Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 65
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 33 Komdu að syngja! er mynd- diskur með tónlistarefni fyrir börn sem Anna Pálína Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari fluttu á sinn einstaka hátt í tónlistarhorninu í Stundinni okkar veturinn 2001-2002. Lögin og ljóðin eru flest eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson af geisladiskunum Berrössuð á tánum og Bullutröll, auk brota úr þekktum barnalögum og sögunnar af Argi Gargi eftir Önnu Pálínu. Á mynddisknum eru ennfrem- ur tvö tónlistarmyndbönd, Krúsilíus og Bullutröll, og ein eldri upptaka. Söngkonan Anna Pálína, sem lést langt um aldur fram árið 2004, átti miklum vinsældum að fagna á sviði barnatónlistar og geisladiskarnir tveir sem hún og Aðalsteinn Ásberg sendu frá sér með barnaefni hafa algjöra sér- stöðu í flóru íslenskrar barnatónlistar. Um þessar mundir kemur tónlistin líka út á nótum í aðgengilegum útsetning- um Gunnars Gunnarssonar. Komdu að syngja! er með myndskreytingum eftir Sigrúnu Eldjárn, en Konráð Gylfa- son hjá KAMfilm annaðist samsetn- ingu efnis. Hlynur Helgason hannaði kápu en útgefandi er Dimma. Geisla-diskur- inn Ég verð heima um jólin með Kvartett Kristjönu Stefáns er kominn út í nýrri útgáfu, en hann kom fyrst út fyrir áratug og seldist þá fljótlega upp. Hér er um að ræða djasstónlist með jólasniði, en kvartettinn skipa Kristjana Stefánsdóttir, söngur, Vignir Þór Stefánsson, píanó, Smári Kristjánsson, kontrabassi og Gunnar Jónsson, trommur. Öll lögin á diskinum eru erlend nema íslenska þjóðlagið Hátíð fer að höndum ein, en íslenskir textar eru meðal annars eftir Pál Óskar Hjálmtýsson, sem syngur dúett með Kristjönu í laginu Góða nótt, og leikkonuna Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Einnig syngja Emilíana Torrini og Soffía Stefánsdóttir bakraddir. Dimma gefur út. Dimma gefur út Ljóð eftir Sigur- björgu Þrastar- dóttur. Um er að ræða úrval ljóða, en tónskreytt geislaplata með lestri skáldkonunnar fylgir með. Eða- varð Lárusson hefur samið tónlist við ljóðin og leikur á gítar. Ljóðin í bókinni eru valin úr þremur áður útkomnum ljóðabókum Sigurbjargar: Blálogalandi, Hnattflugi og Túlípana- fallhlífum. Áður hefur Dimma gefið út í sömu ritröð ljóð Gyrðis Elías- sonar með tónskreytingum Kristins Árnasonar, ljóð Ingibjargar Haralds- dóttur með tónskreytingum Tómasar R. Einarssonar og ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar með tónskreyt- ingum Sigurðar Flosasonar. Í sömu útgáfu- röð koma út Ljóð eftir Braga Ólafsson. Um er að ræða úrval ljóða, en tónskreytt geislaplata með lestri skáldsins fylgir með. Matthías Hemstock hefur samið tónlist við ljóðin og leikur á slagverk og píanó. Ljóðin í bókinni eru valin úr fjórum áður útkomnum ljóðabókum Braga, sem eru Dragsúgur, Ansjósur, Ytri höfnin og Klink. Nýjar bækur Laugardagur Ian McEwan jók enn hróður þessa breska sagnaskálds þegar skáldsagan kom út í fyrra. Ástæðan var einföld, ekki aðeins var Ian fullsamdur að listilega spunnu plotti í söguna sem hvílir öll í kringum einn ás, dag í lífi mið- aldra heilaskurðlæknis í London skömmu fyrir innrásina í Írak, heldur var