Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 88
Myndlistarmennirnir Helga Ósk- arsdóttir og Kristinn Már Pálma- son opnuðu sýningar í Kling og Bang gallerí um síðustu helgi. Á jarðhæð er að finna sýningu Helgu sem ber yfirskriftina „Myndlist- ardreifing“ en í kjallara sýnir Kristinn Már „Krimp og Kling og Bang og Slang - Félagslega mál- verkið“. Segja má að báðir lista- mennirnir hafa virkjað áhorfend- ur og gesti sem þáttakendur í sýningunum, þó á ólíkan hátt. Helga Óskarsdóttir laðaðist fyrir löngu að alls kyns dóti sem hún rak augun í á göngum sínum um Amsterdam og Lundúnir þar sem hún sótti listaskóla. Stundum lét hún sér nægja að raða nokkr- um hlutum saman og skilja þá eftir á götunni þar sem aðrir gætu séð þá og kannski farið að velta fyrir sér samsetningunni en stund- um hefur hún líka safnað þeim saman og sett fram sem verk á sýningu, líkt og útstillingu á forn- gripa- eða náttúrusafni. Þannig hefur hún orðið eins og náttúru- eða fornleifafræðingur í samtíma sínum, safnar ýmsu og miðlar því síðan aftur til okkar hinna svo við getum hugsanlega haft af því ein- hver not eða innblástur. Á sýningu sinni „Myndlistar- dreifing“ fá sýningargestir gul- máluð fræ að gjöf frá Helgu sem bera tilganginn ekki utan á sér. Formið fer reyndar vel í hendi og hlutirnir eru þægilega massífir og fastir í sér, eins og gott verkfæri, gerðarlegir, en þótt Helga velti upp ýmsum notkunarmöguleikum fylgir þeim engin klár forskrift, engin fyrirfram gefin merking. Kristinn Már hefur gert marg- víslegar tilraunir í málverki og unnið jöfnum höndum að þróun myndmáls og aðferða innan ramma hins hefðbundna tvívíða flatar ogútvíkkun málverks í tíma- efnis-, og rýmistengdu samhengi. Í kjallara Kling og Bang gallerí er sýning sem er hljóð og málverka- innsetning sem er hugsuð sem samvinnuverkefni milli lista- mannsins og listnjótandans og þar með töldum aðstandendum Kling & Bang gallerís. Innsetningin er meðal annars í formi álfleka sem er eitt stykki samsett úr 32 eining- um er raðast eftir reglum lista- mannsins inn í kjallararými gall- erísins. Þessu verki fylgir hilla úr krossviði fyrir úðabrúsa og túss- liti, gestir sýningarinnar mála eða skrifa sjálfir verkið en undir hljómar afar innblásið ástarljóð byggt upp af listamanninum sjálf- um. Hljóðverkið er tímatengt uppábrot og mikilvæg andstæða í heildarinnsetningunni. Félagslega málverkið er margslungið og til- finningaþrungið borgarlandslags- verk. Kling og Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14-18. Sýningin stendur til 10. desember. Listræn þátttaka Ungur ljósmyndari í New York fær það verkefni að mynda miðaldra ekkju þekkts ljósmyndara. Ljós- myndarinn býr með fyrirsætu en þegar hann hittir ekkjuna verður það ást við fyrstu sýn af beggja hálfu. Sagan fjallar síðan um sam- drátt þeirra með tilheyrandi upp- gjöri ljósmyndarans við fyrirsæt- una (með stórum afbrýðisemisköstum) – og allmik- illi tregðu af hálfu ekkjunnar (vegna aldursmunar). Ævi ekkj- unnar er rifjuð upp, ekki ljósmynd- arans. Lesandinn fær lítið um hann að vita utan það sem er að gerast í núi sögunnar. Ævi ekkjunnar nær frá Íslandi til Frakklands og þaðan til New York og lesandinn fær að vita að hún hefur einnig dvalið á Ítalíu með eiginmanninum heitn- um. Saga ljósmyndarans og ekkj- unnar hefst í Bandaríkjunum, berst síðan til Napólí, þaðan