Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 20
fréttir og fróðleikur
Grunnskólanemendur voru
rúmlega fjörutíu og fjög-
ur þúsund talsins í fyrra
og hafði þeim fækkað um
tæplega fimm hundruð frá
árinu 2003 eða um rúmlega
eitt prósent. Grunnskóla-
nemendunum hafði fækkað
alls staðar nema á Suður-
nesjum og höfuðborgar-
svæðinu utan Reykjavíkur.
Hagstofan spáir því að
grunnskólanemendum muni
fækka um rúmlega fjögur
prósent á árinu 2020 miðað
við árið 2005.
Árið 2005 voru hundrað sjötíu og
sjö grunnskólar starfræktir á
landinu og yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra á vegum sveitarfélag-
anna. Skólunum hafði fækkað um
tíu frá því fyrir tveimur árum og
hafði minnstu og stærstu skólun-
um fækkað mest. Þetta kemur
fram í Grunnskólaskýrslu 2006,
sem Samband íslenskra sveitarfé-
laga gefur út.
Hvað starfsmannahald við
grunnskólana varðar þá sinna
rúmlega tvö þúsund starfsmenn
kennslu og hefur þeim þó fækkað
um þrjú prósent síðustu tvö árin.
Á landsvísu fækkar skólaliðum
mest svo og starfsfólki í mötu-
neytum og stuðningsfulltrúum.
Mesta fjölgunin hefur orðið meðal
námsráðgjafa og þroskaþjálfa.
Grunnskólanemendum fækk-
aði í heildina um tæplega fimm
hundruð á síðustu tveimur árum
en starfsfólki fjölgaði um tæplega
tvö hundruð.
„Það er athyglisvert að á þessu
tímabili 2003-2005 er kennurum
að fjölga en ekki öðru starfsfólki
grunnskóla en við verðum líka að
hafa í huga að ein möguleg skýr-
ing á því að öðru starfsfólki hefur
fækkað er aukin verktaka í skól-
unum. Þessar tölur eru frá Hag-
stofunni og í þeim kemur ekki
fram vinna sem er unnin í verk-
töku, til dæmis í mötuneytum úti í
bæ,“ segir Valgerður Freyja
Ágústsdóttir, sérfræðingur hjá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Þegar fjármálin eru skoðuð
kemur í ljós að grunnskólinn kost-
aði sveitarfélögin 36,7 milljarða
króna í fyrra. Stærsti kostnaðar-
liðurinn var laun og launatengd
gjöld en þau námu tveimur þriðju
af heildarkostnaði. Kostnaðurinn
við grunnskólann jókst um rúm-
lega þrjá milljarða á árunum 2003-
2005, eða um tæplega tólf prósent
og má rekja ástæðuna til nýs
kjarasamnings árið 2005.
Sveitarfélögin verja mismiklu
af skatttekjum sínum í rekstrar-
kostnað grunnskólans, eða allt frá
22,5 prósentum í tæplega áttatíu
og eitt prósent. Meðaltal allra
sveitarfélaganna er fjörutíu og sjö
prósent en vegið meðaltal á lands-
vísu er rúmlega þrjátíu og níu pró-
sent. Flest sveitarfélög verja upp
undir helmingi af skatttekjum
sínum til grunnskólans. Fámenn-
ari sveitarfélög verja hærra hlut-
falli af skatttekjum sínum til þessa
málaflokks en fjölmennari sveit-
arfélög.
Kostnaður hefur hækkað á
hvern nemanda ef miðað er við
árið 2003. Kostnaðurinn nam 826
þúsundum króna í fyrra og hafði
þá hækkað um ellefu prósent frá
árinu 2003. Í fyrra var kostnaður á
hvern nemanda hæstur á Austur-
landi og var hann þrjátíu og átta
prósentum hærri en á Suðurnesj-
um þar sem hann er lægstur.
Valgerður bendir á að kostnað-
urinn við grunnskólann hafi auk-
ist gríðarlega eftir að sveitarfé-
lögin tóku við rekstri hans, sem
eðlilegt sé því nú sé miklu meiri
þjónusta í boði: skólaárið hafi
lengst, kennslustundum fjölgað,
skólarnir séu einsetnir og meira
fé varið til sérúrræða og þjónust-
an almennt betri. „Hins vegar má
spyrja sig þess hvort lenging
skólaárs, einsetning grunnskólans
hafi enn skýringargildi á þessu
tímabili 2003-2005,“ segir hún.
Kennurum, námsráðgjöfum og
þroskaþjálfum fjölgar í skólumNóg að gera
Níu flokkar með fulltrúa á þingi
Eggert Bjarnason
sölumaður hjá RV
R
V
62
19
B
Þegar gæðin skipta máli
Lotus Professional borðpappírsvörur
Á t
ilbo
ði
í nó
vem
ber
20
06
Lot
us L
inSt
yle
serv
íett
ur,
disk
am
ottu
r, „
löb
era
r“
og
dúk
ar
Til hátíðabrigða
Í verslun RV að Réttarhálsi eru
nú á tilboði Lotus LinStyle
dúkar og servíettur í mörgum
litum. Einnig eru á tilboði
ýmsar gerðir af servíettum,
diskamottum og „löberum“
með jólamynstri.
Takmarkað magn er í boði af sumum
jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær.