Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 89
Leikhópurinn Á senunni sýnir tvær sýningar af hinni margrómuðu jóla- leiksýningu Ævintýrið um Auga- stein eftir Felix Bergsson. Tvær almennar sýningar verða, sunnu- dagana 10. og 17. desember í Tjarn- arbíói í Reykjavík. Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002. Verkið byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana. Lítill dreng- ur, Augasteinn, lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jóla- sveina. Sveinarnir skrýtnu eru skít- hræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta. Margir frábærir listamenn koma að uppfærslunni, brúður og leik- mynd eru eftir Helgu Arnalds, lýs- ingu hannaði Jóhann Bjarni Pálma- son og tónlistin var útsett af Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni fyrir Háskólakórinn undir stjórn Hákons Leifssonar. Felix Bergsson leikur öll hlutverkin. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Barnabók- in Ævintýrið um Augastein eftir Felix með myndum eftir Höllu Sól- veigu Þorgeirsdóttur kom út á bók hjá Máli og menningu árið 2003 og fékk frábærar viðtökur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.senan.is. Augasteinn aftur á svið Einvalalið bandarískra leikara mælir fyrir munn föður, sonar og heilags anda í nýrri hljóðbókarút- gáfu á Biblíunni sem forlagið Zondervan gaf út á haustdögum. Af viðtökunum að dæma verður hljóðbók þessi jólagjöf ársins þar vestan hafs enda selst lesningin í bílförmum og klífur hratt upp metsölulista verslanakeðja eins og Wal-Mart og netverslunarinnar Amazon. Sérstaða þessarar hljóð- bókar er þó einkum sú að eingöngu þeldökkir leikarar ljá henni raddir sínar, leikarinn Blair Underwood talar fyrir Jesú, Cuba Gooding Jr. fyrir Júdas og sjálfur guð er Samuel L. Jackson svo einhverjir séu nefndir. Verkið ber heitið „The Bible Experience“ og tekur Nýja testa- mentið og hluti þess gamla um tuttugu og eina klukkustund í flutningi af nítján geisladiskum. Samkvæmt heimasíðu útgefand- ans, sem er stærsta forlag þar í landi sem sérhæfir sig í útgáfu á trúarlegu efni, er markmiðið með þessu verkefni að færa Biblíuna nær yngri kynslóðum. Auk þess að leiklesa efni Biblíunnar er aukið á dramatíkina með tónlist og leik- hljóðum og nútímatækni beitt til þess að miðla bók bókanna til kröfuharðra ungra hlustenda. Rúmlega tvö hundruð tónlistar- menn og annað listafólk kemur að verkefninu. Stefnt er að því að gefa út Gamla testamentið í heild sinni á næsta ári og er þegar farið að huga að leikaraliðinu í það verk- efni. Biblían leiklesin með tilþrifum 19 20 21 22 23 24 25 Su›urlandsbraut 26 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is SPEEDBALL blettahreinsir skotvirkar á erfi›a bletti eins og fitu, blek, vaxliti, varalit, vín, matarleifar og fleira. Efninu er ú›a› beint úr brúsanum á blettinn og sí›an flurrka›. fiarf ekki a› skola. Skilur ekki eftir leifar. Prófa›u SPEEDBALL – hann hreinlega virkar! * Tilbo› gildir til 30. nóvember 2006 e›a á me›an birg›ir endast. 25% afsláttur* HREINLEGA VIRKAR Á BLETTINA STÓRA SVIÐIÐ kl. 20:00 Þjóðleikhúsið fyrir alla! Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 25/11 nokkur sæti laus, sun. 26/11 nokkur sæti laus, fös. 1/12 nokkur sæti laus, lau. 2/12. Síðustu sýningar fyrir jól. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 örfá sæti laus, lau. 30/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 17:00 örfá sæti laus, lau. 6/1 kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus. PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Leikgerð Baltasar Kormákur. Fim. 23/11 örfá sæti laus, fös. 24/11 örfá sæti laus. Aukasýningar fös. 8/12 örfá sæti laus og lau. 9/12 örfá sæti laus. Allra síðustu sýningar! LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Lau. 25/11 kl. 13:00 uppselt og kl. 15:00 uppselt, sun. 26/11 kl. 13:00 uppselt og kl. 15:00 uppselt, lau. 2/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 nokkur sæti laus og kl. 16:00 örfá sæti laus, sun. 3/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 örfá sæti laus, lau. 9/12 kl. 13:00 örfá sæti laus, kl. 14:30 örfá sæti laus og kl. 16:00, sun. 10/12 kl. 13:00 örfá sæti laus, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00, lau. 16/12 kl. 13:00 og kl. 14:30, sun. 17/12 kl. 13:00 og kl. 14:30. LEIKHÚSLOFTIÐ aðalbyggingu UMBREYTING – brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Fös. 24/11 kl. 20:00 uppselt. Aukasýningar sun. 26/11 kl. 17:00, fös. 1/12 kl. 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. KÚLAN Lindargötu 7 SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ aðalbyggingu Lindargötumegin, kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Fös. 24/11 nokkur sæti laus, sun. 26/11 uppselt. Síðustu sýningar fyrir jól! Lau. 6/1, lau. 13/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.