sagan fantalega vel skrifuð og hugsuð í hugarþeli læknisins. Frásögnin speglaði í senn hversdagsleg viðbrögð á sól- björtum degi, stór tíðindi í nánd við hann, átök á innra og ytra sviði í lífi og þrautþjálfað klínisk inn- sæi vísindamanns í það flókna fyrirbæri sem heilinn er. Það er aftur ekki fyrir neina aukvisa í enskri tungu að snúa sögunni á íslenskt mál. Ian þenur sig í spennandi frásögn sem heimt- ar skýra innsýn í íslenskt mál, ríka tilfinningu fyrir hrynjandi í frá- sögn og þolinmæði til að elta uppi læknisfræðileg heiti sem sagan er uppfull af. Hér eru margir undra snúnir kaflar, snúnari en aðrir. Löng lýsing á skvassleik, stemn- ingslýsingar úr miðborg Lundúna sem reynast í verki þýðanda svo raunsannar að lyktin laumast að okkur aftur sem þekkjum hana. Útgáfa Bjarts á þýðingu Árna Óskarssonar sætir því verulegum tíðindum og Árna mikill sómi búinn með þessu erfiða verki sem hann leysir á undra sannfærandi hátt. Það er engum blöðum um það að fletta að Laugardagur er mikil- vægt verk með þungu erindi – ekki aðeins fyrir Breta – heldur líka fyrir allar þær þjóðir sem fylgdu hinum staðföstu. Snörp umræða í verkinu milli læknisins og ungrar dóttur hans um stríðið og hvaða afleiðingar það getur haft vekur lesanda hroll – allt það sem þau sjá mögulega fara illa hefur hrunið í þá átt. Þá er Ian ekki síður að kryfja lífsviðhorf millistéttarinnar bresku, mannúð hennar og yfir- læti sem alltaf er í bland. Sú lýs- ing er raunsönn um margt þótt hún lúti virkum ferlum í enskum skáldskap: tignun á hinni aðkomnu konu sem hér er keltnesk en hefur hið fínlega dökka yfirbragð sem þeir snobba svo yfir, tignun á skorðuðum lífsháttum menntaðra millistétta, skáldskap, bresku blúshefðinni – þessu sjálfsagða grobbi sem þeir fara svo vel með en skín alltaf í gegn um kurteisi þeirra og gamansemi. Ian hefur alltaf sótt sum brögð í byggingu skáldsagna sinna í spennusögur, hin afdrifaríku átök sem söguheimur hans flýtur að eins á stóru fljóti með óhjákvæmi- legu slysi og hörmung. Hann dreg- ur örlög persóna sinna saman af skarpskyggni og miskunnarleysi og gefur þeim sjálfum innsýn inn í örlög sem bíða þeirra. Lesandinn fær í sinn hlut kjöt og bein, hugleiðingar sem eru margvíslegar og útpældar, það er mikill matur í þessari sögu. Það er árangur af löngu og þroskuðu ferli Ians í skáldskap sínum: mjór var mikils vísir þegar Cement garden tók að fara milli manna á áttunda áratugnum í Picador-útgáfunni. Snöggt eftir það virtist alls óvíst hvert Ian ætlaði sér: sjóvarps- handrit, smásögur, líbretto – en svo einhenti hann sér í skáldsög- una. Það er ástæðulaust að finna að þessari þýðingu. Bjartur hefur ekki gætt að orðskiptum á nokkr- um stöðum. Verk eftir Bridget Reilly á heimili læknishjónanna er ekki eftirprentun heldur þrykk. Það er fengur að þessari meist- aralega sömdu og frábærlega þýddu sögu á íslenskan bókamark- að. Og nú er bara að njóta. Páll baldvin baldvinsson Laugardagur til lukku bækur Laugardagur Ian McEwan Þýðing: Árni Óskarsson Bjartur HHHHH Meistaraleg þýðing á mikilvægu og merku verki rithöfuNduriNN iaN McEwaN Nýjasta skáldsaga hans er komin út á íslensku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.