Fréttablaðið - 04.12.2006, Síða 37
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 13
Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., formaður Húseigendafélagsins
svarar spurningum um húseigendamál
Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið huseigandi@frettabladid.is.
að þessu sinni fjalla ég um þau tvö
meginefni sem í fyrirsögninni greinir
en nokkrar fyrirspurnir hafa borist
um þessi atriði.
A) VAnrækSlA á VerkSkyld-
um – TrASSATollur
á eigendum í fjöleignarhúsum
hvíla margvíslegar skyldur. Þær
geta t.d. bæði verið fjárhagslegar
og verklegar. Það er alkunna að
eigendur eru misglaðir og fúsir til
sameiginlegra verka, t.d. umhirðu
lóðar, þrifa á sameign o.þ.h. sumir
eru algjörir trassar sem engu nenna
og ekkert gera þannig að öll verk og
vinna lendir á samviskusömum og
ábyrgum sameigendum þeirra. slíkt
ástand er óþolandi og því verða að
vera tiltæk úrræði og verkfæri til að
knýja slíka trassa og skussa til verka
eða til að jafna reikningana.
Húsfundur setur reglur en ekki
stjórnin
húsfélag getur innan vissra marka
sett reglur og beitt úrræðum og
viðurlögum gagnvart eigendum
sem vanrækja þær verkskyldur,
sem á þeim hvíla. slíkar reglur
geta verið í húsfélagssamþykktum,
almennum húsreglum, sérstökum
reglum eða í fundarsamþykkt.
stjórn húsfélags er ekki bær til að
setja slíkar reglur. Það er húsfundar
að gera það. verður að gæta þess
að rétt sé staðið að boðun fundar
og að hann sé haldinn í samræmi
við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga.
Það er mjög brýnt að standa rétt
að samningu og samþykkt slíkra
reglna. annars geta þær fallið um
sjálfar sig og verið metnar gildis-
lausar og þá er verr af stað farið en
heima setið.
Trassatollur
húsfélag getur þannig sett reglur
um að verk skuli unnið á kostnað
þess sem ekki efnir sína skyldu.
einnig má ákveða viðurlög þannig
að eiganda sé gert að greiða
ákveðna fjárhæð til húsfélagsins
ef hann svíkst um skyldu sína. slík
viðurlög geta verið nauðsynleg
og eðlileg en þau verða að vera í
eðlilegu samhengi við vanræksl-
una og vinnusvikin og gæta verður
jafnræðis við beitingu slíkra reglna.
Fjárhæðir verða að vera í hófi og
mega ekki fara fram úr kostnaðinum
við að vinna verkið.
Aldraðir og öryrkjar: sem fæstar
verkskyldur
Það er líka annað til í þessu efni.
eigendum í fjöleignarhúsum er
mörgum ófært að standa undir
verkskyldum sínum og vilja því frekar
greiða. má þar nefna aldraða og
öryrkja. sennilega er skynsamlegast
að hafa verkskyldurnar sem fæstar
og minnst íþyngjandi og breyta
þeim í peningaskyldur þar sem því
verður viðkomið þannig að keypt
verði þjónusta í stað þess að reyna
að tosa eigendur til verka sem þeir
hafa annaðhvort ekki nennu eða
getu til.
B) GreiðSluSkyldA þóTT
HAGnýTinG Sé enGin
Fyrirspurnir hafa borist um synjun
eigenda á að taka þátt í sameigin-
legum kostnaði með þeim rökum
að hann noti viðkomandi sameign
ekki neitt. svo sem þegar um
sameiginlegt þvottahús er að ræða
og eigandi er með þvottavél í íbúð
sinni og notar ekki sameiginlegt
þvottahús og vill því ekki taka þátt
í kostnaði vegna þess og sameigin-
legra tækja. einnig þegar eigandi
sem býr ekki í íbúð sinni sem
stendur auð um lengri tíma neitar
að taka þátt í rekstrarkostnaði
sameignarinnar.
afnotarétturinn skapar greiðslu-
skyldu þótt afnot séu engin.
hér er það afnotarétturinn og
afnotamöguleikinn sem skiptir máli
og ræður um greiðsluskylduna.
Þótt íbúðareigandi nýti ekki sam-
eignina eða sameiginlegan búnað í
bráð eða lengd, þá er meginreglan
sú að hann er engu að síður skuld-
bundinn til að greiða hlutdeild í
kostnaði vegna þeirra.
