Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 28.11.2006, Qupperneq 16
 Laun starfsmanna Norðuráls hækka um 3,65 prósent um næstu áramót. Einnig kemur fimm hundruð króna aukahækkun ofan á launataxta hjá verkamönn- um, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness. Sam- kvæmt kjarasamningi Norðuráls áttu laun að hækka um þrjú pró- sent um næstu áramót. Í kjara- samningi Norðuráls var kveðið á um að ef aðilar vinnumarkaðarins myndu ná samkomulagi um end- urskoðun á kjarasamningum á árinu 2005 og 2006 þá myndi það einnig gilda fyrir kjarasamning Norðuráls. Í fyrra náðist samkomulag á milli ASÍ og SA um 0,65 prósenta hækkun 1. janúar 2007 til handa félögum ASÍ til viðbótar við þá hækkun sem kveðið er á um í ein- stökum samningum. Almennt munu laun hækka um 2,9 prósent um næstu áramót. Umframhækk- unin hjá Norðuráli er liður í að brúa það launabil sem er á milli Norðuráls og annarra verksmiðja í sambærilegum iðnaði. Liður í að brúa launabilið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. Í húsnæðinu voru starfræktar fimm deildir sem flytjast á tvo staði í Mjódd, Þönglabakka og Álfabakka; miðstöð mæðraverndar, miðstöð heilsuverndar barna, lungna- og berklavarnadeild, deild atvinnusjúkdóma og ónæmisvarna og stjórnsýsla heilsugæslunnar í Reykjavík. Að sögn Guðmundar Einarssonar, forstjóra heilsuverndarstöðvarinnar, hafa flutningar gengið vel fyrir sig og ættu að hafa sem minnsta röskun í för með sér fyrir sjúklinga. Hann er ánægður með hvernig til tókst með innréttingar húsnæðisins í Mjódd, sérstaklega þann hluta sem hýsir heilsu- vernd barna, og þakkar það góðu samstarfi millistjórnenda og arkitekta. Húsnæðið í Mjódd verður ekki að fullu tilbúið fyrr en í vor en Guðmundur segir að það muni ekki koma að sök nema að því leyti að þröngt verði um stjórnsýsluna. Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðli- leg eða þær eigi við meðgöngu- tengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á mið- stöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breyt- ingarnar. Hún er ósátt við hvern- ig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurn- ar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslu- stöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildi- lega og unnt var,“ segir Ragn- heiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneyt- ið og útskýrt í hverju breyting- arnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðu- gildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðv- anna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeð- göngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshaf- andi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er ein- faldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættu- þáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heim- ilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsu- gæslustöð sem þær kjósa sér. Hluti mæðraeftirlits nú á Landspítala Eftirlit með konum í áhættumeðgöngu hefur færst frá miðstöð mæðraverndar yfir á Landspítala eftir að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur flutti af Barónsstíg upp í Mjódd. Skiptar skoðanir eru um hið nýja fyrirkomulag. Bankastræti • Fjörður • Kringlan • Laugavegur 178 • Smáralind Au gl ýs in gi n gi ld ir til 1 . d es em be r. V610 NÝ VÉL Minnsta myndavélin á markaðnum með 10 x aðdrætti Sendu myndirnar þráðlaust til þeirra í kringum þig Bluetooth tæknin gerir kleift að senda þráðlaust í tölvu, GSM síma eða prentara 6.1 milljón pixla, gerir þér kleift að stækka í allt að 75 x 100 sm Tvær linsur 38-114 mm og 130 - 380 mm 2,8" skjár Video upptaka með 10 x aðdrætti og hristivörn Lithium Ion rafhlaða og hleðslutæki fylgir Kr. 2.408,- 24mán Kr. 44.980,- Kr. 0,-kr. 9.990 1 GB minniskort fylgir með öllum myndavélum Jólinkoma Fulltaf frábærum gjöfum 10x aðdráttur 24 mán 12 mán Verð miðast við greiðslusamning Visa eða Euro til 12 eða 24 mánaða MV 930i Myndflaga: 1/6” CCD Pixlar: 800.000k Zoom: 25x (optical) 800x (digital) 2,7” breiðtjaldsskjár 16:9 Rafhlaða: 4½ klst Fullkomin hristivörn MVX460 Myndflaga: 1/5” CCD Pixlar: 1,33 millj. Zoom: 20x (optical) 800x (digital) Breiðtjaldstökuvél Skjár: 2,7” 16:9 breiðtjald Minnsta ljósmagn 2 LUX USB 2 og Firewire Þyngd: 430 g Hristivörn 5x 5 stk af Mini DV spólum fylgja með öllum videovélum Fylgir með öllum videovélum Kr. 0,-kr. 3.500 Bi rt m eð fy rir va ra u m te xt a og m yn da br en gl . V ör ur g et a ve rið u pp se ld ar DIGIMAX L50 5 M.pixlar 39–109 mm linsa 2,5” hágæða LCD-skjár ISO 50–400 10 sek. Voice memo á mynd Margar forstillingar og timer Vídeóupptaka Lithium-rafhlaða Pictbridge-staðall Kr. 2.291,- 12mán Kr. 22.980,-kr. 29.990,- Kr. 4.341,- 12mán Kr. 44.980,-kr. 69.980,- Kr. 3.502,- 12mán Kr. 35.980,-kr. 48.900,- 7.010AFSLÁTTUR 12.920AFSLÁTTUR 25.000AFSLÁTTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.