Fréttablaðið - 04.12.2006, Page 42

Fréttablaðið - 04.12.2006, Page 42
 4. desember 2006 MÁNUDAGUR18 Íburður einkennir anddyri Þingholts. Barinn í Þingholti er skreyttur myndum úr vinnustofu Kjarvals. Hótel Holt er teiknað af Herði Bjarnasyni, húsameistara ríkisins. Klassískar innréttingar úr kjörviði, vönduð húsgögn og verðmæt málverk einkenna Hótel Holt við Berg- staðastræti. Ljósmyndari Fréttablaðsins Gunnar V. Andrésson skrapp í heimsókn. Hótel Holt var byggt af athafnamanninum Þorvaldi Guð- mundssyni sem jafnan var kenndur við Síld og fisk og konu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Enn er það í eigu fjöl- skyldu þeirra og enn prýða hundruð málverka úr einkasafni þeirra hjóna veggi hótelsins. Fjörutíu og tvö herbergi eru í hótelinu, vel innréttuð og útbúin og auk almenns veitingasal- ar er þar viðhafnarsalurinn Þingholt. Hótel Holt var opnað í febrúar 1965 og á sér því rúmlega fjörutíu ára sögu. Því hefur verið vel viðhaldið og því lifir tímalaus hönnun þess og húsbúnaður af sér breytingar í stíl og stefnum. Marmari, dökkur harðviður og húsgögn úr leðri skapa þar rólega og þægilega stemningu. Það sem gerir það þó frábrugðið flestum öðrum hótelum eru mál- verkin sem prýða veggina hvert sem litið er. Listamennirn- ir eru engir meðaljónar, heldur þeir frægustu sem Ísland hefur alið. Þar er því eitthvert stærsta listaverkasafn í einkaeign á landinu. gun@frettabladid.is Málverk eftir Gunnlaug Scheving og fleiri njóta sín vel í anddyri hótelsins. FréttaBlaðið/Gva Húsgagn sem mundi sóma sér í hvaða konungshöll sem er. Fáir veitingasalir hótela státa af jafn glæsilegum málverkum og Holtið. Hefur yfir sér höfðingssvip

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.