Fréttablaðið - 28.11.2006, Síða 16
Laun starfsmanna
Norðuráls hækka um 3,65 prósent
um næstu áramót. Einnig kemur
fimm hundruð króna aukahækkun
ofan á launataxta hjá verkamönn-
um, að því er fram kemur á vef
Verkalýðsfélags Akraness. Sam-
kvæmt kjarasamningi Norðuráls
áttu laun að hækka um þrjú pró-
sent um næstu áramót. Í kjara-
samningi Norðuráls var kveðið á
um að ef aðilar vinnumarkaðarins
myndu ná samkomulagi um end-
urskoðun á kjarasamningum á
árinu 2005 og 2006 þá myndi það
einnig gilda fyrir kjarasamning
Norðuráls.
Í fyrra náðist samkomulag á
milli ASÍ og SA um 0,65 prósenta
hækkun 1. janúar 2007 til handa
félögum ASÍ til viðbótar við þá
hækkun sem kveðið er á um í ein-
stökum samningum. Almennt
munu laun hækka um 2,9 prósent
um næstu áramót. Umframhækk-
unin hjá Norðuráli er liður í að
brúa það launabil sem er á milli
Norðuráls og annarra verksmiðja
í sambærilegum iðnaði.
Liður í að brúa launabilið
Starfsemi Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við
Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi
þar.
Í húsnæðinu voru starfræktar fimm deildir sem
flytjast á tvo staði í Mjódd, Þönglabakka og
Álfabakka; miðstöð mæðraverndar, miðstöð
heilsuverndar barna, lungna- og berklavarnadeild,
deild atvinnusjúkdóma og ónæmisvarna og
stjórnsýsla heilsugæslunnar í Reykjavík.
Að sögn Guðmundar Einarssonar, forstjóra
heilsuverndarstöðvarinnar, hafa flutningar gengið
vel fyrir sig og ættu að hafa sem minnsta röskun í
för með sér fyrir sjúklinga. Hann er ánægður með
hvernig til tókst með innréttingar húsnæðisins í
Mjódd, sérstaklega þann hluta sem hýsir heilsu-
vernd barna, og þakkar það góðu samstarfi
millistjórnenda og arkitekta.
Húsnæðið í Mjódd verður ekki að fullu tilbúið
fyrr en í vor en Guðmundur segir að það muni ekki
koma að sök nema að því leyti að þröngt verði um
stjórnsýsluna.
Við flutning
Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur frá Barónsstíg í Mjódd
hefur mæðraeftirlit vegna
áhættumeðgöngu verið flutt á
Landspítala – háskólasjúkrahús,
þar sem kvennadeildin er til húsa.
Félag ljósmæðra hefur meðal
annars gagnrýnt þær breytingar,
sérstaklega það að konur sem
hafa verið í meðgöngueftirliti á
miðstöð mæðraverndar þurfi að
flytja sig annað, ýmist á LSH eða
til heilsugæslustöðvanna eftir því
hvort meðganga þeirra telst eðli-
leg eða þær eigi við meðgöngu-
tengd vandamál að stríða.
Sigríður Sía Jónsdóttir hefur
gegnt stöðu yfirljósmóður á mið-
stöð mæðraverndar en hefur
kosið að láta af störfum við breyt-
ingarnar. Hún er ósátt við hvern-
ig að málum hefur verið staðið.
„Þetta er afskaplega sorglegt og
erfitt fyrir margar konur að
skipta um lækni og ljósmæður.
Það voru aðeins veikustu konurn-
ar sem voru í eftirliti hjá okkur.
Hinar heilbrigðu voru flestar
hverjar í eftirliti á heilsugæslu-
stöðvunum,“ segir hún.
„Það er mjög sérstakt af
hverju ekki var hægt að gera
þetta á mýkri hátt, til að mynda
með því að við fengjum að sinna
þeim áfram sem voru í eftirliti
hjá okkur og LSH tæki við nýjum
sjúklingum. Þannig hefði verið
hægt að láta starfsemina fjara
út,“ segir Sigríður.
Ragnheiður Haraldsdóttir,
skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu, segir að það hefði verið
of dýr kostur fyrir ríkið að láta
þjónustuna við verðandi mæður
á Barónsstíg fjara út og reka
þannig tvær einingar samhliða, á
LSH og Barónsstíg.
