Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 86
! Kl. 20.00Ungfónían - Sinfóníuhljómsveit unga
fólksins frumflytur nýtt verk eftir
Tryggva M. Baldvinsson á tónleikum
í Neskirkju. Verkið nefnist Sprettur
og er sérstaklega samið fyrir hljóm-
sveitina. Auk þess eru á efnisskrá
konsert fyrir selló og hljómsveit í
D-dúr eftir Joseph Haydn og sinfónía
Mozarts nr. 40 í g-moll. Einleikari
með hljómsveitinni er Margrét Árna-
dóttir sellóleikari en stjórnandi er
Gunnsteinn Ólafsson.
Saga af tilbúningi
Nýstofnað barna- og ungl-
ingaleikhús söngskólans
Sönglistar og Borgarleik-
hússins frumsýnir söngleik-
inn Réttu leiðina í kvöld.
Um er að ræða söngleik þar sem
öll hlutverk eru skipuð börnum
og unglingum. Leikararnir eru á
aldrinum 7-18 ára og munu tveir
leikhópar skipta með sér sýning-
unum, alls 22 krakkar í hvorum
hópi. Verkið fjallar um Heiðrúnu
Birtu mannabarn sem alist hefur
upp í Jólalandi. Hún er send aftur
til mannheima af sjálfri jóla-
drottningunni ásamt jólaálfinum
Kuggi til að rétta öðrum hjálpar-
hönd og breiða út boðskap ástar
og friðar sem er hinn eini sanni
jólaboðskapur. Árni Beinteinn
Árnason er ungur leikari sem er
annar þeirra sem fer með hlut-
verk jólaálfsins Kuggs. „Þetta er
mikið jólaævintýri en það fjallar
um nútímaunglinga sem eru
hættir að trúa á jólasveininn,“
útskýrir hann. „Ég myndi lýsa
þessu sem mjög fjörugum og
skemmtilegum söngleik, svona
ekta barna- og fjölskyldu-
skemmtun.“
Heiðrúnar Birtu og
jólaálfsins Kuggs bíður
heljarinnar verkefni. Í
mannheimum kynnast
þau Kyrjunum sem í
raun trúa ekki á neitt
nema sjálfar sig og engan
veginn á jólasveininn og
þá verða vinirnir að sann-
færa mannfólkið um að
með því að rétta
öðrum hjálpar-
hönd og láta sig
málin varða
leggi þau
öllum heim-
inum lið.
„Það er
heilmikið
sungið í
sýning-
unni,“
útskýrir
Árni
Bein-
teinn og
upplýsir að í henni séu tíu hress-
ileg popplög. Æfingarnar hafa
gengið vel að hans sögn en hóp-
arnir munu standa í ströngu
langt fram á aðventuna því fyrir-
hugað er að sýna verkið fram til
17. desember. „Þetta er búið að
vera pínulítið strembið í skólan-
um en maður verður bara að
reyna að vera duglegur að vinna
upp það sem maður hefur misst
af,“ segir Árni.
Árni Beinteinn hefur tals-
verða reynslu af leiklistinni þrátt
fyrir ungan aldur en hann hefur
til dæmis leikið í leikritunum
Ronja ræningjadóttir og Híbýl-
um vindanna í Borgarleikhúsinu
og nú leikur hann einnig í leikrit-
inu Sitji guðs englar í Þjóðleik-
húsinu. Árni Beinteinn segir
hæversklega að kannski muni
hann leggja leiklistina fyrir sig í
framtíðinni. „Það er aldrei að
vita upp á hverju maður tekur.“
Handritshöfundar Réttu leið-
arinnar eru Erla Ruth Harðar-
dóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir
en leikstjóri er Gunnar Helga-
son. Um söngstjórn sér Ragn-
heiður Hall en tónlistarstjóri er
Valdimar Kristjónsson. Leik-
mynd og búninga gerir Sigur-
jón Jóhannsson en danshöf-
undar eru Halla
Ólafsdóttir og Lovísa Ósk
Gunnarsdóttir.
Tvær sýningar verða
á verkinu í dag, sú fyrri
kl. 18 en sú síðari kl. 20.
Jólaævintýri fyrir
alla fjölskylduna
Valgerður Bergsdóttir er
handhafi heiðursverðlauna
Myndstefs árið 2006 sem
forseti Íslands afhenti við
hátíðlega athöfn í Listasafni
Íslands í gær.
Viðurkenninguna hlýtur Valgerð-
ur fyrir hönnun og gerð steindra
glugga í Reykholtskirkju og fyrir
sýningarnar Teikn og hnit og
AND-LIT í Gerðarsafni fyrr á
þessu ári. Jafnframt er Valgerður
heiðruð fyrir fjölþætt störf á vett-
vangi íslenskrar myndlistar sem
kennari, stjórnandi og myndlistar-
maður. Heiðursverðlaun Mynd-
stefs, Myndhöfundasjóðs Íslands,
nema samtals einni milljón króna
og er þeim nú úthlutað í annað
sinn. Helmingur verðlaunaupp-
hæðarinnar kemur úr sjóðum
Myndstefs en Landsbanki Íslands,
sem er fjárhagslegur bakhjarl
heiðursverðlaunanna, leggur til
hinn helminginn.
Það er einróma niðurstaða dóm-
nefndar, sem skipuð var þeim Val-
gerði Hauksdóttur myndlistar-
manni, Pétri Ármannssyni
arkitekti og Björgólfi Guðmunds-
syni, stjórnarformanni Lands-
banka Íslands, að verðlaunin hljóti
að þessu sinni Valgerður Bergs-
dóttir myndlistarmaður. Í umsögn
dómnefndar kemur fram að í
steinglersgluggum Reykholts-
kirkju nálgist Valgerður aldagam-
alt listform á nýstárlegan hátt
með því að leggja fremur áherslu
á formteikningu en litaspil:
„Frjálslega teiknuð og samfléttuð
hringform mynda þar meginstef
ásamt mismunandi blæbrigðum
hliðstæðra litatóna. Valgerður er í
hópi færustu teiknara og í þessu
verki tekst henni að yfirfæra
frjálst og leikandi handbragð yfir
í miðil glersins á þann veg sem
ekki hefur áður sést,“ segir í áliti
dómnefndarinnar.
Steinglersgluggarnir byggja á
ítarlegum rannsóknum og hug-
myndavinnu listamannsins á
margra ára tímabili, þar sem áhrif
frá ólíkum menningarskeiðum
myndmáls, táknfræði og ritlistar
koma við sögu. Þá miklu vinnu og
hugsun sem Valgerður lagði í
útfærslu Reykholtsglugganna
mátti sjá á sýningunni Teikn og
hnit í Gerðarsafni, þar sem m.a.
voru sýndar vinnuteikningar í
fullri stærð. Samtímis kom Val-
gerður að undirbúningi sýningar-
innar AND-LIT á verkum móður
sinnar, myndlistarkonunnar Val-
gerðar Briem.
Auk Valgerðar voru eftirtaldir
myndhöfundar tilnefndir til heið-
ursverðlauna Myndstefs 2006:
Andrés Kolbeinsson ljósmyndari,
Atli Hilmarsson grafískur hönn-
uður, Sigríður Sigþórsdóttir arki-
tekt og myndlistarmennirnir Birg-
ir Andrésson og Rúrí.