þvottahús
Íbúðareiganda sem kýs að hafa
þvottavél í íbúð sinni og að nota
sameiginlegt þvottahús og þvotta-
vél ekki, ber að taka þátt í hvers
kyns kostnaði við sameiginlegt
þvottahús og tæki þess og búnað,
þ.e. vegna viðhalds, reksturs og
tækjakaupa. Þetta gildir eins og
endranær með þeim fyrirvara að
ákvörðun sem hefur útgjöld í för
með sér sé löglega tekin.
ekki búið í íbúð
sama er að segja ef íbúðareigandi
lætur íbúð sína standa auða og
ónotaða í lengri eða skemmri tíma.
Það tjóar ekki fyrir hann að neita að
taka þátt í sameiginlegum rekstr-
ar- og viðhaldskostnaði sameignar-
innar þótt hann geti sýnt fram á að
hann hafi ekki haft nein afnot eða
gagn af henni. hann verður allt að
einu að axla allar skyldur gagnvart
húsfélaginu og öðrum eigendum,
bæði skyldu til greiðslu hlutdeildar
í sameiginlegum kostnaði og eins
líka verkskyldur, t.d. sameignarþrif
og umhirðu lóðar.
leiktæki, hjóla- og vagna-
geymslur
Fleiri dæmi má nefna um að
það er hagnýtingarrétturinn og
notkunarmöguleikinn en ekki
raunveruleg not og hagnýting í
bráð, sem ræður greiðsluskyldunni.
Barnlaus íbúðareigandi verður að
taka þátt í kostnaði við endurnýjun,
viðhald og rekstur, á sameiginlegum
leiktækjum á lóðinni. Kostnaður við
hjóla- og vagnageymslur er sameigin-
legur kostnaður allra, líka þeirra sem
aldrei nota þær.
loftnet – Bílleysingjar
sama gildir um sameiginleg
útvarps- og sjónvarpsloftnet og
búnað, magnara og þess háttar. allir
íbúðareigendur verða að taka þátt í
kostnaði við þannig búnað, líka þeir
sem eiga hvorki útvarp né sjónvarp
og ætla aldrei að ánetjast slíku. sá
sem engan á bílinn og fær aldrei
akandi gesti verður eins og hinir að
taka þátt í kostnaði við standsetn-
ingu, viðhald og rekstur á sameigin-
legu bílastæði og aðkeyrslum.
lyftan og galvaskur eigandi
ef galvaskur íbúðareigandi ákveður
einn góðan veðurdag að nú sé
tímabært að stunda holla hreyf-
ingu og að framvegis muni hvorki
hann né neinn á hans vegum nota
lyftuna, heldur hlaupa allra sinna
ferða, þá væri það vísast gott mál
fyrir hann sjálfan en það myndi ekki
leysa hann undan þeirri kvöð að
taka þátt í öllum kostnaði við árans
lyftuna.
ATHuGASemdir:
Fréttablaðinu hafa borist það
margar fyrirspurnir að því verður
ekki við komið að svara þeim
öllum beint og sérstaklega. hefur
sú leið verið valin að flokka þær
eftir lagasviðum og lagaatriðum
er þær lúta að og fjalla um þau
efni og lagaatriði sem mest
er spurt um. Það er gert með
almennum hætti í greinaformi
án þess að einstakar fyrirspurnir
séu tilgreindar og birtar. með því
má slá margar flugur í einu höggi,
þ.e. svara mörgum fyrirspurnum
með einni grein. Það gengur fyrir
að fjalla um mikilvæg efni sem
snerta margra og hafa almennt
gildi eða almenna þýðingu. reynt
er að fjalla um efni sem fyrir-
spurnir lúta að í tímaröð þegar
því verður viðkomið, t.d. þegar
upp koma brýnni og almennt
áhugaverðari mál. sumar fyrir-
spurnir eru svo þröngar, sértækar
að þær verða að mæta afgangi.
Trassatollur – Greiðsluskylda
húseigendaFélagið var stoFnað 1923 og er
starFsemi Þess tvÍÞætt:
1) almenn hagsmunagæsla fyrir fasteignaeigend-
ur, t.d árangursrík barátta fyrir réttarbótum (lög um
fjöleignarhús, húsaleigu, fasteignakaup og fasteigna-
sölu).
2) lögfræðiþjónusta fyrir félagsmenn (sérfróðir
lögfræðingar).
Félagsmenn eru einstaklingar, fyrirtæki og húsfé-
lög, sem njóta sérkjara við inngöngu.
Félagið er sjálfstætt og óháð og nýtur engra
styrkja. Það býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á þeim
lagasviðum sem snerta fasteignir og eigendur þeirra.
