Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 18

Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hæsta jólatréð Kosið um álver Smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu hélt sína árlegu smalahundakeppni á dögunum. Að þessu sinni var keppnin haldin í Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi og tókst vel. Ellefu hundar tóku þátt í keppninni og dómari var María Dóra Þórarinsdóttir frá Morastöðum í Kjós. Í fyrsta sæti í A-flokki var hundurinn Vaskur, en eigandi hans er Svanur Guð- mundsson frá Dalsmynni í Borgarfirði. „Í A-flokki eru hundar sem eru komnir lengra, hafa hlotið 50 stig eða meira,“ segir Svanur. „Brautin er lengri og þrautirnar erfiðari. Vaskur hefur áður staðið sig vel, varð til dæmis í öðru sæti á landsmót- inu sem var haldið í haust. Nú fór hann brautina á 76 stigum af 100 mögulegum. Vaskur er sex ára og mjög góður smalahundur. Það má senda hann hvert sem er og hann leysir öll verkefni. Hann er border-collie eins og langflestir hundarnir sem taka þátt í svona keppnum.“ Svanur segir mikið af góðum smalahundum á land- inu en margir taka aldrei taka þátt í smalahunda- keppnum. „Nei, eigendurnir kveinka sér við að taka þátt í svona, enda eru þrautirnar fjölbreyttari en þær sem hundarnir eru vanalega að fást við.“ En hvað fékk svo Vaskur fyrir sigurinn? „Við feng- um bikar en hann fékk svo klapp og knús,“ segir Svanur. „Ég hef hvorki séð mús né slóð eftir mús í haust. Mér datt aldrei í hug að ég myndi lifa það en svo er nú komið,“ segir Haraldur Þórarinsson, bifvélavirkja- meistari og fyrrverandi fréttaritari, frá Kvistási í Kelduhverfi. Í kvikmyndinni Groundhog Day var múrmeldýrið Punxsutawney Phil notað til að segja til um hvort vetri væri lokið eða ekki. Var hún byggð á raunverulegri hefð frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, þar sem sagt er að ef dýrið sjái eigin skugga og hverfi aftur ofan í holu verði vetur í sex vikur í við- bót, annars er von á að vorið komi brátt. Samkvæmt gamalli hefð frá Norðurlandi er íslenska hagamús- in ekki minna sannspá, og getur sagt til um hvort komandi vetur verði harður. „Þegar þær grafa sig inn í þúfur snúa þær holunni úr vindátt. Snúi holan í suður kemur vindurinn að norðan, en komi hann að norðvest- an er það beint frá Grænlandsjökli og er þá von á kulda,“ segir Har- aldur. Hann er búinn að ferðast um landið undanfarnar tvær vikur í músaleit, en segir nánast ekkert af músum neins staðar. „Mér fannst skrýtið að sveit- ungar mínir voru búnir að fara í göngur og enginn hafði séð músa- slóð. Ég talaði við bílstjóra á Reyð- arfirði sem sagðist ekki hafa séð eina einustu mús á leiðinni frá Höfn. Á Ísafirði var maður sem notaði þrjár vatnsfötur sem gildru og losaði þær einu sinni á dag, en segist lítið hafa þurft að losa í ár.“ Haraldur hefur einnig haft sam- band við fræðimenn. „Ólafur Karl Nielsen fuglafræð- ingur hefur hafnað þeirri kenningu minni að fýllinn hafi étið þær. En Páll Hersteinsson líffræðingur kemur heim frá Svíþjóð í mánaðar- lok og ég hlakka til að heyra hvað hans álit verður.“ Of snemmt er þó að álykta að mýsnar hafi yfirgefið sökkvandi skip. Þorvaldur Björnsson hjá Náttúrufræðistofnun segir: „Það ber minna á þeim í kulda, þær grafa sig ofan í jörðina með fóður en drepast ef þær eru minna undirbúnar. Þær geta farið á ferð ef þiðnar.“ Hann segir engar nákvæmar talningar vera gerðar um músafjölda hérlendis. En hvernig kemur áhugi Har- aldar á músum til? „Út í svona fara ekki nema stórtruflaðir menn,“ segir hann sposkur, en bætir við: „Margur maðurinn mætti vera sæll ef hann hefði hundsvit. Ég hef séð fé og hunda finna það á sér áður en jarðskjálfti verður. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við manneskj- urnar höfum eyðilagt þennan hæfi- leika með tíð og tíma, aparnir hafa ef til vill verið vitrari.“ Og er þar kannski kominn skýringin á hinu óræða sjötta skilningarviti? Fáar mýs á ferli Rjúpan fær frið í skítaveðri www.openhand.is Með OpenHand hefur þú fullan að- gang að tölvupósti og getur auk þess skoðað og uppfært önnur skjöl með farsímanum þínum. Ekki þarf sérframleitt tæki, heldur virkar OpenHand á snjallsímum helstu framleiðenda. Fáðu nánari upplýsingar um Open- Hand á www.openhand.is. „Ég þarf ekki lengur að taka ferðatölvuna með mér, hef allt í símanum; tölvu- póstinn, dagbókina, tengiliði og fleira.“ Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi „Lausnin er einföld, eitt tæki fyrir allar þarfir.“ Hafsteinn Ingibjörnsson, Danól P I P A R • S ÍA • 6 06 51 Íslenskt hugvit – alþjóðleg lausn EITT TÆKI ALLAR UPPLÝSINGAR! ÖRUGGARA • ÓDÝRARA • SVEIGJANLEGRA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.