til Reykja- víkur og aftur til Bandaríkjanna. Feimnismál er nokkuð stefnu- ráfandi saga. Í henni er að finna dálítið mörg samtöl um ljósmynd- un, sum þannig að það er eins og að lesa sýningarskrá á ljósmyndasýn- ingu. Einnig eiga staðarlýsingar til að nálgast lýsingar í bæklingum fyrir ferðamenn. Kveður býsna rammt að þessu þegar sagan berst til Napólí og heldur síðan áfram á Íslandi. Í sögunni eru einnig all- margar máltíðir og þeim lýst af nákvæmni. Það er ekki alltaf ljóst hvort hér er um að ræða kynningu fyrir ferðamenn, matgæðinga eða áhugamenn um ljósmyndun. Umhverfislýsingar eru miklar og nokkuð nákvæmar af upplýsingum sem ekki verður í fljótu bragði séð að komi sögunni við. Dæmi: “ Í hinu horninu voru hillur með ljós- myndabókum, möppum og kössum, stórt hátt borð og á því myndir, filmur, myndavélar og græjur sem hún kunni engin skil á.” (bls.121- 122). Sjálf sagan, fortíð ekkjunnar og samskipti hennar við ljósmyndar- ans tvinnast síðan í kringum lýs- ingarnar en virka fyrir bragðið eins og aukaatriði. Það er líka dálít- ið ótrúverðugt að þau skuli ekki átta sig á því fyrr en í miðri sögu að þau eru bæði íslensk. Helsti veikleiki sögunnar er persónusköp- un. Jón ljósmyndari, Edda ekkja, (aðalpersónurnar) Lisa fyrirsæta, Tony vinur þeirra allra (helstu aukapersónur) eru mjög keimlíkar. Það er lítið í málfari, stíl og lýsingu sem greinir þær að. Fyrir utan almenna umræðu um ljósmyndun og listir eru samtöl innihaldsrýr. Samtöl Jóns og Lisu eru öll í átaka- stíl, samtöl Jóns og ekkkjunnar eru nánast öll um rök hans fyrir því að samband þeirra geti gengið, mót- mæli hennar um að það sé útilokað. Samtöl eru því melódramatísk og í þeim heldur mikil endurtekning. Það eru líka nokkur lýti á textanum hversu oft orð eins og „rosalega“, „gasalega“, „æðislega“, o.s.frv. eru notuð. Þau eru einfaldlega trufl- andi í ritmáli. Í Feimnismálum er stundum vísað í Þúsund og eina nótt og talað um allar aukasögurnar í sögunum þar. Það er líklegt að höfundurinn sé að leika sér að því formi en það skortir nokkuð upp á skáldskapinn til þess að það gangi upp. Ekkjan og ljósmyndarinn Bandaríski kvikmyndaleikstjór- inn Robert Altman er látinn, 81 árs að aldri. Altman var einn áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri 20. aldar og þótti hafa afar sér- stakan stíl. Eftir hann liggja verk á borð við M-A-S-H, Nashville, The Player, Gosford Park og nú síðast A Prairie Home Companion, sem kom út fyrr á árinu. Altman lést á spítala í Los Ang- eles á mánudagskvöld en þegar blaðið fór í prentun hafði bana- mein hans ekki verið gefið upp. Hann var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjóri, síðast árið 2001 fyrir Gosford Park, og í ár hlaut hann heiðuróskarinn fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Meðal stíleinkenna Altmans er að oftar en ekki notaðist hann við stóran leikhóp, sem hann lét stund- um spinna heilu og hálfu atriðin á staðnum og myndavélin er yfir- leitt á stöðugri hreyfingu. Ferill hans hófst í byrjun sjötta áratug- arins en hann sló fyrst í gegn með háðsádeilunni M-A-S-H árið 1970. Altman látinn Draumasmiðjan og Hafnarfjarðarleikhúsið VIÐTALIÐ Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 23. nóvember kl. 20:00 SÍÐASTA SÝNING Miðapantanir: 555 2222 (símsvari) eða á midi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.