Fréttablaðið - 04.12.2006, Side 33
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 9
Hvað er ... verið að byggja?
Verið er að reisa turn undir
starfsemi Rúmfatalagersins á
Smáratorgi.
Turninn er 20 hæða og 22.000 fer-
metrar. Þar af rísa 18 skrifstofuhæð-
ir upp úr tveggja hæða verslunar- og
þjónustubyggingu. Bílakjallari verð-
ur undir byggingunni og á hluta
lóðar.
Mótun lágbyggingarinnar ræðst
að miklu leyti af umferðarflæði í
kring, þar sem hún er staðsett við
eina helstu umferðaræð höfuðborg-
arsvæðisins.
Sá byggingarhluti sem hýsir
verslunarrými er að nokkrum hluta
umferðarmannvirki, þar sem bíla-
stæði eru bæði á annarri hæð og í
kjallara. Umferðarflæði er því allt í
kringum þennan byggingarhluta.
Turninn myndar lóðrétt mótvægi
við lárétt útlit lágbyggingarinnar.
Mikil áhersla var lögð á að bjóða
upp á stórar hæðir sem henta vel
til innréttinga veglegs skrifstofu-
húsnæðis. Form og ytri hlutföll
turnsins helgast að miklu leyti af
þessum innri gæðum.
Rétthyrnt form turnsins er auk
þess mótvægi við mjúkar línur lág-
byggingarinnar. Turninn er hugsað-
ur sem ljós og fágaður glerklossi
sem flýtur ofan á dekkri og gróf-
gerðari byggingarhluta.
Verkkaupi er Smáratorg ehf.,
verktaki JÁVERK og annaðist Arkís
hönnun húsnæðisins. Áætlað er að
framkvæmdum ljúki
haustið 2007.
- rve
Turn á Smáratorgi
Byggingaframkvæmdir hófust í sumar og er áætlað að þeim ljúki haustið 2007. fréttaBlaðið/stefán
Þessi mynd sýnir aðkomu að
aðalinngangi skrifstofuturns, sem
verður á 2. hæð.
mynd/arkís
tvö sjónarhorn sem gera grein fyrir formun bygging-
arinnar. Þarna sjást hvernig massar skrifstofuturns
og verslunarhúsnæðis spila saman.
mynd/arkís
Netfang: kjoreign@kjoreign.is • S. 533 4040Ármúla 21 • Reykjavík
Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17
F
ru
m
— T R A U S T O G Ö R U G G Þ J Ó N U S T A —
VESTURGATA
NÝJAR GLÆSIÍBÚÐIR
Í MIÐBORGINNI
Kjöreign kynnir til sölu sex íbúðir í tveimur nýbyggðum hús-um. Fjórar íbúðir eru í framhúsi, þar af tvær glæsilegar íbúðir
á tveimur hæðum með tvennum svölum. Tvær íbúðir eru í bak-
húsi, báðar með sérinngangi. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herb. Í kjall-
ara framhússins er mikil sameign ásamt sér geymslu fyrir allar
íbúðir. Íbúðirnar afhendast fullbúnar með öllum gólfefnum, öllum
tækjum í eldhús og baði og frágenginni innfelldri lýsingu á efstu
hæðum. Öll tæki þ.m.t. sambyggð þvottavél og þurrkari á böðum.
Innréttingar og gólfefni eru sérlega vönduð. Aðkoma að húsi sem
og sameiginlegur garður er
allur fullfrágenginn með
hitalögn í gangstígum, fal-
legri grjóthleðslu og lýsingu.
Fasteignasala • Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali
� Glæsilegar nýjar íbúðir á frábærum stað í miðborginni.
� Sex vandaðar íbúðir í tveimur nýbyggðum húsum.
� Íbúðir afhendast fullbúnar með öllum gólfefnum.
� Öll tæki í eldhúsi fylgja, m.a. ískápur og uppþvottavél.
� Vandaður frágangur á lóð, grjóthleðslur og lýsing.
� Afhending í febrúar 2007.
� Sölugögn á skrifstofu Kjöreignar s. 533-4040