Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 73

Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 73
Jón Gnarr er kunnur af gamanmál- um sínum. Hann hefur einkum unnið á vettvangi hljóðvarps og sjónvarps sem sketsahöfundur, gaf út skáldsögu og textasafn fyrir fáum árum, en hefur í seinni tíð snúið sér að skrifum fyrir dagblöð og gaf í fyrra út hugleiðingasafn. Nú vindur hann sínu kvæði í kross og sendir frá sér skáldsögu með sterku ævisögulegu ívafi. Hann leggur á það ríka áherslu í eftir- mála að minning sérhvers mann lúti lögmálum skáldskaparins, færð í orð verði minningin skáld- uð. Indíáninn er prýðilega skrifað verk. Höfundurinn hefur lagst í áhrifamikla sjálfskoðun sem ber sterkan svip af sjálfhverfri upplif- un barns sem honum tekst að koma til skila í einföldum og skýrum myndum af þroskaferli drengs sem er utan við hið hefðbundna í umhverfi sínu að honum finnst. Greiningin á þroska- stigum einföruls krakka á sér samt hliðstæður í mörgu barninu, hann er ekki einn heldur hluti af stóru mengi þeirra sem stöðugt reyna að falla inn í en hafa bæði einlyndi og einþykkni til að standa á eigin fótum, lifa utan við hið stóra mengi barna og unglinga. Sérstöðu sína skýrir hann ekki einungis með aldri foreldra og samsetningu fjöl- skyldu heldur líka líkamlegum ein- kennum. Sagan af dreng á mörkum Foss- vogs og Kópavogs er keimlík sögu margra sem ólust upp í hverfum í byggingu. Að því leyti felllur hún saman við aðrar þroskasögur drengja af Reykjavíkursvæðinu. En hún hefur yfir sér grárri gam- ansemi, sögumaðurinn lifir sem úthýstur og tjáir sögu sína með stærri harmrænni dæmum en sést hafa í háa herrans tíð, raunar frá því Guðrún Mínervudóttir skrifaði sína persónuþróunarsögu í Albúmi. Nú kemur það engum á óvart sem þekkir til verka Jóns að hann hefur næmt auga og skýra frásögn; sá sem er þjálfaður í kröfuhörðu formi gamanmála kann að stilla vogir harms og hláturs og leikur gjarna á þeirri fínu línu að allt er í senn grátlegt og fyndið. Þegar athygli þess háttar sagnamanns er snúið að sárum bernskuárum verð- ur úr merkilegur texti. Hann dugar samt ekki til að byggja heildstætt skáldverk. Þannig verður strjálara í sögum er líður á bernskuna þó höfundurinn dragi verkið í glæsilegan lokaþátt á skólaskemmt- un þar sem diskó ræður ríkjum. Verkið vitnar raunar allt um að Jón er alvarlega þenkjandi höfundur og enn sumpart sér á báti. Líkingin við indíánann er sótt í hugarheim drengjaleikja, líkast til hugarheim sem nú er byggður öðrum verum en frumbyggjum Ameríku. Kábojleikir eru líklega liðin tíð. Mér þótti hún veikasti hlekkurinn í verkinu og ekki ná að halda því saman, nánast óþarfa umgerð. Lesendum er margsinnis skemmt í þessari vel hugsuðu sögu, þeir finna sárt til aðstæðna drengs- ins – ef það má orðið í textum. Jón hefur fullan sóma af þessu verki sínu. Indíánaleikur Jóns 20 21 22 23 24 25 26 Ritið 1/2006 er komið út og er heft- ið helgað framúrstefnu. Þar er að finna sjö greinar og tvær þýðing- ar sem fást við félagslega og fræði- lega þýð- ingu þeirra rót- tæku lista- stefna tuttugustu aldar sem kenndar hafa verið við avant- garde auk ljóðaþýð- inga og myndverka. Meðal efnis að þessu sinni eru greinar eftir Ástráð Eysteinsson um tengsl módernismans og fram- úrstefnunnar með sérstakri skír- skotun til verka Kafka, grein um tengsl Íslands og hinnar sögulegu framúrstefnu eftir Hubert van den Berg og umfjöllun um mótun- aráhrif evrópsku framúrstefnunn- ar hér á landi á millistríðsárunum eftir Benedikt Hjartarson. Þýðingarnar í heftinu eru á tveimur lykiltextum um framúr- stefnuna eftir þá Peter Bürger og Hal Foster, en þessir höfundar hafa haft mikil áhrif á umfjöllun um róttækar listastefnur tuttug- ustu aldar. Auk hins fræðilega efnis birt- ast í Ritinu ljóðaþýðingar og myndverk sem tengjast framúr- stefnunni. Auk texta um framúr- stefnu tekur Gauti Kristmannsson upp þráðinn um íslenska málpólitík og svarar grein Kristjáns Árna- sonar sem birtist í öðru hefti Rits- ins 2005. Ritstjórar eru Gunnþórunn Guð- mundsdóttir og Ólafur Rastrick. Framúr- stefnurit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.