Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 28

Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 28
hagur heimilanna Biðraðirnar hjá hjólbarða- verkstæðunum á höfuðborg- arsvæðinu gefa til kynna að fólk hafi ekki alveg búist við þessu fannfergi, og jafnvel áætlað að veturinn yrði jafn snjóléttur og þeir síðustu. Gefum okkur það að vetur- inn verði harður og snjó- koman um helgina sé dæmi um það sem koma skal. Hvað mun þá vetrarharkan kosta meðalmanninn? Samkvæmt lauslegri könnun kost- ar 168.044 krónur að koma sér í vetrargírinn. Langdýrasti hlutinn eru vetrardekkin undir bílinn. Ef kaupa þarf nýjan umgang má búast við að spandera um 50-80 þúsund krónum á hvern fólksbíl, en meira fyrir jeppa eða pallbíla. Föt eru vitanlega misdýr en samkvæmt könnun okkar kostar góður vetrarpakki – peysa, húfa, trefill, úlpa, skór, nærföt, sokkar og vettlingar – um 77.000 krónur. Endurskinsmerki eru nauðsyn- leg í myrkrinu. Þau má fá ókeypis hjá tryggingafélögum eða bönk- um, en svo má kaupa þau líka á bensínstöðvum. Þar er líka hægt að kaupa mikilvæga hluti í bílinn, lásasprey, sköfu, snjóskóflu og frostlög. Alls konar pestir sækja á fólk í kuldanum og því er gott í forvarn- arskyni að eiga C-vítamín og lýsi. Í kulda og óveðri er notalegt að vera heima og óveðrið þjappar oftar en ekki fjölskyldum og pörum saman. Fólk hefur það auðvitað náðugt á eins ólíka vegu og það er margt, en ágætur huggulegheitapakki sem samanstendur af kakódufts- dós, hálfpotti af Stroh (í kakóið), sprittkertapoka og nuddolíu kost- ar 5.948 krónur. Svo má auðvitað ekki gleyma smáfuglunum. Það er lítil fórn að gleðja þessa litlu vini því 800 gramma fræpoki kostar ekki nema 129 krónur. Samanlagt gerir þetta svo 168.044 krónur. Undirbúningur fyrir veturinn á 170 þúsund Arnbjörg Sveinsdóttir alþingis- kona segist hafa tekið í arf að vera sérvitur hvað varðar þvott. Hljóðkerfi sem fór ekki í gang

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.