Fréttablaðið - 28.11.2006, Side 27

Fréttablaðið - 28.11.2006, Side 27
jólakort } Gerð aðventukransa er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi á flestum íslenskum heimilum. Kransarnir hafa lengi tíðkast á meginlandi Evrópu en hefðin barst tiltölulega seint til Ís- lands og festist ekki í sessi fyrr en er líða tók á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðventukransinn er upprunninn í Þýskalandi þar sem lengi hefur tíðkast að skreyta hús með grein- um sígrænna trjáa fyrir jólin. Kransinn er táknrænn að því leyti að hið sígræna greni táknar lífið, sem er í Kristi og hin logandi kerti benda til komu Jesú Krists, hins lifandi ljóss. Um 1800 hafði hið hefðbundna jólatré náð mikilli útbreiðslu og snemma á 19. öld fór að sjást ný tegund af jólatrjám í Þýskalandi, en þau voru sett saman úr þremur misstórum krönsum og hengd í loftið. Ekki leið á löngu þangað til hægt var að kaupa kransatrén á jólamörkuðum víða um landið og voru þau markaðssett sem jóla- skraut sem ætti að setja upp tölu- vert fyrr en hin hefðbundnu jóla- tré. Fljótlega var því farið að kenna kransana við aðventuna og sett fjögur kerti í þá, eitt fyrir hvern sunnudag jólaföstunnar. Með tímanum urðu kransarnir að borðskrauti og tók þessi siður að breiðast út til nágrannalandanna eftir það. Kirkjan gerði siðinn einnig að sínum og lagaði hann að kirkju- árinu og táknkerfi kirkjunnar. Guðspjöll aðventusunnudaganna boða komu krists og logandi kertin tákna aðdragandann að henni. Fyrsta kertið heitir spádóms- kerti og táknar það fyrirheit spá- mannanna um komu frelsarans. Annað kertið heitir Betlehems- kerti og er nefnt eftir fæðingar- bæ Jesú. Þriðja kertið heitir hirðakerti og er nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir um fæð- ingu frelsarans. Fjórða kertið heitir englakerti og er nefnt eftir englunum sem fluttu fréttina um fæðingu frels- arans. Aðventukransar bárust ekki til Íslands fyrr en eftir síðari heims- styrjöldina og sáust þeir fyrst sem skraut í einstaka búðarglugg- um og á veitingastöðum. Útbreiðsla kransanna hér á landi var frekar hæg til að byrja með en á sjöunda áratugnum voru þeir orðnir algeng söluvara um allt land. Á sama tíma varð einnig algengt að fólk gerði sína eigin aðventukransa og fljótt var það orðinn sjálfsagður hluti jólaundir- búningsins. Í dag eru aðventu- kransar mjög vinsælt skraut á íslenskum heimilum. Hvert kerti hefur sína merkingu Nýbýlavegi 12 Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 g æ ð i o g g l æ s i l e i k i Stærðir 36 - 48 Flottar peysur FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.