Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN 22. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Fjárfesting lífeyrissjóða í hluta- bréfasjóðum nálægt því fjórfald- aðist milli áranna 2000 og 2005, fór úr tæpum 53 milljörðum í tæplega 203 milljarða króna. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands er aukn- ingin langmest í útlöndum. Árið 2000 nam fjárfesting inn- anlands 16,18 prósentum af heild- arhlutabréfakaupum, en árið 2005 nam hún 5,17 prósentum. Þannig jukust fjárfestingar innanlands um 22 prósent á tímabilinu, úr 8,5 milljörðum í 10,5 milljarða króna, en um 435 prósent utan landstein- anna, úr 44,2 milljörðum í 192,4 milljarða króna. - óká Áherslan er á erlendar eignir Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Yfirgnæfandi meirihluti fundargesta á hluthafa- fundi í Avion Group samþykkti að breyta nafni félagsins í Hf. Eimskipafélags Íslands. Hið sögu- fræga félag er þar með komið aftur í Kauphöll Íslands eftir nærri þriggja ára fjarveru en um 80 prósent af veltu félagins kemur frá starfsemi Eimskips. „Það er ekki af einhverri tilfinningasemi sem stjórnin gerir þetta að tillögu sinni. En ég skal alveg viðurkenna það að mér finnst einkar ánægjulegt að hefja þetta nafn til frekari vegs og virðing- ar í íslenskri sögu á nýjan leik,“ sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands, á síðasta hluthafafundi Avions. Jafnframt samþykkti fundurinn að veita stjórn heimild til að taka lán að upphæð 100 milljónir Kanadadala, sem samsvarar 6,1 milljarði króna, á fimmtán prósenta föstum vöxtum vegna 38 millj- arða króna yfirtöku Eimskips á Atlas Cold Storage. Skuldareigandinn, KingStreet í Toronto í Kanada, hefur heimild til að breyta þessu láni hvenær sem er í hlutafé til lok ársins 2011. Magnús segir það vera eðlilegan hlut að skulda- bréf geti verið með breytirétti ef sá sem lánar féð hefur áhuga að taka frekari þátt í rekstrinum eins og var raunin í þessu tilfelli. Hann segir að fimmtán prósenta vextir hljóti að mælast sem háir vextir en býst aftur á móti fastlega við því að KingStreet, sem vann náið með Avion við nokkuð harðvítuga yfirtöku á Atlas, nýti sér heimildina og breyti skuldinni í hlutafé. Eimskip hefur tekið miklum umskiptum frá árinu 2004. Baldur Guðnason, forstjóri Hf. Eimskipafélagsins, bendir á að markmið sem þá voru sett um vöxt félagsins til ársins 2010 hafi nú nánast náðst fyrir árslok 2006. Velta félagsins er áætluð 100 milljarðar króna á núverandi rekstrar- ári sem er fimmföldun frá árinu 2004. Fyrir utan flutningareksturinn í Eimskip á Hf. Eimskipafélagsins eignarhluti í Air Atlanta Icelandic og helmingshlut í Avion Aircraft Trading. Magnús segir ekkert vera ákveðið í því hvort félag- ið selji alla starfsemi frá sér nema Eimskip. „En eins og með alla hluti þá er allt til sölu í sjálfu sér. Þessi félög [Eimskip og Air Atlanta] vinna mjög vel saman. Eimskip er ekki bara í skipaflutningum, það er einnig alþjóðlegur og alhliða flutningaaðili og þar eru flugflutningar einn hluti.“ Óskabarn þjóðarinnar aftur í Kauphöllina Stjórnarformanni Eimskipafélagsins finnst líklegt að KingStreet breyti sex milljarða skuld í hlutafé. Ekki ákveðið hvort fleiri eignir, til dæmis Air Atlanta, verði seldar. Engum líkar við gluggapóstinn, ekki einu sinni þeim sem senda hann Viðskiptavinir SPRON Factoring hf. fela okkur umsjón og eftirlit með lánsviðskiptum til þess að geta veitt viðskiptavinum sínum betri þjónustu, aukið söluna og losnað við áhyggjur. Við hjálpum þeim að fi nna trausta viðskiptavini, fjármögnum vöxtinn, bókum viðskiptamannabókhaldið og þjónustum skuldunauta þeirra. G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum 365 -8% -30% Actavis 2% 35% Alfesca 2% 