Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 30
Eskimos býður upp á skemmti-
legar ferðir allan ársins hring.
Í desembermánuði eru jóla-
hlaðborðin vinsælust sem
koma í kjölfarið á ævintýraleg-
um degi.
„Eskimos er viðburðafyrirtæki og
starfsemi okkar er mjög fjöl-
breytt,“ segir Kristinn Guðmunds-
son, verkefnastjóri hjá Eskimos.
„Við sjáum um alls konar viðburði,
allt frá óvissuferðum, jólahlað-
borði, hópefli, árshátíðum með
meiru. Í raun gerum við hvað sem
er og reynum að verða við óskum
hvers og eins. Oftast erum við að
skipuleggja ferðir fyrir starfs-
menn fyrirtækja og erlenda gesti
sem ýmist eru hér í hvata- eða
ævintýraferðum. En við sjáum
einnig um að skipuleggja ferðir
fyrir vinahópa og fjölskyldur sem
vilja eiga skemmtilegan dag
saman.“
Kristinn segir jólahlaðborð
Eskimos vera vinsælust meðal
Íslendinga yfir vetrartímann þar
sem efnt er til veglegrar veislu í
sveitahlöðu í Skorradal í Borgar-
firði eða villibráðarhlaðborð sem
haldið er á Stokkseyri. „Þetta er
mjög vinsælt,“ segir Kristinn.
„Með hlaðborðinu er fólk þá að
taka ýmsa viðburði með eins og
ættbálka-, bænda- og hálandaleiki,
eða fjórhjólaferðir. Fólk ræður
svo hvort það tekur heilan dag eða
tvo daga í jólastemninguna sam-
hliða jólahlaðborðinu, gistingu og
morgunmat. En hlaðborðin má
halda hvar sem er. Við erum í sam-
starfi við veisluþjónustur og leigj-
um sali í bænum eða úti á landi
eftir óskum fólks.“ Kristinn segir
eftirspurnina eftir jólahlaðborð-
unum hafa verið mikla þetta árið
enda hafi fólk gaman af því að
brjóta út af vananum og gera eitt-
hvað nýtt og öðruvísi.
Eskimos er einnig með öfluga
starfsemi allan ársins hring þar
sem hægt er að óska eftir ævin-
týralegum ferðum sem lifa lengi í
minningunni. Boðið er upp á hella-
skoðanir, flúðasiglingar, kajak- og
hestaferðir, siglingar, fjórhjóla-
ferðir, snjósleðaferðir, go-kart,
ýmsa keppnisleiki, fjölskylduferð-
ir og ýmislegt annað sem ögrar
adrenalínframleiðslu líkamans.
Nánari upplýsingar má finna á
www.eskimos.is.
Öðruvísi jólahlaðborð
Aðventuferð í Bása 1. – 3. des.
Hið rétta umhverfi aðventunnar.