Félagsgjaldi er í hóf stillt og sömuleiðis endurgjaldi
fyrir lögfræðiþjónustuna.
skrifstofa félagsins er að síðumúla 29, reykjavík, sími 588 9567, netfang postur@huseigendafelagid.is
heimasíða félagsins: www.huseigendafelagid.is
FASTEIGNASALAN 570 4800
Fr
u
m
Grensásvegi 13, 2. hæð - 108 Reykjavík - Sími 570 4800
Árni Stefánsson, lögg. fasteignasali
RAÐ- OG PARHÚS
UNUFELL - Raðh. m/ bílskúr.
Mjög gott og vel staðsett 126 fm raðhús
á einni hæð, ásamt 22 fm sérstæðum bíl-
skúr, samtals 148 fm. Húsið skiptist í for-
stofu, fjögur herbergi, eldhús, þvotta-
herb., gott baðherbergi, stofu og borð-
stofu. Útg, úr stofu á timburverönd. Gólf-
efni er parket, dúkur og flísar. Stutt er í
alla þjónustu. Verð 29,9 millj.
5 HERB. OG STÆRRI
FÍFUSEL MEÐ AUKAHERB OG
BÍLSKÝLI
Vorum að fá í sölu fallega og mikið end-
urnýjaða 142 fm (íbúð 116 og bílskýlið 26)
á 1. hæð í fallegu fjölbýli. Nýl. innrétting-
ar og gólfefni. Þrjú stór herb. (geta verið
4) og stór og björt stofa og borðstofa
með útg. á suðursvalir. Sameign falleg.
26 fm stæði í bílskýli. LAUS FYRIR JÓL.
Verð 22,2 millj.
4RA HERBERGJA
UNUFELL - FALLEG
Vorum að fá í sölu fallega 97 fm 4ra
herb. íbúð á 4. hæð auk yfirbyggðra
svala. Þrjú svefnherbergi og stór og
björt stofa með útg. á stórar yfirb. vest-
ursvalir. Nýl. innréttingar í eldhúsi. Park-
et og flísar á gólfum. Falleg sameign.
Hús nýl. klætt að utan. Verð 16,9 millj.
3JA HERB.
AUSTURBERG - BÍLSKÚR Vorum að fá
3ja herbergja 80 fm íbúð á 3. hæð í góðu
fjölbýli ásamt 18 fm bílskúr. Stutt er í alla
þjónustu s.s. Fjölbrautarskólann, skóla,
sundlaug og verslanir. Íbúðin getur verið
laus strax.
Verð 16,5 millj.
2JA HERB.
FÍFUSEL - Tvær íbúðir
Vorum að fá í sölu 87 fm ósamþykkar
íbúðir í kjallara/jarðhæð sem hefur verið
skipt í 2 íbúðir þ.e. eina einstaklingsíbúð
og aðra 2ja herbergja íbúð. Góðir útleig-
umöguleikar. Nánari uppl. á skrifstofu
Gimli. Verð 13,8 millj.
ÍRABAKKI MEÐ AUKAHER-
BERGI
Falleg 87 fm 4 herb. íbúð á 2. hæð i auk
13,6 fm aukaherbergis í kjallara (með
aðgengi að wc.) í góðu fjölbýl. 4 rúmgóð
herbergi og stór og björt stofa með útg.
á vestursvalir. Baðherb. nýl. endurnýjað,
fallegar innréttingar. Góð sameign. Verð
17,9 millj.
MARÍUBAKKI - LAUS STRAX
Mjög góð 4ra herbergja endaíbúð á
3.hæð (efstu) í fjölbýlishúsi. Ný innrétt-
ing í eldhúsi, 3 svefnherbergi. Húsið var
allt tekið í gegn sumarið 2005. ÁHV. 12,5
M. M/ 4,2 % VÖXTUM, GR.BYRÐI UM 53
ÞÚS . PR MÁN. Verð 18,7 m.
ENGJASEL - Bílskýli
Vorum að fá í sölu fallega 109 fm endaí-
búð á þriðju hæð ásamt stæði í bíla-
geymslu á góðum stað í Seljahverfi. Þrjú
góð herbergi, rúmgott eldhús, baðher-
bergi með innréttingu og t. fyrir þvotta-
vél og stór og björt stofa með útg. út á
suður svalir með frábæru útsýni. Sér
merkt stæði í bílageymslu fylgir. Góð
eign á vinsælum stað. Verð 20.8 millj.
SUÐURHÓLAR
MEÐ SÉR VERÖND
Vorum að fá í sölu fallega 105 fm 4ra
herbergja íbúð á 1. hæð (Jarðhæð) með
sér suðurverönd. Þrjú rúmgóð herbergi.
Fallegar innréttingar. Stór og björt stofa
með útgengt á stóra hellulagða suður-
verönd. Parket og flísar á gólfum. Laus
fljótlega. Verð 18,5 millj.