Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 32
Heyrn og snertiskyn eru öflug verkfæri sem nýttust vel á glerbræðslunámskeiði sem haldið var fyrir sjóndapra á Vesturgötu 7. „Þið verðið að ákveða hvora hlið- ina á glerinu þið viljið láta snúa upp, þá möttu eða glans. Þið heyrið það á ískrinu. Ef slétta hliðina á að vísa upp þá á ískurhliðin að snúa niður.“ Það er kennarinn Áslaug Benediktsdóttir sem hefur orðið. Hún er vön í glerinu, hefur haldið námskeið áður fyrir blinda og sjónskerta og segir þá geta býsna mikið. „Maður lærir líka mikið á að kenna þeim,“ bætir hún við. Þrjár konur eru hjá henni þenn- an daginn, allar með einhverja sjón. Ein þeirra er Guðrún Gísla- dóttir, hún hefur verið áður. „Það er skemmtilegra að koma í annað sinn því þá veit maður aðeins hvað um er að vera,“ segir hún. „Það verður að pússa glerið vel og láta það snúa rétt en það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig hlutirnir verða. Það sést ekki fyrr en þeir koma úr ofninum.“ útskýr- ir hún. Guðrún er með svokallaðan RB-augnsjúkdóm. Hún kveðst sjá allvel það sem er beint fyrir fram- an hana en sjónsviðið sé alltaf að þrengjast. Guðrún Þórarinsdóttir situr gegnt henni við borðið. Hún segist sjá allt ágætlega nema það sem hún sé að horfa á. „Ég sé ekki framan í fólk sem er beint fyrir framan mig þó ég sjái útlínur þess og það fyrsta sem ég hætti að geta lesið voru stóru fyrirsagnirnar í blöðunum.“ Hún frétti af nám- skeiðinu hjá Blindrafélaginu og fagnar því að fá að vinna með höndunum. „Það er svo gaman að fá að skapa eitthvað,“ segir Guð- rún sem hefur fengist við náms- efnisgerð eftir að hún hætti sér- kennslu á Selfossi. Ásdís Lilja Guðmundsdóttir er 27 ára og missti sjónina fyrir ári af völdum sykursýki en hefur endur- heimt svolítinn hluta hennar aftur með hjálp læknisaðgerða. „Ég bjarga mér alveg,“ segir hún hress. „En það er eins og ég horfi alltaf gegnum sápukúlur, það er svona olíubrák á öllu.“ Spurð hvort hún sé handavinnukona svarar hún hlæj- andi. „Nei, ég verð nú að vera alveg hreinskilin með það en ég ákvað að taka þátt í einhverju sem var boðið upp á hjá Blindrafélaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri það.“ Allar eru þær að pússa og leggja glerið eftir þeim reglum sem Áslaug setur. Svo er brennsl- an eftir. „Vonandi verður einhver afrakstur með góðri hjálp kennar- ans,“ segja þær og Áslaug er fljót að henda það á lofti. „Það þurfa allir hjálp til að byrja með hvort sem þeir sjá vel eða ekki.“ Þreifa sig áfram í listinni Heilsukostur – kökur og eftir- réttir er heiti námskeiðs sem haldið er annað kvöld í Manni lifandi Borgartúni 24. Einn af meistarakokkum fyrir- tækisins Maður lifandi er köku- og eftirréttadrottningin Auður Ingi- björg Konráðsdóttir. Hún er haf- sjór af fróðleik um hollar kökur og eftirrétti og mun miðla af þeirri visku sinni á námskeiði sem fram fer annað kvöld, 23. nóvember milli klukkan 18 og 20. Farið verður yfir hvernig hægt er að galdra fram góða, flotta og holla eftirrétti með lítilli fyrirhöfn og engu samviskubiti. Kynntar verða uppskriftir og ráðleggingar veittar um heilnæmt hráefni og aðferðir. Hollir eftirréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.