Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 52

Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 52
 { norðurland } 8 Bæði Inga Lóa Birgisdóttir og Gréta Kristjánsdóttir hafa lengi verið hrifnar af grænmetisfæði. Þegar langvinn veikindi hrjáðu Ingu Lóu, tók hún mataræðið í gegn og náði á undraverðum hraða heilsu á ný. „Þegar ég var orðin hress datt ég aftur í spillinguna og þá fann ég virkilegan mun,“ segir Inga Lóa. Gréta hafði sjálf lent í alvarlegu bílslysi fyrir mörgum árum og þjáðist af viðvarandi vöðvabólgu, bak- og höfuðverkjum. Þegar hún sá Ingu Lóu ná bata með breyttu mataræði ákvað hún í samráði við sjúkraþjálfara að gera hið sama og árangurinn lét ekki standa á sér. „Líf mitt gjörbreyttist. Ég var búin að vera í sjúkraþjálfun í mörg ár sem var orðið mjög kostnaðarsamt, svo ég hafði engu að tapa. Núna eru öll óþægindin horfin,“ segir Gréta brosandi. Á matseðlinum á nýja grænmetis- veitingastaðnum, sem kallast Staðurinn, eru engin aukaefni, hvítt hveiti, hvítur sykur, msg, koffín, ger, aspartam, rotvarnarefni, litar- eða sætuefni, en það voru einmitt þeir þættir sem Gréta og Inga Lóa hættu að borða sjálfar á sínum tíma. „Ég vandist á gott úrval grænmetisstaða í Reykjavík þegar ég bjó þar og fannst virki- lega vanta slíkan stað hér,“ segir Gréta. Þær vinkonurnar fóru oft í mánuði til Reykjavíkur til að birgja sig upp af heilsufæði og komast á grænmetisveitingastaði en einn- ig til að afla sér upplýsinga fyrir Staðinn. „Við nenntum ekki að bíða eftir að einhver myndi ráðast í að opna slíkan stað á Akureyri svo við gerðum það bara sjálfar og loksins er þessi langþráði draum- ur að rætast,“ segja vinkonurnar að vonum ánægðar. Á boðstólum verður réttur dagsins ásamt fleira góðgæti, safar, boost, kökur og kaffi. Viðtökur hafa verið stór- kostlegar og þetta er án ef góð viðbót við veitingahúsaflóruna á Akureyri. Þegar fram líða stundir verður síðan í boði matreiðslu- námskeið og fræðsla um heilbrigt mataræði á Staðnum. - rh Grænmetisveitingastaður stuðlar að heilsu Akureyringa Þær Gréta Kristjánsdóttir og Inga Lóa Birgisdóttir höfðu lengi beðið eftir góðum græn- metisveitingastað á Akureyri. Á endanum ákváðu þær sjálfar að láta til skara skríða. Þorbjörg Halldórsdóttir og Guðrún Jónsdóttir settu á stofn Frúna fyrir um þremur árum og eru nú óðum að undirbúa sig fyrir jólin. Þorbjörg hafði unnið lengi í antík og „sec- ond-hand“ versluninni Fríðu frænku í Reykjavík, en þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og flytja norður uppgötvaði hún að þetta var það sem vantaði á Akureyri. „Það er fyrir hálfgerða tilviljun að við opnuðum Frúna. Ég hafði reynslu frá Fríðu frænku, en síðan komumst við Guðrún í kynni við aðila sem kynntu okkur fyrir mjög góðum antík- og fornmörkuðum í Belgíu og Hollandi, og þá fór bolt- inn að rúlla,“ segir Þorbjörg. Þær fara út reglulega til að versla fyrir búðina, þar sem hver einasti hlutur er sérstaklega valinn og oft eru þær með eitthvað sér- stakt þema í huga. „Síðast leituðum við uppi hluti frá 8. áratugnum og erum með mikið af litríku plastdóti, skemmti- legum Maríu mey styttum og öðru sniðugu sem er tilvalið til jóla- gjafa,“ segir Þorbjörg brosandi. Fornmarkaðir í Evrópu eru margir og stórir, ýmist á torgum úti eða í stórum skemmum þar sem er enda- laust úrval af antík og fornmun- um sem bera sína sögu frá öllum heimshornum. „Bestu hlutirnir fara fyrst svo við mætum oftast fyrir allar aldir með vasaljós í föðurlandinu