Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 70
1,5 161,6 30,9%B A N K A H Ó L F I Ð
„Auðveldara en ég hélt“
Me› flátttöku á E*TRADE í gegnum Landsbankann b‡›st einstaklingum möguleiki á
a› n‡ta sér beint og millili›alaust áhugaver› fjárfestingartækifæri.
Kynntu flér máli› á landsbanki.is e›a hringdu í síma 410 4000.
Þegar fyrirtæki eru keypt er
gjarnan bent á að hagræðing
náist fram með samlegðar-
áhrifum. Erfitt er að sjá slíkt
fyrir sér í kaupum Björgólfs
Guðmundssonar og Eggerts
Magnússonar á West Ham.
Reyndar liggja þar einhverjir
möguleikar á að selja lands-
svæði í framtíðinni. Hins vegar
benti ágætur maður á að meiri
samlegð gæti fengist af því að
kaupa Newcastle fyrir Björgólf.
Þar myndi opnast möguleiki á að
nýta búningana og jafnvel leik-
menn. Newcastle er í KR bún-
ingum og lítil skörun er á milli
leiktímabila hér og þar, þannig
að þarna næðist fram samlegð í
notkun leikmanna og búninga.
Meiri samlegð
af Newcastle
Margir áhugaverðir fyrirlesarar
tóku til máls á málþingi um sam-
félagslega ábyrgð fyrirtækja
í síðustu viku. Meðal þeirra
var Jón Sigurðsson, forstjóri
Össurar, sem sagði samfélagsleg
gildi og hámarksarðsemi ekki
endilega andstæður. Á endanum
snerist þetta bara um „að vera
góður strákur“.
Síðastur í pontuna fyrir pall-
borðsumræður var Bjarni
Ármannsson, forstjóri Glitnis.
Þótti honum það heldur aumt
hlutskipti. Fullyrti hann að ef
hann hefði sjálfur skipulagt ráð-
stefnuna hefði hann sleppt því
að bjóða sjálfum sér. Líkti hann
líðan sinni við líðan sjöunda
eiginmanns Elizabeth Taylor á
brúðkaupsnóttina. „Ég veit vel
hvað ég er að gera hérna, ég
er bara ekki svo viss um að
þið séuð neitt sérstaklega spennt
fyrir því!“
Eiginmaður 7
Í Berlingske Tidende um helg-
ina var grein þar sem því var
velt upp hverjir gætu verið hver
úr Matador-þáttunum dönsku
sem nú er verið að endur-
gera. Einn Íslendingur kemst á
blað þar sem kandidat í Mads
Skjern, en það er Jón Ásgeir
Jóhannesson. Mads Skjern var
einmitt sá sem kom til bæjar-
ins og hóf samkeppni við hið
ríkjandi vald sem brást ókvæða
við. Þetta er ekki síst eftirtekt-
arvert því að pistlahöfundur
Markaðarins, Spákaupmaðurinn
á horninu, hafði bent á sam-
svörun við Matador-þættina í
viðbrögðum Dana við fjárfest-
ingum Íslendinga. Aðspurður
um að Danir væru nú að átta
sig á þessu sagði spákaupmað-
urinn: „Þetta sýnir enn og aftur
hversu framsýnn ég er og fljót-
ur að hugsa. Það má segja að
þarna hafi maður tekið Danina á
heimavelli 14 - 2.“
Fyrri til en
danskurinn