Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 14
Um þrjú hundruð myndir sem sýna
villimennskuna í vetrar- og framhaldsstríðinu í
Finnlandi, aftöku á njósnurum og finnskum fórnar-
lömbum rússnesku hermannanna hafa verið gerðar
opinberar í Stríðsskjalasafninu í Finnlandi.
Ekki verður nein skipulögð sýning á myndunum
en fjölmiðlar hafa fengið að birta nokkrar þeirra.
Þannig hafa bæði finnska dagblaðið Helsingin
Sanomat og Hufvudstadsbladet birt nokkrar þessara
mynda sem þykja sýna grimmd og miskunnarleysi á
stríðsárunum.
Á myndunum má meðal annars sjá líkamsleifar
eftir mannát, þar sem hermenn hafa lagt félaga sinn
sér til munns, rifbein og önnur bein úr manni við hlið
mataríláta, á einni þeirra má sjá finnskan hermann
bera látið barn úr húsi og á annarri rússneskan
njósnara glotta framan í finnskan böðul sinn.
Myndirnar hafa ekki verið gerðar opinberar fyrr
af ýmsum ástæðum, meðal annars að ósk aðstand-
enda. Myndirnar sem finnsku dagblöðin hafa birt
þykja ekki þær svæsnustu í safninu en sumar þeirra
þykja mikil hneisa fyrir Finnland eftir stríðið, til
dæmis þar sem rússneskir hermenn eru neyddir til
að ganga yfir jarðsprengjusvæði.
Aftökur í stríðinu við Rússa
Umboðsmaður Alþing-
is hefur ritað fjármálaráðherra
bréf þar sem hann hvetur til þess
að fræðsla verði aukin fyrir for-
stöðumenn ríkisstofnana um regl-
ur starfsmannalaga og stjórn-
sýsluréttar um starfslok
ríkisstarfsmanna.
Bréfið er ritað í kjölfar upp-
sagna þriggja starfsmanna hjá
Fasteignamati ríkisins árið 2004.
Ástæða uppsagnanna var hag-
ræðing í rekstri. Þegar uppsögn
starfmanns ber að með þeim
hætti er ekki skylt að gefa starfs-
manni kost á að tjá sig um ástæð-
ur uppsagnar áður en hún tekur
gildi.
Þegar ákveðið er að grípa til
uppsagnar vegna hagræðingar í
rekstri ríkisstofnunar þurfa enn-
fremur að liggja fyrir aðstæður
sem gefa tilefni til svo íþyngjandi
aðgerðar.
Í tilfellunum þremur telur
umboðsmaður Alþingis að ekki
hafi verið kannað til hlítar hvort
hægt hafi verið að færa starfs-
menn til í starfi í stað þess að
segja þeim upp.
Umboðsmaður telur það vera
verkefni dómstóla að leysa úr því
hvort starfsmenn Fasteignamats
ríkisins eigi rétt á skaðabótum
eða öðrum úrræðum vegna máls-
meðferðarinnar.
Forstöðumenn fái fræðslu
Innritunarborðum í
Leifsstöð verður fjölgað úr 25 í 42
og er ráðgert að nýju borðin verði
tekin í notkun um miðjan apríl á
næsta ári.
Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðu-
maður í Leifsstöð, segir fram-
kvæmdir þegar hafnar og að
fyrirhuguð fjölgun borða verði
við nýjan norðuhluta flugstöðvar-
innar. „Þá erum við einnig að
fjölga sjálfsafgreiðsluborðum í
stöðinni úr átta í sextán en fólk er
farið að nota þessa kassa í
auknum mæli.“ Hrönn segir
fjölgun innritunarborða gerða til
að að bregðast við auknum fjölda
farþega í Leifsstöð
17 ný borð tek-
in í notkun
Föstudagskvöld!
Léttir Jazzstandardar úr
amerísku söngbókinni!
Eyólfur Þorleifsson
Saxafón
Ólafur Stolzenwald
kontrabassi
Hin afar rómaða Þakkargjörðarkalkúnaveisla Hótels
Cabin verður haldin dagana 23. og 24. nóvember.
Í hádeginu fimmtudaginn 23. nóvember.
Í hádeginu föstudaginn 24. nóvember
Föstudagskvöldið 24. nóvember.
Borðapantanir í síma
511 6030
Eftirréttur og kaffi
að loknu
kalkúnahlaðborði
Verð einungis
1.850 kr.
2.550 kr. föstudagskvöld