„Við gerðum þetta eins mildi-
lega og unnt var,“ segir Ragn-
heiður og bendir á að rætt hafi
verið við hverja einustu konu
sem hafði samband við ráðuneyt-
ið og útskýrt í hverju breyting-
arnar væru fólgnar. „Ég er stolt
af því hvernig starfsfólk beggja
eininganna hefur unnið þetta mál
á lokasprettinum,“ segir hún.
Að sögn Hildar Harðardóttur,
yfirlæknis á kvennasviði LSH,
tók kvennadeild LSH við um
hundrað konum í eftirliti vegna
áhættumeðgöngu á föstudag.
Hún segir málum betur fyrir
komið með þessum hætti því þá
þurfi konur í áhættumeðgöngu
nú aðeins að fara á einn stað.
Alls flytjast rúm tvö stöðu-
gildi ljósmæðra á LSH en fleiri
flytjast út til heilsugæslustöðv-
anna í Reykjavík. Búist er við því
að eftirlit vegna áhættumeð-
göngu á LSH muni sinna um
fimmtán prósentum barnshaf-
andi kvenna, sem eru um þúsund
konur á ári.
„Með þessari breytingu er ein-
faldlega verið að skipta þjónustu
við verðandi mæður eftir áhættu-
þáttum. Þær sem eru ekki í
áhættuhópum verða í eftirliti á
heilsugæslustöðvunum en hinar
hér,“ segir Hildur.
Konur sem ekki eru með heim-
ilislækni eiga eftir sem áður rétt
á mæðraeftirliti á þeirri heilsu-
gæslustöð sem þær kjósa sér.
Hluti mæðraeftirlits
nú á Landspítala
Eftirlit með konum í áhættumeðgöngu hefur færst frá miðstöð mæðraverndar
yfir á Landspítala eftir að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur flutti af Barónsstíg
upp í Mjódd. Skiptar skoðanir eru um hið nýja fyrirkomulag.
Bankastræti • Fjörður • Kringlan • Laugavegur 178 • Smáralind
Au
gl
ýs
in
gi
n
gi
ld
ir
til
1
. d
es
em
be
r.
V610
NÝ VÉL
Minnsta myndavélin á markaðnum
með 10 x aðdrætti
Sendu myndirnar þráðlaust til þeirra
í kringum þig
Bluetooth tæknin gerir kleift að senda
þráðlaust í tölvu, GSM síma eða prentara
6.1 milljón pixla, gerir þér kleift að
stækka í allt að 75 x 100 sm
Tvær linsur 38-114 mm og 130 - 380 mm
2,8" skjár
Video upptaka með 10 x aðdrætti og hristivörn
Lithium Ion rafhlaða og hleðslutæki fylgir
Kr. 2.408,- 24mán
Kr. 44.980,-
Kr. 0,-kr. 9.990
1 GB minniskort fylgir
með öllum myndavélum
Jólinkoma
Fulltaf frábærum gjöfum
10x aðdráttur
24
mán
12
mán Verð miðast við greiðslusamning Visa eða Euro til 12 eða 24 mánaða
MV 930i
Myndflaga: 1/6” CCD
Pixlar: 800.000k
Zoom: 25x (optical)
800x (digital)
2,7” breiðtjaldsskjár 16:9
Rafhlaða: 4½ klst
Fullkomin hristivörn
MVX460
Myndflaga: 1/5” CCD
Pixlar: 1,33 millj.
Zoom: 20x (optical)
800x (digital)
Breiðtjaldstökuvél
Skjár: 2,7” 16:9 breiðtjald
Minnsta ljósmagn 2 LUX
USB 2 og Firewire
Þyngd: 430 g
Hristivörn
5x
5 stk af Mini DV spólum fylgja með
öllum videovélum
Fylgir með öllum
videovélum
Kr. 0,-kr. 3.500
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
te
xt
a
og
m
yn
da
br
en
gl
. V
ör
ur
g
et
a
ve
rið
u
pp
se
ld
ar
DIGIMAX L50
5 M.pixlar
39–109 mm linsa
2,5” hágæða LCD-skjár
ISO 50–400
10 sek. Voice memo á mynd
Margar forstillingar og timer
Vídeóupptaka
Lithium-rafhlaða
Pictbridge-staðall
Kr. 2.291,- 12mán
Kr. 22.980,-kr. 29.990,-
Kr. 4.341,- 12mán
Kr. 44.980,-kr. 69.980,-
Kr. 3.502,- 12mán
Kr. 35.980,-kr. 48.900,-
7.010AFSLÁTTUR
12.920AFSLÁTTUR
25.000AFSLÁTTUR