Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 54

Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 54
 { norðurland } 10 „Við hjónin erum búin að stunda krullu síðan árið 2000, en þá var Skautahöll Akureyrar reist,“ segir Jón Rögnvaldsson krulluiðkandi. „Segja má að höllin hafi verið bylting í aðstöðu til krulluiðkunar. Áður var spilað á svelli á tjörn við hlið þess staðar þar sem Skauta- höllin stendur nú. Krulla krefst hins vegar mikillar nákvæmni og því skiptir hitastig til dæmis miklu námi og aðstaðan er miklu betri nú en áður.“ Jón segir vinsældir íþróttarinn- ar færast stöðugt í aukana. „Leik- urinn gengur út á það að koma steinum sem næst miðju og það lið sem nær flestum steinum nálægt miðju stendur uppi sem sigurveg- ari“ Margir þekkja krullu af sóp- unum sem beitt er við iðkun henn- ar. „Góðir sóparar geta aukið þá vegalengd sem steinninn kemst um allt að tvo metra. Sóparnir hreinsa bæði fyrirstöðu sem er á svellinu en einnig hita þeir svellið og auka þannig vegalengdina sem steinninn rennur.“ Svanfríður Sigurðardóttir, eig- inkona Jóns, segir Akureyringa hafa unnið mikið brautryðjenda- starf í krullu hérlendis. „Íþróttin hefur verið stunduð hér frá árinu 1996 en nú er hún komin víðar um landið. Þá hefur krulla verið að ná auknum vinsældum meðal ungl- inga hér á Akureyri og í vikunni er ráðgert að stórir hópar ungs fólks komi á æfingu í skautahöllinni.“ - öhö Krullukappar í sókn Jón Rögnvaldsson og Svanfríður Sigurðardóttir eru meðal þeirra fjölmörgu Akureyr- inga sem leggja stund á curling eða krullu. Akureyri hefur skapað sér orð fyrir að vera miðstöð krulluiðkunar hér á landi. Krulla er íþrótt sem leikin er á sléttum ís. Leikurinn felst í því að 20 kílóa granítsteini er rennt eftir endi- langri braut þannig að hann endi sem næst miðju í svokallaðri höfn eða húsi á hinum enda brautarinnar. Leikmenn eru í sérstökum skóm þar sem sleipur botn er undir öðrum skónum eða venjulegum íþróttaskóm og er þá sleipur sóli settur undir annan skóinn svo hann renni betur. Notaðir eru sérstakir kústar, hvort tveggja til að sópa svellið og hita það og líka til stuðn- ings þegar steini er rennt. Tvö lið með fjórum leikmönnum í hvoru liði eigast við í hverjum leik. Fyrirliðinn er yfirleitt nefndur skipp- er en hann stýrir liðinu og ákveður leiktaktík liðsins í samráði við liðsfélagana. Liðsstjóri stendur í höfn og gefur kastaranum merki um hvar hann vill að steinninn hafni. Þegar steininum er rennt er hann látinn snúast í þá átt sem liðsstjóri skipar fyrir og snýst steinninn á meðan hann rennur yfir leikvöllinn en þaðan er nafnið „curling“ komið. Vegna snúningsins fer steinninn ekki beina leið heldur í boga og eykst beygjan eftir því sem steinninn hægir á sér. Í hvert sinn sem leikmaður renn- ir steini eru tveir liðsfélagar hans tilbúnir með sérstaka kústa. Sópararnir tveir hlýða fyrirmælum liðsstjórans eða ákveða sjálfir hvort þeir eigi að sópa svellið fyrir framan steininn eða ekki. Stig eru talin eftir hverja lotu og það lið sem hefur fleiri stig samanlagt sigrar í leiknum. Í hverri umferð skorar aðeins það lið sem á stein næst miðju þegar umferðinni lýkur og fjöldi stiga ræðst af því hve marga steina liðið á nær miðju hringsins en næsti steinn andstæðingsins. Sjá meira um krullu á www. curling.is. Hvað er krulla?„EPTA-keppnin er haldin á þriggja ára fresti, keppt er í þremur flokk- um, og við vorum þrjú héðan frá Akureyri sem tókum þátt,“ segir Þóra Kristín Gunnarsdóttir, sem nemur píanóleik við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Skólinn sendi þrjá í keppnina í ár. Það voru þau Gauti Baldvinsson 15 ára og Elva Eir Grét- arsdóttir 15 ára sem kepptu fyrir hönd skólans í flokki miðnámsnem- enda en Þóra Kristín keppti í flokki framhaldsnámsnemenda og lenti hún í öðru sæti. Þóra, sem er 19 ára, er að klára stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri í vor og stefnir að því að útskrifast úr tónlistarskólanum á sama tíma. „Ég byrjaði að læra í Svíþjóð þegar ég var sjö ára en ári síðar fluttum við til Íslands og síðan þá hef ég verið í Tónlistarskólan- um á Akureyri. Ég er búin að vera með sama kennarann frá því að ég kom hingað til Akureyrar, en það er Dýrleif Bjarnadóttir.“ Tónlistarskólinn á Akureyri hefur starfað frá árinu 1946 og er því einn af elstu tónlistarskólum landsins. Fyrsta veturinn voru 27 nemendur við skólann en í ár eru þeir um 450 talsins. Þá kenna rúm- lega 40 kennarar við skólann. „Þetta er mjög góður skóli og kennararnir góðir. Það má segja að það sé mjög góður andi í skólanum.“ - öhö Góð aðstaða til tónlistarnáms Þóra Kristín Gunnarsdóttir hefur stundað nám í píanóleik við Tónlistarskólann á Akureyri frá því að hún var átta ára gömul. Nýverið lenti hún í öðru sæti í píanókeppni EPTA. Leikklúbburnn Saga heitir í höfuð- ið á leikkonunni Sögu Jónsdóttur sem kom að stofnun klúbbsins. Klúbburinn hefur í þrjátíu ár sett upp leiksýningu árlega þar sem meðlimir á aldrinum 13 til 20 ára standa fyrir rekstri klúbbsins og uppsetningu verka. Ráðinn er leikstjóri hvert ár sem venjulega kemur úr röðum leikara hjá Leikfélagi Akureyrar og sem síðan aðstoðar klúbbinn við að velja verk fyrir veturinn. Saga er virkur meðlimur í Bandalagi íslenskra leikfélaga og tekur þátt í námskeið- um og öðru samstarfi á vegum bandalagsins. Leikfélag Akureyrar hefur einnig verið félaginu innan handar þessi ár, enda margir góðir leikarar tekið sín fyrstu leikspor á fjölum Sögu. Saga hefur undanfarin ár tekið þátt í norrænu samstarfi leik- klúbba, FENRIS og einnig sam- norrænu verkefni sem kallast Nordlys. Aðsetur og æfingaaðstaða klúbbsins er í Húsinu á Akureyri, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, Skólastíg 2. Ungir leikarar Sögu Leikklúbburinn Saga var stofnaður árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan þá. Margir leikarar hafa tekið sín fyrstu skref á sviði á vegum leikklúbbsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.