Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 1
Smáauglýsi
Fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Frið-riksson tók nýlega við stöðu skemmt-anastjóra á Rex.
Það má segja að Ásgrímur fatahönnuður,
betur þekktur sem Ási, hafi fyrst komist
almennilega í sviðsljósið fyrir búninga-
hönnun Silvíu Nætur, sem hann sá um
ásamt söngdívunni knáu Í kjölfÁsi tekið þá
uð á mig á Indlandi. Ég teiknaði þau bara
upp, gekk inn á saumastofu og svo voru þau
tilbúin svona þremur dögum síðar. Það er
náttúrlega æðislegt að eiga jakkaföt sem
eru þau einu sinnar tegundar í heiminum og
klæðskerasaumuð að auki,“ segir Ási og
bætir því við að sægræna skyrtan komi sér-
staklega vel út við jakkafötiÁsi í K
Á einstök jakkaföt,
sérsaumuð á Indlandi
Opið til 21
í kvöld
Jólabæklingur
fylgir Fréttablaðinu í dag
Samgönguáætlun
gerir ráð fyrir að á næstu árum
verði ráðist í frágang Sundabraut-
ar, tvöföldun þjóðvegarins á milli
Akureyrar og Reykjavíkur í áföng-
um og tvöföldun vegar á milli
Reykjavíkur og Markarfljótsbrú-
ar. Gert er ráð fyrir að byrjað
verði á framkvæmdunum á næsta
ári og að þeim verði lokið árið
2017.
Þetta kom fram í máli Sturlu
Böðvarssonar samgönguráðherra
á fundi Samtaka verslunar og
þjónustu og viðskiptaráðs á Grand
hóteli í gær.
Sturla segir að framlög til vega-
mála verði aukin um 3,5 milljarða
á næsta ári. Framlögin nemi nú
13,9 milljörðum króna en upphæð-
in verði hækkuð í rúma 17,4 millj-
arða.
Samgönguráðherra segir stór-
átak í vegamálum þegar hafið og
nefnir jarðgangaframkvæmdir og
lengri vegakafla með bundnu slit-
lagi því til sönnunar. „Fólksbif-
reiðum á Íslandi hefur fjölgað um
rúm 27 prósent frá árinu 1999 sem
þýðir aukinn umferðarþunga á
vegum. Þegar umferðarþungi
ákveðinna vegakafla er skoðaður
kemur í ljós að árið 2005 er mesti
þunginn á Vesturlandsvegi sunnan
Þingvalla og hefur hann aukist um
61,3 prósent frá árinu 1999.“
Sturla segir framkvæmdirnar
fjármagnaðar með auknum fram-
lögum úr ríkissjóði en nefnir einn-
ig einkaframkvæmd sem leið til
fjármögnunar. Til standi að breyta
lögum þannig að ekki þurfi sér-
staka lagaheimild í hvert sinn sem
ráðist er í gerð samgöngubóta í
einkaframkvæmd.
Sjóvá er í fararbroddi þeirra
einkaaðila sem sýnt hafa vega-
framkvæmdum áhuga og leggja
þeir áherslu á tvöföldun Suður-
landsvegar á næstu árum.
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár,
segir tvöföldun Suðurlandsvegar
ábatasama aðgerð þar sem hún
dragi úr slysatíðni á veginum.
„Erlendis eru samgöngur í
auknum mæli kostaðar af einkaað-
ilum og okkar áætlanir gera ráð
fyrir að ljúka tvöföldun Suður-
landsvegar í árslok 2009.“
Þá nefnir Þór möguleika á að
einkaaðilar komi að uppbyggingu
Sundabrautar, Suðurlandsvegar,
Vesturlandsvegar og styttingu
leiðar á milli Akureyrar og Reykja-
víkur um 40-60 km.
„Tillögur Sjóvár gera ráð fyrir
að fjármagna framkvæmdirnar
með vegagjöldum eða skugga-
gjöldum þar sem ríkið greiðir
fyrir hvern bíl sem keyrir um veg-
inn,“ segir Þór.
Vill tvöfalda
norðurleiðina
Á samgönguáætlun til ársins 2017 er gert ráð fyrir
tvöföldun vegar á milli Akureyrar og Reykjavíkur
og á milli Reykjavíkur og Markarfljótsbrúar.
Stöðugt verður
algengara að bláar perur séu sett-
ar í ljós á almenningssalernum til
varnar gegn eiturlyfjafíklum.
Þannig hafa bláar perur verið sett-
ar í ljósastæði á almenningssal-
ernum á Slysavarðsstofunni og í
Sundhöll Reykjavíkur. Fíklarnir
sjá ekki æðarnar í bláu ljósi.
Ófeigur Þorgeirsson, yfirlækn-
ir á Slysavarðsstofunni, segir að
fíklarnir eigi erfiðara með að sjá
til þegar þeir sprauta sig í bláu
ljósi en vörnin sé ekki hundrað
prósent. „Fólkið er orðið það flinkt
að það kemst hjá þessu en bláa
ljósið hjálpar og eitthvað hefur
þetta minnkað,“ segir hann.
„Við tókum þetta upp á salern-
inu frammi við biðstofuna okkar
fyrir ári. Fólk var að sprauta sig
þar og við fundum nálar þar þannig
að við settum upp bláu ljósin. Það
er vel þekkt aðferð því að æðarnar
sjást verr í bláu ljósi,“ segir hann.
Katrín Irvin, rekstrarstjóri
Sundhallar Reykjavíkur, segir að
það hafi verið óhuggulegt fyrir
starfsmenn Sundhallarinnar að
þurfa að tína upp nálarnar eftir
sprautufíklana á almenningssal-
erninu frammi í anddyrinu og því
hafi blátt ljós verið sett upp. „Mér
skilst að þetta sé notað víða,“ segir
hún.
Bláa ljósið fælir burt fíklana
Gefur út myndabók
með kærastanum
Þegar umferðarþungi
ákveðinna vegakafla
er skoðaður kemur í ljós að árið
2005 er mesti þunginn á Vest-
urlandsvegi sunnan Þingvalla
og hefur hann aukist um 61,3
prósent frá árinu 1999.