Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 33
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 9 Hvað er ... verið að byggja? Verið er að reisa turn undir starfsemi Rúmfatalagersins á Smáratorgi. Turninn er 20 hæða og 22.000 fer- metrar. Þar af rísa 18 skrifstofuhæð- ir upp úr tveggja hæða verslunar- og þjónustubyggingu. Bílakjallari verð- ur undir byggingunni og á hluta lóðar. Mótun lágbyggingarinnar ræðst að miklu leyti af umferðarflæði í kring, þar sem hún er staðsett við eina helstu umferðaræð höfuðborg- arsvæðisins. Sá byggingarhluti sem hýsir verslunarrými er að nokkrum hluta umferðarmannvirki, þar sem bíla- stæði eru bæði á annarri hæð og í kjallara. Umferðarflæði er því allt í kringum þennan byggingarhluta. Turninn myndar lóðrétt mótvægi við lárétt útlit lágbyggingarinnar. Mikil áhersla var lögð á að bjóða upp á stórar hæðir sem henta vel til innréttinga veglegs skrifstofu- húsnæðis. Form og ytri hlutföll turnsins helgast að miklu leyti af þessum innri gæðum. Rétthyrnt form turnsins er auk þess mótvægi við mjúkar línur lág- byggingarinnar. Turninn er hugsað- ur sem ljós og fágaður glerklossi sem flýtur ofan á dekkri og gróf- gerðari byggingarhluta. Verkkaupi er Smáratorg ehf., verktaki JÁVERK og annaðist Arkís hönnun húsnæðisins. Áætlað er að framkvæmdum ljúki haustið 2007. - rve Turn á Smáratorgi Byggingaframkvæmdir hófust í sumar og er áætlað að þeim ljúki haustið 2007. fréttaBlaðið/stefán Þessi mynd sýnir aðkomu að aðalinngangi skrifstofuturns, sem verður á 2. hæð. mynd/arkís tvö sjónarhorn sem gera grein fyrir formun bygging- arinnar. Þarna sjást hvernig massar skrifstofuturns og verslunarhúsnæðis spila saman. mynd/arkís Netfang: kjoreign@kjoreign.is • S. 533 4040Ármúla 21 • Reykjavík Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17 F ru m — T R A U S T O G Ö R U G G Þ J Ó N U S T A — VESTURGATA NÝJAR GLÆSIÍBÚÐIR Í MIÐBORGINNI Kjöreign kynnir til sölu sex íbúðir í tveimur nýbyggðum hús-um. Fjórar íbúðir eru í framhúsi, þar af tvær glæsilegar íbúðir á tveimur hæðum með tvennum svölum. Tvær íbúðir eru í bak- húsi, báðar með sérinngangi. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herb. Í kjall- ara framhússins er mikil sameign ásamt sér geymslu fyrir allar íbúðir. Íbúðirnar afhendast fullbúnar með öllum gólfefnum, öllum tækjum í eldhús og baði og frágenginni innfelldri lýsingu á efstu hæðum. Öll tæki þ.m.t. sambyggð þvottavél og þurrkari á böðum. Innréttingar og gólfefni eru sérlega vönduð. Aðkoma að húsi sem og sameiginlegur garður er allur fullfrágenginn með hitalögn í gangstígum, fal- legri grjóthleðslu og lýsingu. Fasteignasala • Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali � Glæsilegar nýjar íbúðir á frábærum stað í miðborginni. � Sex vandaðar íbúðir í tveimur nýbyggðum húsum. � Íbúðir afhendast fullbúnar með öllum gólfefnum. � Öll tæki í eldhúsi fylgja, m.a. ískápur og uppþvottavél. � Vandaður frágangur á lóð, grjóthleðslur og lýsing. � Afhending í febrúar 2007. � Sölugögn á skrifstofu Kjöreignar s. 533-4040
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.