Fréttablaðið - 04.12.2006, Side 14
4. desember 2006 MÁNUDAGUR
„Það hefur orðið
gjörbylting og textarnir
eru allt öðruvísi en við eigum að
venjast.“
Guðmundur B. Kristmundsson
dósent við KHÍ
VísiNDi Mun meiri munur er á
genasamsetningu mannfólksins
en áður var talið, kemur fram í
nýrri breskri rannsókn sem fjall-
að er um á fréttavef breska ríkis-
útvarpsins, BBC.
Vísindamennirnir rannsökuðu
genasamsetningu 270 manna og
uppgötvuðu að stór hluti genanna
getur verið til staðar í fleiri en
tveimur afritum, eða vantað algjör-
lega. Til þessa hefur verið talið að
hvert gen væri jafnan í tvíriti, þar
sem annað eintakið kæmi frá
móður en hitt frá föður.
Hingað til hafa vísindamenn
einnig talið að DNA eins tiltekins
einstaklings væri 99,9 prósent
eins og upplag þess næsta, en nú
virðist sem breytileikinn sé mun
meiri.
„Það sem kom okkur einna
mest á óvart var hversu breytilegt
DNA-ið okkar er í afritafjölda. Við
teljum þetta vera minnst tólf pró-
sent af erfðamenginu. Breytileik-
inn í afritafjöldanum sem vísinda-
menn hafa séð áður var einfaldlega
bara efsti toppurinn á ísjakanum á
meðan meginhlutinn lá og maraði
í kafi, óséður,“ sagði Matthew
Hurles, vísindamaðurinn sem
leiddi rannsóknina.
Sum þessara nýuppgötvuðu
frávika eru í þeim hluta erfða-
mengisins sem hafa áhrif á heilsu
okkar, að sögn Hurles, og munu
niðurstöður rannsóknarinnar þess
vegna breyta því hvernig vísinda-
menn leita að genum sem tengjast
sjúkdómum. - smk
Ný bresk rannsókn á genum mannfólksins:
Mikill munur á samsetningu
Gen nýjar breskar rannsóknir benda
til þess að genamunur manna sé mun
meiri en áður var talið.
MeNNtAMÁl Margir fullorðnir telja
að þeir geti bætt lestrar- og rit-
færni sína og hafa skoðun á því
hvernig að því mætti standa. Þetta
kemur fram í nýrri rannsókn þar
sem lestrarpróf var lagt fyrir
rúmlega þrjú hundruð þátttakend-
ur víðs vegar í atvinnulífinu og
tekið viðtal við þá. Hópurinn
endurspeglaði menntunarstig
þjóðarinnar.
Guðmundur B. Kristmundsson,
dósent við Kennaraháskóla Íslands,
stóð að rannsókninni ásamt Elísa-
betu Arnardóttur talmeinafræð-
ingi. Guðmundur segir að góðir
lesarar vilji auka lestrarhraða en
slakari lesarar bæta lesskilning.
„Það er spurning hvort þeir sem
lesa minna og hafa meira fyrir því
nýti lesturinn ekki jafn vel og
hinir. Þeir vilja kannski ná meira
út úr textanum frekar en að auka
lestrarhraða. Margir vilja takast á
við margs konar texta og svolítið
er um að menn vilji læra að skrifa
bréf,“ segir hann.
Guðmundur segir að „svolítið
af fólki“ vilji „læra að semja sögur
og ljóð. Það eru ótrúlega margir
sem halda dagbók og þar eru
konur í meirihluta. Nokkrir vilja
nýta lesturinn til að hjálpa börn-
um við heimanámið og hjá þeim
slakari í hópnum er áberandi að
þeir vilja læra að lesa upphátt.“
Talsverður munur er á lestrar-
og ritvenjum karla og kvenna.
Guðmundur segir að konur fari
mun meira á bókasafn og hjálpi
börnunum við heimanám. Aldur
skiptir máli þegar lestrar- og rit-
venjur eru skoðaðar og lestrar-
færni er tengd aldri. Fleiri í elsta
hópnum eru hæglæsir og hafa
ekki sömu tök á lestri og yngra
fólkið.
