. Fjárfestingar þessar gátu varla verið á verri tíma en þær komu um það leyti er krónan tók að falla. Efnahagsreikningur félagsins bólgnaði hratt út með mikilli skuldsetningu sem reyndist þungbær þegar háir íslenskir vextir og gengisfall krónunnar tóku að bíta í af fullum þunga. Kögunarkaupin virtust í fyrstu vera snjall leikur Dagsbrúnarmanna þegar þeir hrifs- uðu Kögun fyrir framan nefið á Símanum og Existu. Síðar kom í ljós að þetta var Pyrrhosarsigur þegar rekstur Kögunar kom ekki til með að standa undir háum verðmiða og skuldsettum kaupum. Á sama tíma fór Dagsbrún út í tíu milljarða króna yfirtöku á breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham sem greitt var með lánsfé. STÖKKPALLUR INN Í BRETLAND Um kaupin á Wyndeham hafði Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, þetta að segja: „Tilboðið í Wyndeham er jákvætt skref fyrir Dagsbrún af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi er Wyndeham góð fjárfesting í ljósi langr- ar sögu af arðsemi og vexti. Fyrirtækið hefur leiðandi stöðu á markaði meðal annars vegna góðra viðskiptatengsla við meirihluta tímaritaútgefanda í Bretlandi. Í öðru lagi fellur Wyndeham mjög vel að starfsemi Dagsbrúnar og munu kaupin færa Dagsbrún ýmsan ávinning, meðal annars áhættudreifingu sem felur í sér að hluti af tekjum Dagsbrúnar mun nú koma erlendis frá. Í þriðja lagi, munu kaupin veita okkur sterka fótfestu í Bretlandi, þar sem við munum geta þróað enn frekar starfsemi félagsins.“ Átta mánuðum síðar hafði Dagsbrún fært niður eignarhlut sinn í móðurfélagi Wyndeham um einn og hálfan milljarð og er nú stefnt að því að selja allan eignarhlut- inn þar sem rekstraráætlanir sem gerðar voru við kaupin munu tæpast standa. Er mikilli samkeppni og samþjöppun meðal breska prentfyrirtækja kennt um, en ætla má að með þessari aðgerð sé verið að létta á skuldahala 365 hf. Greiningardeild Landsbankans þykir þessi skýring stjórn- enda Dagsbrúnar sérkennileg í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðnum hefur verið mjög erfitt í heilan áratug. ÞRAUT ÞOLINMÆÐI Grétar Már Axelsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, hefur fylgst náið með útrás Dagsbrúnar á árinu. Hann segir að bitbein Dagsbrúnar hafi verið vaxtastefna félagsins og sú mikla skuldsetning sem henni fylgdi. Fjárfest hafi verið í félögum sem mynduðu þrjár rekstrarstoðir og áttu að skila samlegð og auknum slagkrafti samstæðunnar. Það hafi ekki gengið eftir. „Það vekur athygli hversu skörulega er gengið til verks við að skipta upp félaginu og selja frá því nýkeyptar einingar eins og Wyndeham sem hefur verið hluti af sam- stæðunni í aðeins sex mánuði. Það ligg- ur því uppi að vaxtastefnunni var fylgt eftir af meira kappi en forsjálni. Hins vegar sýna eigendur fyrirtækisins fram á hversu fljótir þeir eru að taka ákvarðanir ef hlutirnir eru ekki að skila sér.“ Grétar telur freistandi að ætla að stjórnendur gömlu Dagsbrúnar hafi kynnt nauðsynlegar gjaldfærslur og afskriftir í afkomuviðvörun sem gefin var út á dög- unum. Hann bendir þó á að miklar óefnis- legar eignir eru enn eftir í 365 og Teymi og tíminn einn eigi eftir að leiða það í ljós hvort þær standi undir sér. Hann telur jafnframt að fróðlegt verði að fylgjast með áframhaldinu hjá félögun- um en því megi ekki gleyma að Dagsbrún hafi farnast nokkuð vel á meðan það starf- aði eingöngu á heimamarkaði. Núverandi áætlanir 365 geri ráð fyrir átta til tíu prósenta innri vexti á innanlandsmarkaði á ári en miðað við markaðinn, sem félagið starfi á, þá megi ætla að þær áætlanir séu í hærra lagi. Næstu skref stjórnenda 365 og Teymis hljóta að vera þau að ná utan um núverandi rekstur áður en hugað verður að ytri vexti á nýjan leik. „Saga Dagsbrúnar á þessu ári er sönnun þess að metnaðarfull vaxtarplön eru ekki ávísun á hækkun hlutabréfaverðs.“ Ris og fall tveggja viðskiptamódela Útrás Avion Group og Dagsbrúnar er lærdómsrík lexía um að ekki séu allar ferðir íslensku vík- inganna til frama, hvað þá fjár. Félögin byggðu upp einstök viðskiptamódel sem féllu hratt þegar ýmis áföll skullu yfir. Menn spyrja sig hvort stjórnendur félaganna hefðu mátt sýna hugarfóstrum sínum meiri biðlund. Eggert Þór Aðalsteinsson leit yfir farinn veg og ræddi við tvo sérfræðinga. PENINGAMARKAÐSSJÓÐURINN 14,1% ávöxtun575 4400 www.vsp.is Engin kaup- eða söluþóknun Peningamarkaðssjóðurinn er rekinn af Rekstrarfélagi Sparisjóðanna hf. Verðbréfaþjónusta Sparisjóðanna hf. er vörsluaðili sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem starfar skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarsjóður telst vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjóðs er m.a. fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu og útdrætti útboðslýsingar sem hægt er að nálgast á www.vsp.is F í t o n / S Í A
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.