Fréttablaðið - 04.12.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 04.12.2006, Síða 12
12 4. desember 2006 MÁNUDAGUR jólapakkinn! ÍS L E N S K A /S IA .I S /D A S 3 51 38 1 1/ 06 Aðrir möguleikar á aðalvinningum í desember: 14. des. er 2 millj. eða 4 millj. á tvöfaldan 21. des. er 3 millj. eða 6 millj. á tvöfaldan 29. des. er 2 millj. eða 4 millj. á tvöfaldan Það er því til mikils að vinna fyrir aðeins þúsund krónur. Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 Kauptu miða í DAS, á þúsund kall, fyrir 7. des. Þú gætir þú unnið harðasta jólapakkann í ár. Hummer H3 + 5 milljónir í skottinu ef þú átt tvöfaldan miða! Harðasti MeNNiNG Landsbankinn hefur ákveðið að styrkja útgáfu Lær- dómsrita Hins íslenska bókmennta- félags til næstu þriggja ára. Þetta er í tilefni af 190 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags á þessu ári en Landsbankinn fagnar einnig 120 árum á þessu ári. Styrkurinn nemur 1,5 milljónum króna á ári hverju næstu þrjú ár. „Bókmenntafélagið áformar útgáfu þriggja til fimm Lærdóms- rita á ári hverju næstu árin. Rausnarlegur fjárstuðningur Landsbankans næstu þrjú ár mun auðvelda framkvæmd þessarar útgáfuáætlunar og er því afar kærkomin,“ segir Sigurður Lín- dal, forseti Hins íslenska bók- menntafélags. Bókmenntafélagið hóf útgáfu Lærdómsritanna árið 1970 og hafa í þessari ritröð birst öndvegisrit á sviði margvíslegra fræða sem hafa markað spor í sögu mannsandans. Með útgáfu ritanna vill Bókmennta- félagið leggja sitt af mörkum til að tengja Íslendinga við hið besta í menntun og vísindalegri hugsun í veröldinni. Lærdómsritin verða orðin 65 talsins á þessu ári og þar af hafa fimm komið í tveimur bindum. „Bókmenntafélagið kann Lands- bankanum bestu þakkir fyrir veitt- an stuðning,“ segir Sigurður Líndal. - áp Landsbankinn styrkir útgáfu Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags: Gefur 1,5 milljónir króna á ári SamStarfið innSiglað Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Sigurður Líndal, forseti Bókmenntafélagsins og Jón Sigurðsson stjórnarmaður voru kátir við undirskrift samningsins. skipUlAGsMÁl Lyubomyra Petruk sem býr á Urðarstíg í Reykjavík vill reka eldhús til framleiðslu á tilbúnum mat á Bergstaðastræti 14. Þaðan yrði maturinn fluttur einu sinni á dag. Í húsnæðinu yrði sömuleiðis lítil verslun þar sem boðið væri upp á austur-evrópskan mat og netkaffi fyrir um fimm gesti þar sem áður var bakarí í kjallara hússins. Skipulagsráð Reykjavíkur gerir ekki athugasemdir við að Lyubomyra sæki um byggingar- leyfi til að koma þessu í kring en bendir henni á að hún þurfi samþykki meðeigenda fyrir þeim breytingum sem gera þurfi. - gar Nýjung á Bergstaðastræti: Vill selja mat og reka netkaffi Enn í fullu fjöri Boris Jeltsín, fyrr- verandi forseti Rússlands, brá sér í gær á völlinn og fylgdist með viðureign Rússa nokkurs og Argentínumanns í tennis. Eins og sjá má á myndinni hélt Jeltsín ákaft með sínum manni. fRéttABLAðið/AP kíNA Valgerður Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra tók í gærmorgun formlega í notkun fyrsta áfanga íslenskar hitaveitu í borginni Xian Yang í Kína að viðstöddu fjöl- menni. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi. Uppbygging hitaveitunnar er sam- starfsverkefni Shaanxi Geothermal Energy og ENEX Kína, en að því standa Orkuveita Reykjavíkur, Glitnir og ENEX, sem er útflutn- ingsvettvangur íslenskra þekkingar- fyrirtækja í orkuvinnslu. Fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja voru viðstaddir athöfnina ásamt kín- verskum fyrirmennum. Fyrsti áfanginn kostaði rúmar 200 milljónir króna. Sá næsti, sem verður ráðist í á komandi ári, er margfalt stærri og metinn á um 4,2 milljarða króna. Xian Yang er fimm milljón manna borg sem hefur verið nefnd opinberlega „jarðhitaborg Kína“. Hitaveitan sem gangsett var í gær er fyrir þrjá háskóla og hitar upp um 170 þúsund fermetra, sem áður voru hitaðir með kolum. Á næstu tíu árum eru áform um að kynda að minnsta kosti helming nýbygg- inga borgarinnar með jarðhita, sem eru um fimmtán milljónir fermetra, eða húsnæði fyrir um hálfrar milljónar manna byggð. „Ég er ákaflega stolt að verða vitni að því að íslensk þekking og reynsla verður til þess að bæta lífsgæði fólks í Kína og um leið að draga úr brennslu kola í heimin- um,“ segir Valgerður Sverrisdótt- ir. „Ég verð auðmjúk frammi fyrir þeirri staðreynd að þróun vistvænnar og endurnýjanlegrar orku til húshitunar í Kína getur haft í för með sér miklar breyt- ingar á orkustefnu Kína og jafn- vel veraldarinnar allrar.“ stigur@frettabladid.is Íslensk hita- veita í Kína Valgerður Sverrisdóttir tók í gær í notkun fyrsta áfanga íslenskrar jarðhitaveitu í Kína. Stefnt er að því að hún verði sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Jarð- varmaorkan leysir mengandi kolabrennslu af hólmi. unnið að frágangi hitavEitunnar fyrsti áfangi íslenskrar jarðhitaveitu í Kína er í höfn og gangsetti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra veituna í gær. loNDoN Það andar köldu milli rúss- neskra og breskra stjórnvalda í kjöl- far opinberrar birtingar á bréfi njósnarans, Alex- anders Litvinenk- os. Bréfið skrifaði Litvinenko á bana- beði sínu en í því sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, meðal annars um að hafa ráðið sér bana. Rússar eru sagðir reiðir Bret- um fyrir að hafa ekki hindrað birt- ingu bréfsins. Talsmaður breskra yfirvalda bendir hins vegar á að þar sem Litvinenko hafi verið undir eftir- liti lögreglu en ekki í haldi hennar hafi ekki verið hægt að hindra ritun bréfsins né opinbera birt- ingu þess. - rve Bréf KGB njósnara veldur usla: Rússar reiðir Bretum vegna bréfs Litvinenkos vladimír Pútín
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.