„Það er merkilegt hve ríkt er í
fólki að skrifa og hvað margir, um
níutíu prósent svarenda, telja sig
geta skrifað minningargrein. Það
er ekki vísbending um þennan rit-
ótta sem skólinn hefur verið sak-
aður um,“ segir Guðmundur.
„Sú þróun hefur átt sér stað á
undanförnum árum að þjóðin er
farin að skrifa og skrifar djöful-
inn ráðalausan eins og sagt var í
gamla daga. Hún skrifar og skrif-
ar,“ segir Guðmundur og bendir
á að gríðarlegur vöxtur hafi orðið
í lestri og ritun á tölvu, með
bloggi á netinu, tölvupósti og
sms-i.
„Það hefur orðið gjörbylting og
textarnir eru allt öðruvísi en við
eigum að venjast. Getum við ekki
nýtt þessa hvatningu sem skapast
af nýrri tækni og samskiptum og
farið að vinna öðruvísi með mál og
málhegðun í skólanum,“ spyr
hann. ghs@frettabladid.is
Margir vilja bæta
lestrar- og ritfærni
Talsverður munur er á lestrar- og ritvenjum karla og kvenna að því er fram
kemur í nýrri rannsókn. Ekki gætir ritótta hjá þjóðinni þótt textinn sé annar en
áður, nú á dögum skrifa menn blogg, tölvupóst og sms.
eKKi vísBendinG um ritótta „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja
sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þann ritótta sem skólinn er sakaður um,“ segir Guðmundur B.
Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands. Hann og elísabet Arnardóttir talmeinafræðingur stóðu að rannsókn á lestrar-
og ritfærni Íslendinga. FréttABlAðið/Anton
Þrjár máltíðir = 1075,-
Veitingastaður
IKEA
Opnum kl. 9:00
mánudaga - laugardaga
195,-
2 rúnstykki, 1 egg, skinkusneið, ostsneið,
smjör, sulta og heitur drykkur
290,-
Grænmetisbuff m/kúskús, grænmeti
og graslaukssósu
590,-
Hangikjöt með kartöflum, uppstúf,
rauðkáli og grænum baunum
Þú átt allt gott skilið!
kl. 9:00 - 11:00
Morgunverður
Hádegisverður
framreiddur allan daginn
Kvöldverður
framreiddur allan daginn fram að jólum
BARNAVeRND Verið er að leggja
lokahönd á að færa inn upplýsingar
í umfangsmikinn gagnagrunn
Barnahúss, að sögn Helgu Rúnu
Péturs, sérfræðings hjá Barna-
verndarstofu. Grunnurinn hefur
að geyma allar þær upplýsingar
sem aflað hefur verið um hvert
mál fyrir sig sem borist hefur til
Barnahúss frá stofnun þess 1998.
Nú er verið að setja inn gögn fyrir
þetta ár, en málin eru nú skráð í
grunninn jafnóðum og þau
berast.
„Um er að ræða mjög nákvæm-
ar upplýsingar, aldur, kyn og bak-
grunnsupplýsingar þeirra barna
sem koma hingað,“ segir Helga
Rúna. „Einnig er skráð sú tegund
ofbeldis sem barn lendir í, en
ofbeldið er flokkað í þætti eftir
alvarleikastigi. Þá er skráð inn
það sem vitað er um gerendur.
Loks fylgjumst við með ferli máls
sé það kært og hvernig því
lýkur.“
Helga Rúna segir fljótlegt að
kalla allar þær upplýsingar úr
grunninum sem óskað sé eftir
hverju sinni. Þetta gagnist vel við
gerð ársskýrslu þar sem leitast
hafi verið við að gefa mynd af
stöðu mála eftir hvert ár. Þá gagn-
ist grunnurinn vel við stærri rann-
sóknir á þessum málaflokki.
- jss
Öllum upplýsingum um mál sem hafa borist Barnahúsi safnað saman:
Leggja lokahönd á gagnagrunn