að reyna að ná einhverju sniðugu,“ segir Þor- björg. En margir hlutir koma einnig úr nágrenni Frúarinnar. „Það eru margir byrjaðir að koma til okkar hlutum frá Akureyri og nágrenni og það finnst okkur frábært,“ segir Þorbjörg. Hugsjón- in á bak við Frúna er að gefa hlut- unum lengra líf en ekki bara annað, heldur jafnvel líka þriðja og fjórða. „Margar vörurnar sem við fáum inn notum við í eigin hönnun og gefum þeim því enn lengra líf í glænýjum búningi,“ segir Þorbjörg sem meðal annars hannar púða, hárskraut og póstkort sem áður hafa gegnt einhverju allt öðru hlut- verki. Akureyringar hafa hægt og síg- andi áttað sig á Frúnni og Þorbjörg og Guðrún segja gestina vera á öllum aldri, bæði eldra fólk með barnabörn, unglingsstelp- ur að kaupa árshátíðarkjóla og eiginmenn að leita að einhverju spes fyrir konuna. „Það er svolítil kúnst að fara inn í svona búð. Það er líka svo mikil saga sem fylgir hlutunum hér og nánast ókeypis fræðslu- miðstöð fyrir almenning, þar sem hægt er að kaupa hluti með mikla sögu að baki,“ Frúin er einnig með vörur frá Spúútnik, Liborius, og Nakta apanum svo flóran er mikil. Í desember er lifandi tónlist hjá Frúnni og þar á meðal er við- skiptavinur sem gekk út ánægður ekki alls fyrir löngu með gamlan saxófón. „Kunningi minn keypti hjá mér gamlan saxófón sem hann gerði upp og núna ætlar hann að spila fyrir gesti og gangandi fyrir jólin,“ segir Þorbjörg. Vinkonurnar hafa tekið þátt í listsýningum með muni úr búðinni þar sem ýmis þemu eru tekin fyrir og markmiðið er að sameina búðarreksturinn og listáhugann. „Við höfum gert innsetningar meðal annars á Mokka, þar sem ég ferðaðist til Reykjavíkur vikulega og skipti út þema vikulega sem var meðal annars myndir af grátandi drengnum, gamall útsaumur og röð af jesúmyndum sem kom mjög skemmtilega út,“ segir Þorbjörg. Innsetningar Frúarinnar hefur einnig verið að hægt að sjá á Kaffi Karólínu, á Akureyrarvöku og í gallerí Boxi. Frúin sendir í póstkröfu og er svo sannkallað „súper mega magasín“ eins og Þorbjörg segir sjálf. Opnunartími er frá 11 til 18 en fyrir jólin verða langir fimmtudagar. Frúin í Hamborg er við Ráðhústorg- ið í miðbæ Akureyrar. rh@frettabladid.is Frúin í Hamborg Frúin í Hamborg er stórskemmtileg verslun á Akureyri með „second hand“ antík- og hönnunarvörur. Frúin varð þriggja ára síðasta sumar og hefur fengið verðskuldaðar viðtökur í heimabæ sínum. Áhugaljósmyndaraklúbbur Akur- eyrar (ÁLKA) var stofnaður í okt- óber árið 1990. Margir góðir ljós- myndarar að norðan hafa byrjað feril sinn hjá ÁLKA sem stuðlar að því að virkja áhugafólk um ljós- myndun. Félagið rekur aðstöðu til vinnslu mynda og er með veglega sýningu um það bil annað hvert ár. Félagið hefur staðið fyrir ljós- myndamaraþoni fyrir almenning frá 1993 unnið brautryðjenda- starf á því sviði á lands. Félagar ÁLKA eru hópur kvenna og karla á öllum aldri sem flestir eru sjálfmenntaðir innan fagsins. Félagið stendur fyrir fyrirlestrum og kennslu og er með góðar leiðbeiningar fyrir byrjendur. Vinnu- og fundaaðstaða félags- ins er í Húsinu, Hafnarstræti 73 og er fundað annan hvern mánudag kl. 20.30. Nánari upplýsingar: www.pedromyndir.is/alka - ásamt því að fjölmargar myndir félags- manna eru aðgengilegar á vefsíðu klúbbsins, http://ljosmynd.cjb.net. Áhugaljósmyndarar Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar, ÁLKA, er með öflugt starf sem virkjar áhugafólk um ljósmyndun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.