Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 40
MARKAÐURINN Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq gerði yfirtökutilboð í kauphöll Lundúna í Bretlandi, LSE, á mánudag. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn á árinu sem Nasdaq-markaðurinn gerir tilboð í LSE. Síðar sama dag ákvað stjórn LSE að taka tilboðinu ekki. Nokkrir hlutabréfamarkaðir jafnt vestanhafs sem og á meginlandi Evrópu hafa horft til þess að ganga í eina sæng með LSE síðan í desember í hittifyrra. Þar á meðal eru þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, ástralski fjárfestingar- bankinn Macquarie og samevrópski hlutabréfa- markaðurinn Euronext. Tilraunir markaðanna til yfirtöku hafa haft mikil áhrif á gengi bréfa í LSE en það hefur hækkað um 124 prósent síðan yfirtökutilraunir hófust fyrir tæpum tveimur árum. Nasdaq gerði fyrst yfirtökutilboð í LSE í mars síðastliðnum en það hljóðaði upp á 2,4 milljarða punda eða rúma 313 milljarða íslenskra króna. Stjórn LSE felldi tilboðið og festi Nasdaq sér um þriðjungshlut í markaðnum í kjölfarið. Samfara yfirtökutilboðinu nú hefur Nasdaq sömuleiðis keypt sjö milljónir hluta í LSE til viðbótar og aukið hlut sinn í 28,75 prósent. Síðdegis á mánudag barst svo tilkynning frá LSE þar sem fram kemur að Clara Furse, forstjóri LSE, telji tilboðið of lágt, það endurspegli ekki mikinn vöxt og framtíðarhorfur LSE. Haft hefur verið eftir Robert Greifeld, for- stjóra Nasdaq, að verði af kaupum á LSE stefni markaðurinn á skráningu bæði vestanhafs og í Evrópu. Nasdaq mun hins vegar ekki hafa í hyggju að endurskoða yfirtökutilboð sitt nema annar markaður bjóði í LSE, að hans sögn. 22. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D LSE hryggbraut Nasdaq í annað sinn Stjórn Nasdaq gerði yfirtökutilboð í LSE í annað sinn á mánudag. Því var hafnað. Breska gervihnattasjónvarps- stöðin BSkyB keypti í síðustu viku 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarps- félagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Eigandi BSkyB, sem eftir kaupin á 19,9 prósenta hlut í ITV, er fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch en sonur hans, James Murdoch, er forstjóri BSkyB. Skoska dagblaðið The Scotsman segir kaupin mikilvæg fyrir Murdoch en bætir við að BSkyB hafi ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í félagið og líti á kaupin sem langtímafjárfestingu. Kaup BSkyB hafa hins vegar reitt breska afþreyingar- og fjarskiptakónginn Richard Branson til reiði en kapalstöðin NTL sem Branson á rúman tíunda hlut í, í gegnum félag sitt Virgin Group, hefur átt í samrunaviðræðum við ITV. Við bætist að BSkyB er stór hluthafi í NTL en Branson hefur farið fram á að fjarskiptaeftirlit Bretlands skeri úr um hvort kaupin séu lögmæt. Þrátt fyrir þetta eru kaup BSkyB sögð vörn Breta gegn yfir- töku þýsku sjónvarpsstöðvarinnar RTL, sem sögð er íhuga að gera fimm milljarða punda, eða ríflega 660 milljarða króna, yfirtökutilboð í ITV, sem rekið hefur verið án forstjóra síðan í ágúst. - jab Bretar berjast um sjónvarpsstöð Danir ættu nú að geta glaðst yfir velgengni sinni í viðskiptalífinu því danski fjárfestingarbankinn Saxo Bank var í síðustu viku valinn besti banki í heimi. Tæplega 4.200 lesendur breska viðskiptatímaritsins FX Week Magazine völdu bankann í þetta virðingarverða sæti í alþjóðlegri könnun. Þá lenti bankinn sömuleiðis í fyrsta sæti sem besti gjaldeyris- banki Norðurlandanna auk þess að vera með besta netbankann. Í umsögn blaðsins segir meðal ann- ars að erlendum fjárfestum hugn- ist bankinn einkar vel. Stjórnendur bankans geta vel við unað því fjögur þúsund bank- ar víða um heim kepptu um sæti á lista FX Week Magazine, sem meðal annars