Fréttablaðið - 23.11.2006, Side 44

Fréttablaðið - 23.11.2006, Side 44
Jasmin Milos beitir sérstakri tækni við kertagerð sem hún lærði í Afríku. „Ég fæ útrás fyrir sköpunarþörf- ina,“ segir Jasmin um kertagerð- ina, en hún flutti með fjölskyldu sinni fyrir einu og hálfu ári til Íslands þar sem eiginmaður henn- ar, Nenad Milos, tók að sér þjálfarastöðu hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Áður en Milos-hjónin fluttu til Íslands bjuggu þau í átta ár í Afríku, þar sem Nenad var sund- þjálfari. Þar lærði Jasmin kerta- gerð af innfæddum. „Kertagerðin var mér alveg ný reynsla, þótt ég sé að eðlisfari list- ræn manneskja,“ útskýrir Jasmin, sem er verkfræðingur að mennt. „Á meðan ég bjó í föðurlandi mínu Serbíu var ég til dæmis vön að útbúa myndaramma og hafði síðan umsjón með uppsetningu á nokkr- um listsýningum þar og í Afríku.“ Jasmin vill ekki láta alltof mikið uppi varðandi tæknina sem hún lærði í Afríku, en segir tölu- verða vinnu fara í kertagerðina. „Ég tíni íslensk blóm til að blanda saman við vax og beiti síðan afrísku tækninni við kertagerð- ina,“ útskýrir hún. Afrakstur vinnunnar er falleg og sérstæð kerti, sem eru vís með að vekja athygli á jólamarkaði Hafnarfjarðar þar sem þau verða höfð til sölu. „Þetta verður í fyrsta skipti sem Íslendingum gefst kost- ur á að kaupa kerti eftir mig,“ segir Jasmin. „Draumurinn er að opna síðan verslun þar sem hægt verður að nálgast kertin allt árið um kring.“ Afrísk kerti með íslenskum blómum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.