23% Atlantic Petroleum -1% 35% Atorka Group 2% 0% Avion Group 1% -29% Bakkavör 1% 18% FL Group 2% 20% Glitnir 0% 30% KB banki 0% 11% Landsbankinn 5% 5% Marel 1% 22% Mosaic Fashions -1% -10% Straumur 2% 11% Össur 1% 1% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Actavis hefur keypt 51 pró- sents hlut í rússneska lyfja- fyrirtækinu ZiO Zdorovje sem hefur höfuðstöðvar í borginni Podolsk, um 20 kílómetrum frá Moskvu. Kaupverðið er 47 millj- ónir evra eða um 42 milljarðar króna. Helmingur þess kemur til greiðslu strax en seinni helm- ingurinn er skilyrt greiðsla og háð afkomu ZiO Zdorovje. Náist afkomumarkmiðin verður þeirri greiðslu varið til frekari upp- byggingar á verksmiðju félags- ins. Að sögn Róberts Wessman, forstjóra Actavis, koma kaup- in Actavis í sterka stöðu á Rússlandsmarkaði. „Í ríkisútboð- um í Rússlandi eru þeir sem eru með framleiðslu á staðnum í mun sterkari stöðu en önnur fyrirtæki. Með þessu gefst okkur tækifæri til að komast inn á svæði sem við höfum ekki verið á hingað til.“ Róbert segir eigendur ZiO Zdorovje hafa sett skilyrði um að halda stórum hluta áfram. Þó sé líklegt að Actavis muni frekar auka við fjárfestingu sína í fyrir- tækinu í framtíðinni. Hann segir Actavis jafnframt hafa fleiri kaup í skoðun. Sé meðal annars litið til kaupa á þróunarfyrirtæki sem býr yfir tækni sem Actavis gerir ekki. Vonast hann til þess að náist að loka einum kaupum enn fyrir jólin. - hhs Actavis kaupir rússneskt fyrirtæki Tvö félög í Kauphöll Íslands, Sláturfélag Suðurlands og Flaga, eru undir upplausnarvirði sem þýðir að bókfært eigið fé félag- anna er meira en markaðsvirði þeirra. Í fjármálafræðum notast menn við V/I-gildi (Q-gildi) þegar reiknað er markaðsvirði fyrir- tækja sem hlutfall af bókfærðu eigin fé. Sé hlutfallið undir einum er markaðsvirði lægra en eigið fé og félagið því undir upplausnar- virði. Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi, segir að þegar félög eru undir upplausnarvirði geti fjárfestar hugsanlega haft áhuga á að taka þau yfir og leysa upp eignir. „Það er hins vegar alltaf vara- samt að nota eina kennitölu til að alhæfa eitthvað um verðlagn- ingu félaga.“ Hann bendir á að meðal eigna geti verið bókfærð viðskiptavild sem hugsanlega standi ekki undir sér. „Í raun er nauðsynlegt að endurmeta allar skuldir og eignir félagsins ef fá á góðan mælikvarða á raunveru- legt upplausnarvirði.“ Eigið fé SS um mitt ár var um 1.100 milljónum króna hærra en síðasta markaðsvirði félagsins. Eigið fé Flögu í lok september er meira en 800 milljón krónum hærra en markaðsvirði félagsins. Fyrrnefnda félagið er þó sam- vinnuhlutafélag þar sem eignar- hald og atkvæðisréttur fara ekki saman. Haraldur Yngvi bendir á að til séu rannsóknir sem hafi sýnt að bestu langtímafjárfestingarnar séu í félögum með lágt V/I-gildi. Þetta er þó ekki algild regla. Þannig hafi til dæmis Bakkavör, sem er með eitt hæsta V/I-gildið í Kauphöllinni, sýnt hærri arðsemi eigin fjár en flest önnur rekstrar- félög. - eþa Tvö félög undir upplausnarvirði Eigið fé Flögu og SS hærra en markaðsvirði. 1,1 milljarði munaði á eigið fé og heildarvirði SS. V / I G I L D I F É L A G A Í K A U P H Ö L L Fyrirtæki Áætlað V/I-gildi * SS 0,26 Flaga Group 0,68 Alfesca 1,27 Eimskipafélagið 1,27 Atorka Group 1,32 Icelandic Group 1,33 Exista 1,38 FL GROUP 1,39 Straumur-Burðarás 1,47 365 1,56 Teymi 1,56 TM 2,05 Kaupþing 2,18 Atlantic Petroleum 2,21 Marel 2,29 Landsbankinn 2,29 Glitnir 2,51 Actavis Group 2,68 Mosaic Fashions 2,81 Nýherji 2,81 Vinnslustöðin 3,69 Össur 3,84 Bakkavör 4,73 * Miðað við markaðsverðmæti Kauphallarfélaga þann 17. nóvember og bókfært eigið fé félaganna við 6 eða 9 mánaða uppgjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.