flaggar risabönk- um á borð við Citigroup, HSBC, Barclays Capital og JP Morgan í tíu efstu sætunum. Eric Frydenlund Michelsen, forstjóri bankans, segir verðlaunin einkar ánægjuleg, sérstaklega þar sem bankinn hafi borið sigur úr býtum í samkeppni við stóra og rótgróna banka sem hafi verið lengi við lýði. Þá sagði Michelsen enn fremur að viðurkenningin sé fyrirtaks auglýsing sem muni laða að fleiri viðskiptavini auk þess sem verð- launin komi til með að nýtast við frekari útrás bankans. - jab Heimsins besti banki í Danmörku Gerald Grinstein, for- stjóri bandaríska flug- félagsins Delta og aðrir stjórnendur þess, unnu að því hörðum höndum í lok síðustu viku að sannfæra hluthafa í flugfélaginu um að hafna óvinveittu yfirtökutilboði landa þeirra og samkeppnis- aðila hjá flugfélaginu US Airways, sem lagt var fram á miðvikudag. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir stjórnina reyna að vinna stuðning lánardrottna, því þörf sé á stífri hag- ræðingu í rekstri flug- félagsins til að forða því frá gjaldþroti. US Airways er sjö- unda stærsta flugfélag Bandaríkjanna en hjá því starfa 35.000 manns. Delta er hins vegar þriðja stærsta flugfélag landsins með 47.000 starfsmenn. - jab Delta berst gegn samruna flugfélaga Stjórn þýska bílaframleiðandans Porsche hefur aukið við hlut sinn í bílasmiðjum Volkswagen. Porsche keypti 21,2 prósenta hlut í Volkswagen á síðasta ári en Wendelin Wiedeking, forstjóri Porsche, sagði skömmu síðar að fyrirtækið ætlaði ekki að verða sem þögull farþegi í aftursætinu og jók hlutinn fyrir skömmu í 27,4 prósent. Þá hefur forstjórinn gefið í skyn að fyrirtækið muni auka hlutinn enn frekar á næstunni og fara í 29,9 prósent. Fari hluturinn í 30 prósent verður Porsche að gera yfirtökutilboð í Volkswagen, samkvæmt þýskum reglum. Porsche getur hins vegar seint eignast allan hlut í Volkswagen því 50 ára þýsk lög, sem nefnd hafa verið VW-lögin, kveða á um að héraðsstjórnin í Neðra-Saxlandi hafi 20 prósent atkvæðaréttar í Volkswagen, til að tryggja framleiðslu á bílum og störf í héraðinu. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur sett sig upp á móti lögunum enda telur hún lögin hamla heilbrigðri sam- keppni og mun í næsta mánuði ákveða hvort lögin verða afnumin þrátt fyrir mikinn stuðning við þau í Neðra-Saxlandi. Verði sú raunin fær Porsche tækifæri til að auka enn frekar við stjórnina hjá Volkswagen. - jab Porsche eykur við í Volkswagen Milljarðamæringurinn Warren Buffett, sem gjarnan hefur verið nefndur „vitringurinn frá Omaha“ vegna hæfileika sinna á fjármálasviðinu, er í þann mund að slá í gegn sem teiknimynda- persóna í þáttunum „Leynilegi milljóneraklúbburinn“ (e. The Secret Millionaire´s Club). Bandaríska fyrirtækið DIC Entertainment ætlar að gera þrettán þátta teiknimyndaseríu um Buffett og ráð hans, en mark- miðið er að kenna börnum á aldr- inum fimm til tólf ára að höndla fjármuni. Andrew Heyward, stjórnar- formaður og forstjóri DIC Entertainment, segir fyrirtækið vart geta hafa fengið betri mann í hlutverkið enda hlusti margir eftir hverju því sem Buffett segi. Í þáttunum er Warren Buffett góðhjartaður ráðgjafi sem nokkur börn, sem búsett eru í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum, leita til einu sinni í viku þegar þau þurfa á ráðum að halda til að bjarga tómstundaheimili sínu úr klóm samviskulauss verktaka, sem hefur keypt það og ætlar að rífa. Samstarf DIC Entertainment og Buffetts er ekki nýtt af nálinni en fyrirtækið hefur gert stuttar teiknimyndir, sem sýndar hafa verið á hluthafafundum Berkshire Hathaway, fjárfestingarsjóði Warrens Buffetts. - jab Buffett fræðir börn um fjárfestingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.