Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 30
Þunglyndi og depurð af völd-
um skammdegis er í hugum
margra goðsögn ein á meðan
ástandið er mjög raunverulegt
fyrir aðra. Dagsbirtulampar
hafa verið notaðir um árabil til
að létta lund þeirra sem þjást
í myrkrinu og í Vesturbæj-
arlauginni logar nú dagsljós
langt fram á kvöld.
Gestir Vesturbæjarlaugarinnar
geta nýtt sér dagsbirtulampa um
leið og þeir skella sér í sund. Lamp-
arnir eru liður í verkefninu
Reykjavik spa city og hefur mælst
mjög vel fyrir meðal gesta.
„Verkefnið er ætlað að stuðla að
fjölnýtingu sundlauganna til að
auka heilsubótartilboð. Við feng-
um lampana í fyrrahaust og erum
eina laugin sem er með þá í borg-
inni,“ segir Guðrún Arna Gylfa-
dóttir, framkvæmdastjóri Vestur-
bæjarlaugar.
Á dimmum vetrarmorgnum
getur verið erfitt að koma sér af
stað út í daginn, svo góður skammt-
ur af ljósi getur verið ágætis orku-
gjafi fyrir daginn. Talið er að um
tæp fjögur prósent Íslendinga þjá-
ist af árstíðabundnu þunglyndi
einhvern tíma á ævinni þar sem
einkennin eru meðal annars dep-
urð, kvíði, orkuleysi og síþreyta.
Tímabilið getur varað frá hausti til
vors og er skortur á dagsljósi nefnt
sem ein af helstu ástæðunum.
„Lamparnir voru settir upp hjá
okkur í október og eru í gangi fram
á vor,“ segir Guðrún Arna. Gest-
irnir eru á öllum
aldri og Guðrún
segir góða aðsókn
í lampana, sér-
staklega á
kvöldin. „Það
er mælst til
þess að
fólk sitji
í lömp- um
hálf- tíma í
senn,“
segir
Guðrún. Á
hálftíma
gefur lamp-
inn frá sér
birtu sem sam-
svarar sex tímum í sólarljósi.
„Þetta eru ekki útfjólubláir geislar
svo maður verður ekki brúnn. Þess
utan hitna þeir ekki og eru algjör-
lega hættulausir,“ segir Guðrún.
Nýlegar rannsóknir sýna einnig
að lamparnir geti bætt svefntrufl-
anir, síþreytu, fyrirtíðaspennu og
flugþreytu en séu þó engin töfra-
lausn. „Það er mikilvægt að fólk
leiti læknis ef það finnur fyrir
alvarlegri vanlíðan. Lamparnir
eru bara viðbót við dagsljósið og
ef þeir eru notaðir markvisst gegn
þunglyndi verður það að gerast í
samráði við lækni,“ segir Guðrún
Arna.
Einar Magnússon, verslunar-
stjóri Pfaff Borgarljósa, er með
litla dagsljósalampa sem henta vel
á skrifborð. Einar segir marga
kennara nota lampana fyrir
þreytta nemendur og nefnir nem-
endur með lesblindu. Lamparnir
eru af öllum stærðum og gerðum
bæði stórir skermir og skrifstofu-
lampar í alls kyns hönnun. Mikil-
vægt er að lesa leiðbeiningar vel
sem fylgja lömpunum og fá ráð frá
starfsfólki verslana. Starfsfólk
Vesturbæjarlaugar gefur upplýs-
ingar um lampana sem eru í laug-
inni. Afgreiðslutími Vesturbæjar-
laugar er: virka daga frá 6.30-22.00
og um helgar frá kl. 8.00-20.00.
Nánari upplýsingar: Vesturbæjar-
laug sími 5515004, www.itr.is
Upplýsingar um skammdegis-
þunglyndi og dagsbirtulampa:
www.dagsbirta.com
Pfaff Borgarljós bjóða dags-
birtulampa sem hafa gefið góða
raun: www.pfaff.is
Lampar sem fá dimmu
í dagsljós breytt
www.svefn.is
Hreinsar loftið
Eyðir lykt
Drepur bakteríur
ECC Bolholti 4
Sími 511 1001
- kvef
- ofnæmi
- eyrnabólga
- ennis og
kinnholusýking
Fæst í apótekum
Ég nota Sterimar, það hjálpar