Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 20
fréttir og fróðleikur Grunnskólanemendur voru rúmlega fjörutíu og fjög- ur þúsund talsins í fyrra og hafði þeim fækkað um tæplega fimm hundruð frá árinu 2003 eða um rúmlega eitt prósent. Grunnskóla- nemendunum hafði fækkað alls staðar nema á Suður- nesjum og höfuðborgar- svæðinu utan Reykjavíkur. Hagstofan spáir því að grunnskólanemendum muni fækka um rúmlega fjögur prósent á árinu 2020 miðað við árið 2005. Árið 2005 voru hundrað sjötíu og sjö grunnskólar starfræktir á landinu og yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra á vegum sveitarfélag- anna. Skólunum hafði fækkað um tíu frá því fyrir tveimur árum og hafði minnstu og stærstu skólun- um fækkað mest. Þetta kemur fram í Grunnskólaskýrslu 2006, sem Samband íslenskra sveitarfé- laga gefur út. Hvað starfsmannahald við grunnskólana varðar þá sinna rúmlega tvö þúsund starfsmenn kennslu og hefur þeim þó fækkað um þrjú prósent síðustu tvö árin. Á landsvísu fækkar skólaliðum mest svo og starfsfólki í mötu- neytum og stuðningsfulltrúum. Mesta fjölgunin hefur orðið meðal námsráðgjafa og þroskaþjálfa. Grunnskólanemendum fækk- aði í heildina um tæplega fimm hundruð á síðustu tveimur árum en starfsfólki fjölgaði um tæplega tvö hundruð. „Það er athyglisvert að á þessu tímabili 2003-2005 er kennurum að fjölga en ekki öðru starfsfólki grunnskóla en við verðum líka að hafa í huga að ein möguleg skýr- ing á því að öðru starfsfólki hefur fækkað er aukin verktaka í skól- unum. Þessar tölur eru frá Hag- stofunni og í þeim kemur ekki fram vinna sem er unnin í verk- töku, til dæmis í mötuneytum úti í bæ,“ segir Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þegar fjármálin eru skoðuð kemur í ljós að grunnskólinn kost- aði sveitarfélögin 36,7 milljarða króna í fyrra. Stærsti kostnaðar- liðurinn var laun og launatengd gjöld en þau námu tveimur þriðju af heildarkostnaði. Kostnaðurinn við grunnskólann jókst um rúm- lega þrjá milljarða á árunum 2003- 2005, eða um tæplega tólf prósent og má rekja ástæðuna til nýs kjarasamnings árið 2005. Sveitarfélögin verja mismiklu af skatttekjum sínum í rekstrar- kostnað grunnskólans, eða allt frá 22,5 prósentum í tæplega áttatíu og eitt prósent. Meðaltal allra sveitarfélaganna er fjörutíu og sjö prósent en vegið meðaltal á lands- vísu er rúmlega þrjátíu og níu pró- sent. Flest sveitarfélög verja upp undir helmingi af skatttekjum sínum til grunnskólans. Fámenn- ari sveitarfélög verja hærra hlut- falli af skatttekjum sínum til þessa málaflokks en fjölmennari sveit- arfélög. Kostnaður hefur hækkað á hvern nemanda ef miðað er við árið 2003. Kostnaðurinn nam 826 þúsundum króna í fyrra og hafði þá hækkað um ellefu prósent frá árinu 2003. Í fyrra var kostnaður á hvern nemanda hæstur á Austur- landi og var hann þrjátíu og átta prósentum hærri en á Suðurnesj- um þar sem hann er lægstur. Valgerður bendir á að kostnað- urinn við grunnskólann hafi auk- ist gríðarlega eftir að sveitarfé- lögin tóku við rekstri hans, sem eðlilegt sé því nú sé miklu meiri þjónusta í boði: skólaárið hafi lengst, kennslustundum fjölgað, skólarnir séu einsetnir og meira fé varið til sérúrræða og þjónust- an almennt betri. „Hins vegar má spyrja sig þess hvort lenging skólaárs, einsetning grunnskólans hafi enn skýringargildi á þessu tímabili 2003-2005,“ segir hún. Kennurum, námsráðgjöfum og þroskaþjálfum fjölgar í skólumNóg að gera Níu flokkar með fulltrúa á þingi Eggert Bjarnason sölumaður hjá RV R V 62 19 B Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpappírsvörur Á t ilbo ði í nó vem ber 20 06 Lot us L inSt yle serv íett ur, disk am ottu r, „ löb era r“ og dúk ar Til hátíðabrigða Í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum“ með jólamynstri. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.