Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 68

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 68
MARKAÐURINN Bandaríski hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman lést í heimaborg sinni San Francisco í Bandaríkjunum á fimmtudag í síðustu viku af völdum hjartabilunar, 94 ára að aldri. Friedman var einarð- ur fylgismaður frjálshyggju og markaðshyggju og ráðgjafi fjölda ráðamanna á hægri væng stjórnmálanna um árabil. Á meðal þeirra voru Ronald Reagan og Richard Nixon, fyrrum for- setar Bandaríkjanna, Margrét Thatcher, forsætisráðherra Breta, og Augusto Pinochet, einræðisherra Chile. Friedman kom hingað til lands árið 1984 í boði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, og kom hann að máli við íslenska ráðamenn og fræðimenn. VERKAMANNASONURINN Milton Friedman fæddist í Brooklynhverfinu í New York í Bandaríkjunum hinn 31. júlí árið 1912. Foreldrar hans voru af gyð- ingaættum sem flust höfðu frá vesturhluta Úkraínu sem liggur við landamæri Ungverjalands, og töldust til verkafólks í stór- borginni. Hann útskrifaðist frá Rutger University með gráðu í hagfræði árið 1932 og meistaragráðu í sömu fræðum frá Chicago University ári síðar. Friedman varð fyrir miklum áhrifum af nokkrum prófessor- um í hagfræði við háskólann, sér í lagi af kenningum kanad- íska hagfræðingsins Jacob Viner en ekki síður Frank Hyneman Knight, sem samnefnd kenning í hagfræði er nefnd eftir. Þá var Knight jafnframt upphafsmaður Chicago-hagfræðinganna svo- nefndu og einn af stofnendum alþjóðlegs málfundafélags frjáls- hyggjumanna sem nefnist Mont Pèlerin Society. Í þeim félags- skap var Milton Friedman stofn- félagi. Knight þessi var hvað þekkt- astur fyrir doktorsritgerð sína og síðar bók, „Risk, Uncertainty and Profit“, sem út kom árið 1921. Í bókinni gerði Knight greinarmun á áhættu og óvissu og hélt því fram, að gróði myndi óvissunnar vegna aldrei eyðast upp í frjálsri og fullkominni samkeppni. Segja má að Milton Friedman hafi fund- ið sitthvað í pokahorni Knights, sem dugði honum til lífstíðar auk þess sem kenningar breska hag- fræðingsins Adams Smith reynd- ust honum góður fararskjóti. Milton Friedman giftist konu sinni Rose, sem er tæpum tveim- ur árum eldri en hann, árið 1938. Þau eignuðust tvö börn, son og dóttur en sonur þeirra hjóna, David, hefur mikinn áhuga á íslenskum fornbókmenntum og minntist föður síns með 77. vísu gestaþáttar Hávamála á blogg- síðu sinni að Milton gengnum. Samlíf þeirra Miltons Friedmans og Rose náði langt út fyrir veggi heimilisins en auk þess að skrifa saman nokkrar af þeim tugum bóka sem liggja eftir Friedman voru þau í forsvari fyrir stofnun í þeirra nafni. FRÆÐIMAÐURINN Að námi loknu hóf Milton Friedman störf hjá bandaríska ríkinu. Þar komst hann í kynni við stjórn ríkisins af verðlags- málum og aðra stjórn hins opin- bera í peningamálum, sem hann setti sig oft upp á móti. Mun hann meðal annars hafa sagt að kreppan mikla á þriðja ára- tug síðustu aldar væri afleiðing lélegrar fjármálastjórnunar hins opinbera. Eftir störf hjá hinu opinbera lagði Milton Friedman lagði fyrir sig háskólakennslu og varði lung- anum af ferli sínum sem próf- essor í hagfræði við University of Chicago. Þar setti hann fram sína þekktustu kenningu um peningamagnskenninguna, sem felur í sér, að verðlag sé háð því peningamagni sem er í umferð hverju sinni og landsfram- leiðslu. Verðbólga er samkvæmt Friedman runnin undan því að peningamagn í umferð eykst hraðar en landsframleiðsla og er einfaldasta ráðið gegn verð- bólgu að stöðva peningaprentun, að hans mati. Aðalatriðið er að ríkið láti sér nægja að framleiða trausta pen- inga, halda verðlagi stöðugu og treysti á sjálfstýringarmátt hins frjálsa markaðar. HLÝTUR NÓBELSVERÐLAUN Friedman, sem hlaut doktors- gráðu í hagfræði frá Columbia University árið 1946, skrifaði tugi bóka á ferli sínum og skrif- aði fasta dálka um efnahagsmál í bandaríska vikuritið Newsweek árið 1975 undir yfirskriftinni: Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Auk þessa stýrði hann í samstarfi við eiginkonu sína sjón- varpsþáttunum Free to Choose á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS en þeir voru sýndir við mikl- ar vinsældir víða um heim. Kenningar Friedmans slógu svo að segja í gegn á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og leitu helstu leiðtogar heims ráða hjá honum. Þar á meðal voru for- setar Bandaríkjanna, Thatcher og Pinochet, einræðisherra Chile, sem fékk Friedman ásamt fleiri hagfræðingum til að gerbreytta atvinnulífi landsins, selja ríkis- fyrirtæki og lækka skatta svo eitthvað sé nefnt. Fyrir störf sín, kenningar í hagfræði og áhrif á efnahags- stjórn stjórþjóða hlaut Friedman svo Nóbelsverðlaun árið 1976. 22. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Ekkert er ókeypis: Eftirmæli Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði Bandaríski hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman lést í síðustu viku á tíræðisaldri. Friedman lifði á miklu breytingaskeiði á síðustu öld sem náði yfir tvær heimsstyrjald- ir, heimskreppu og ógnarhraða upplýsingabyltingarinnar. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit yfir feril hagfræðingsins, sem sagði hádegisverðinn aldrei ókeypis. Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003 um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingar- sjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. Ávöxtun í dollurum K a u p t h i n g L i q u i d i t y F u n d s Kynntu flér kosti Peningamarka›ssjó›a KB banka í ISK, USD og EUR 5,5%*5,6%* ávöxtun í evrum ávöxtun í dollurum *Nafnávöxtun í EUR og USD á ársgrundvelli fyrir tímabili› 29/9/06 - 31/10/06.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.