Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 86
! Kl. 20.00Ungfónían - Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytur nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson á tónleikum í Neskirkju. Verkið nefnist Sprettur og er sérstaklega samið fyrir hljóm- sveitina. Auk þess eru á efnisskrá konsert fyrir selló og hljómsveit í D-dúr eftir Joseph Haydn og sinfónía Mozarts nr. 40 í g-moll. Einleikari með hljómsveitinni er Margrét Árna- dóttir sellóleikari en stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Saga af tilbúningi Nýstofnað barna- og ungl- ingaleikhús söngskólans Sönglistar og Borgarleik- hússins frumsýnir söngleik- inn Réttu leiðina í kvöld. Um er að ræða söngleik þar sem öll hlutverk eru skipuð börnum og unglingum. Leikararnir eru á aldrinum 7-18 ára og munu tveir leikhópar skipta með sér sýning- unum, alls 22 krakkar í hvorum hópi. Verkið fjallar um Heiðrúnu Birtu mannabarn sem alist hefur upp í Jólalandi. Hún er send aftur til mannheima af sjálfri jóla- drottningunni ásamt jólaálfinum Kuggi til að rétta öðrum hjálpar- hönd og breiða út boðskap ástar og friðar sem er hinn eini sanni jólaboðskapur. Árni Beinteinn Árnason er ungur leikari sem er annar þeirra sem fer með hlut- verk jólaálfsins Kuggs. „Þetta er mikið jólaævintýri en það fjallar um nútímaunglinga sem eru hættir að trúa á jólasveininn,“ útskýrir hann. „Ég myndi lýsa þessu sem mjög fjörugum og skemmtilegum söngleik, svona ekta barna- og fjölskyldu- skemmtun.“ Heiðrúnar Birtu og jólaálfsins Kuggs bíður heljarinnar verkefni. Í mannheimum kynnast þau Kyrjunum sem í raun trúa ekki á neitt nema sjálfar sig og engan veginn á jólasveininn og þá verða vinirnir að sann- færa mannfólkið um að með því að rétta öðrum hjálpar- hönd og láta sig málin varða leggi þau öllum heim- inum lið. „Það er heilmikið sungið í sýning- unni,“ útskýrir Árni Bein- teinn og upplýsir að í henni séu tíu hress- ileg popplög. Æfingarnar hafa gengið vel að hans sögn en hóp- arnir munu standa í ströngu langt fram á aðventuna því fyrir- hugað er að sýna verkið fram til 17. desember. „Þetta er búið að vera pínulítið strembið í skólan- um en maður verður bara að reyna að vera duglegur að vinna upp það sem maður hefur misst af,“ segir Árni. Árni Beinteinn hefur tals- verða reynslu af leiklistinni þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur til dæmis leikið í leikritunum Ronja ræningjadóttir og Híbýl- um vindanna í Borgarleikhúsinu og nú leikur hann einnig í leikrit- inu Sitji guðs englar í Þjóðleik- húsinu. Árni Beinteinn segir hæversklega að kannski muni hann leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni. „Það er aldrei að vita upp á hverju maður tekur.“ Handritshöfundar Réttu leið- arinnar eru Erla Ruth Harðar- dóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir en leikstjóri er Gunnar Helga- son. Um söngstjórn sér Ragn- heiður Hall en tónlistarstjóri er Valdimar Kristjónsson. Leik- mynd og búninga gerir Sigur- jón Jóhannsson en danshöf- undar eru Halla Ólafsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Tvær sýningar verða á verkinu í dag, sú fyrri kl. 18 en sú síðari kl. 20. Jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna Valgerður Bergsdóttir er handhafi heiðursverðlauna Myndstefs árið 2006 sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í gær. Viðurkenninguna hlýtur Valgerð- ur fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni fyrr á þessu ári. Jafnframt er Valgerður heiðruð fyrir fjölþætt störf á vett- vangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistar- maður. Heiðursverðlaun Mynd- stefs, Myndhöfundasjóðs Íslands, nema samtals einni milljón króna og er þeim nú úthlutað í annað sinn. Helmingur verðlaunaupp- hæðarinnar kemur úr sjóðum Myndstefs en Landsbanki Íslands, sem er fjárhagslegur bakhjarl heiðursverðlaunanna, leggur til hinn helminginn. Það er einróma niðurstaða dóm- nefndar, sem skipuð var þeim Val- gerði Hauksdóttur myndlistar- manni, Pétri Ármannssyni arkitekti og Björgólfi Guðmunds- syni, stjórnarformanni Lands- banka Íslands, að verðlaunin hljóti að þessu sinni Valgerður Bergs- dóttir myndlistarmaður. Í umsögn dómnefndar kemur fram að í steinglersgluggum Reykholts- kirkju nálgist Valgerður aldagam- alt listform á nýstárlegan hátt með því að leggja fremur áherslu á formteikningu en litaspil: „Frjálslega teiknuð og samfléttuð hringform mynda þar meginstef ásamt mismunandi blæbrigðum hliðstæðra litatóna. Valgerður er í hópi færustu teiknara og í þessu verki tekst henni að yfirfæra frjálst og leikandi handbragð yfir í miðil glersins á þann veg sem ekki hefur áður sést,“ segir í áliti dómnefndarinnar. Steinglersgluggarnir byggja á ítarlegum rannsóknum og hug- myndavinnu listamannsins á margra ára tímabili, þar sem áhrif frá ólíkum menningarskeiðum myndmáls, táknfræði og ritlistar koma við sögu. Þá miklu vinnu og hugsun sem Valgerður lagði í útfærslu Reykholtsglugganna mátti sjá á sýningunni Teikn og hnit í Gerðarsafni, þar sem m.a. voru sýndar vinnuteikningar í fullri stærð. Samtímis kom Val- gerður að undirbúningi sýningar- innar AND-LIT á verkum móður sinnar, myndlistarkonunnar Val- gerðar Briem. Auk Valgerðar voru eftirtaldir myndhöfundar tilnefndir til heið- ursverðlauna Myndstefs 2006: Andrés Kolbeinsson ljósmyndari, Atli Hilmarsson grafískur hönn- uður, Sigríður Sigþórsdóttir arki- tekt og myndlistarmennirnir Birg- ir Andrésson og Rúrí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.