Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 94
 Einhver mestu viðskipti íslenskrar íþróttasögu voru til- kynnt í gær er Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson gengu frá samkomulagi í nafni WH Holding um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Kaupverðið er 85 milljónir punda, 11,3 milljarðar króna, auk þess sem skuldir upp á þrjá milljarða eru yfirteknar. WH Holding þarf því að reiða fram 14,3 milljarða króna auk þess sem Alan Pardew, knattspyrnu- stjóra félagsins, hefur verið til- kynnt að honum muni standa til boða fjármunir til leikmanna- kaupa í janúar næstkomandi. Talið er að sú upphæð gæti numið allt að 2,7 milljörðum króna. „Þetta er góður klúbbur og við værum ekki að þessu nema að við sæum fyrir okkur að hægt væri að reka hann með sóma,“ sagði Egg- ert í samtali við Arnar Björnsson á NFS í gær. „Það verður ekkert Abramovich-snið á þessum rekstri. Við ætlum okkur hægt og rólega að ná okkar markmiðum. En mjög fljótlega ætlum við að koma liðinu í þá stöðu að það sé að berjast um sæti í Meistaradeild- inni á hverju ári. Þar viljum við vera. Við viljum koma klúbbnum í fremstu röð í Englandi og ekki síst að viðhalda þeirri menningu að West Ham haldi áfram að búa til góða enska leikmenn.“ Eggert segist búast við að geng- ið verði frá öllum pappírsmálum á næstu tveimur vikum og hann muni þá taka við sem stjórnarfor- maður West Ham. WH Holding hefur þegar tryggt sér 83% hlutabréfa í West Ham og mun í lok vikunnar senda tilboð í hluta þeirra 3.500 eigenda hluta- bréfa í félaginu sem eftir eru. Þegar WH Holding á 90% hluta- bréfa geta þeir farið fram á að hlutabréf í höndum annarra eig- enda verða yfirteknir. Þá verður hægt að afskrá félagið úr kaup- höllinni í Lundúnum. Tilboðið hljómar upp á 564 krónur á hvern hlut í félaginu en þrír stærstu hluthafarnir eiga samtals um 70% hlutabréfa. Sá stærsti og fráfarandi stjórnarfor- maður, Terry Brown, verður heið- ursvaraforseti en Björgólfur verð- ur heiðursforseti. West Ham hefur verið að stórum hluta í fjölskyldu- eigu og bætist nú í hóp Chelsea, Manchester United, Fulham og Aston Villa auk Hearts í Skotlandi sem eru öll í eigu aðila utan Bret- landseyja. Helsti keppinautur Eggerts um kaupin var Íraninn Kia Joorabchi- an sem mun hafa verið nálægt því að leggja fram tilboð fyrir tveim- ur vikum síðan. Hann hefur reynd- ar mun lengur verið orðaður við félagið og stóð til að mynda að því að argentínsku landsliðsmennirn- ir Carlos Tevez og Javier Mas- cherano komu til félagsins í lok ágústmánaðar. Framtíð þeirra er því í mikilli óvissu og talið líklegt að þeir muni fara í janúar næst- komandi. Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson, eigendur WH Holding, tilkynntu í gær samkomulag um kaup á West Ham fyrir 11,3 milljarða króna auk þriggja milljarða króna yfirtöku á skuldum félagsins. Tveir af þremur stærstu hluthöfum í West Ham eru Charles Warner og Martin Cearns en þeir eru afkomendur þeirra sem stofnuðu West Ham árið 1895. Stjórnarformaðurinn, Terry Brown, er stærsti hluthafinn og sagði í gær að hann treysti Eggerti fyrir því að leiða West Ham áfram á réttri braut. Margir hafa áhyggjur af þeirri þróun, að enskt samfélag er að missa tökin á enskri knattspyrnu. Mörg önnur félög í Englandi eru í eigu erlendra aðila. Að stórum hluta í fjölskyldueign „Ég er bæði ánægður og heiðraður af því að Terry Brown og samstarfsmenn hans hafa lýst yfir stuðningi við tilboð okkar í West Ham. Við getum nú bundið enda á óvissu undanfarinna vikna og fært okkur yfir á næsta stig í þróun þessara frábæra félags, með Alan Pardew við stjórnvölinn á sjálfum vellinum.“ Þannig lýsti Eggert Magnússon stuðningi sínum við knattspyrnu- stjóra West Ham en undir hans stjórn hefur liðið dottið úr bæði UEFA-bikarkeppninni og deildar- bikarkeppninni. Liðið situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eins og er. „Ég mun halda áfram að ræða við Alan Pardew um hans sýn á framtíð félagsins. Þetta er hans umráðasvæði og hann hefur mína trú og stuðning.“ Pardew hefur verið við stjórn- völinn hjá West Ham í rétt rúm þrjú ár. Hann var þar áður stjóri Reading í fimm ár. Eggert ætlar að halda tryggð við Pardew Eggert Magnússon sagðist ekki útiloka að flytja heimavöll West Ham á Ólympíu- leikvanginn sem verður notaður á leikunum árið 2012. „Ef sá möguleiki er í boði mun ég skoða hann. Ég geri mér samt grein fyrir að það þurfi að heiðra frjálsíþróttir á Ólympíuleikunum á vellinum.“ Boylen Ground í Upton Park er núverandi heimavöllur West Ham og hefur verið það í 102 ár. Ef félagið flytur á leikvanginn sem verður án efa stórglæsilegt mannvirki verður landið sem Boylen Ground stendur á afar dýrmætt. ÓL-völlur kem- ur til greina Vil helst ekki þurfa að selja minn hlut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.