Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 68
4. desember 2006 MÁNUDAGUR36
Tómas R. Einarsson hafði
dreymt um að koma til
Kúbu frá því hann var í
menntaskóla og las mál-
gagn byltingarmanna frá
eyjunni spjaldanna á milli.
Fyrir sex árum lét Tómas
drauminn rætast og hefur
varla vaknað af þeim væra
blundi. Hann er nýkominn
frá Kúbu.
Nýlega kom út geisladiskurinn
Romm Tomm Tomm þar sem
Tómas blandar saman íslenskum
og kúbverskum tónlistarmönnum,
svo vel að margir eiga erfitt með
að greina þeirra á milli. „Þeir á
Kúbu eru mjög hrifnir af geisla-
diskinum þó ég segi sjálfur frá og
hafa boðið mér á djasshátíð í Hav-
ana,“ segir Tómas sem enn er að
bræða það með sér hvort hann eigi
að láta slag standa. „Þetta yrði
heljarinnar verkefni en óneitan-
lega mjög spennandi,“ útskýrir
kontrabassaleikarinn.
Vildi víkka út sjóndeildarhringinn
Tómas fékk snemma áhuga á
Suður-Ameríku og þá aðallega á
hinu pólitíska landslagi. Þegar
tónlistarmaðurinn skreið yfir tví-
tugt ákvað hann að ferðast um álf-
una en komst ekki til Kúbu, ferða-
lagið þangað hefði verið of dýrt og
lítið var um að erlendir ferðamenn
færu þangað yfir. Hann viður-
kennir hins vegar að eyjan í
Karíbahafinu hafa alltaf togað í
sig en það var ekki fyrr en rúmum
tveimur áratugum seinna sem tón-
listin teymdi hann þangað. „Ég
hafði verið að spila djasstónlist í
einn og hálfan áratug og var far-
inn að kunna hana ágætlega. Ég
var því farinn að leita að einhverju
til að víkka út sjóndeildarhringinn
og kolféll fyrir latin-tónlist, ekki
síst vegna þess hvernig þeir spil-
uðu á bassa,“ útskýrir Tómas.
Árið 2000 komst tónlistarmaður-
inn loks til Havana og segir Tómas
að þetta hafi verið ást við fyrstu
sýn. „Ég hlustaði á kúbverska
tónlist í átta daga samfleytt, frá
morgni til kvölds,“ segir Tómas og
þar hafi hann loks fengið þá inn-
spýtingu sem hann hafi vantað
fyrir Kúbanska, fyrstu latin-djass-
plötuna með íslenskum tónlistar-
mönnum. „Áhuginn á pólitík vék
því fyrir músík og dansi sem eru
eitt orð á Kúbu en ekki tvö eins og
hér,“ segir Tómas. Hann gaf ári
síðar út Havana en ákvað að láta á
það reyna að taka upp plötu á
Kúbu. Hann fékk Samúel J.
Samúelsson til liðs við sig og þeir
héldu til Havana í mars þar sem
félagarnir æfðu nánast samfleytt í
sextán daga í heimahúsum hér og
þar í höfuðborginni. „Við tókum
upp eina og hálfa plötu og héldum
því næst heim, fengum nokkra
íslenska hljóðfæraleikara til að
spila yfir en fannst vanta kúb-
versku áhrifin,“ útskýrir Tómas.
Ferðinni var því aftur heitið til
Havana þar sem tónlistarmaður-
inn fékk nokkra valinkunna kúb-
verska listamenn til að leika með
sér. Loks var haldið heim, platan
fínpússuð með íslenskum
tónlistarmönnum og útkoman varð
þannig að erfitt er að átta sig á því
hverjir gera hvað.
Kúbversku mínúturnar
Tómas talar hlýlega um Kúbu og
þykir augljóslega vænt um land
og þjóð. Hann hefur farið þangað
sjö sinnum en eingöngu til Havana
sem Tómas segir að nægi í fyrstu
fimmtán skiptin. „Borgin er ákaf-
lega sérstök, tónlistin og dansinn
slær mann fyrst og hefur dregið
mig þangað aftur og aftur,“ segir
Tómas. „En svo eru það þessir
sterku karabísku litir, gamli
nýlenduarkitektúrinn og bíla-
menningin,“ bætir hann við en
segir jafnframt að fullt af hlutum
pirri hinn stundvísa og fram-
kvæmdaglaða Íslending. „Orða-
tiltækið „mañana“ eða „á morgun“
þýðir eiginlega eftir mánuð,“ segir
Tómas og hlær. „Kúbversku mín-
úturnar eru líka mun lengri en
hinar íslensku og það er mikil
skriffinnska hjá hinu opinbera,“
segir Tómas, en tekur fram að
þegar kemur að tónlistarmönnum
standist allar tímasetningar og
gott betur en það.
Á laugardaginn var haldið upp á
afmæli byltingarleiðtogans Kast-
rós sem Tómas segir að gangi
skrautlegar sögur um. Ein hafi
verið sú að Kastró yrði tekinn úr
sambandi á þessum degi og þótt
margir hafi áhyggjur af því hvað
verði um Kúbu þegar Kastró fari
yfir móðuna miklu segir Tómas að
menn þurfi litlar áhyggjur að hafa
af tónlistinni, hún lifði af bylting-
una og muni lifa Kastró.
Tónlistin lifir Kastró af
í góðri sveiflu Tómas nýtur sín vel á Kúbu og hefur komið þangað sjö sinnum á
síðustu sex árum.
glaðir Þeir Ómar Guðjónsson og
Samúel J. Samúelsson voru ánægðir
með tónleikana sem hljómsveit Tómasar
hélt og eru hér með hinum kúbverska
Daniel Ramos sem spilar á plötunni
Daniel Ramos.
Tekið á því Þeir Daniel Ramos, Kjartan
Hákonarson, og Ómar Guðjónsson blása
í lúðra sína af öllum mætti.
kúbversk sTemning Gítarleikarinn
Cesar Hechevarría slær á létta strengi og
í bakgrunni má sjá Kjartan Hákonarson
undirbúa sig fyrir tónleikana.
sTórhljómsveiT Tómasar Kúbverskir
blaðamenn hafa tekið Tómasi opnum
örmum og hefur honum verið boðið á
kúbverska djasshátíð.
Eva Longoria, sem leikur í þáttun-
um Desperate Housewifes, hefur
trúlofast franska körfuboltakapp-
anum Tony Parker.
Að sögn talsmanns Longoriu
flaug Tony til Longoriu á heimili
hennar í Los Angeles eftir leik
með San Antonio og kom henni á
óvart þegar hún kom heim úr vinn-
unni. „Bónorðið var rómantískt og
alveg fullkomið. Þau ætla að gift-
ast í Frakklandi sumarið 2007 og
verða fjölskyldur þeirra og vinir
viðstaddir,“ sagði talsmaðurinn.
Longoria, sem er 31 árs, skildi
við leikarann Tyler Christopher
árið 2004 eftir tveggja ára hjóna-
band. Parker, sem er 24 ára, hitti
Longoriu eftir leik San Antonio
fyrir tveimur árum.
Trúlofaðist
Tony Parker
eva og Tony Eva Longoria og Tony
Parker ætla að gifta sig á næsta ári í
Frakklandi. FRéTTabLaðið/aP
Belgíska buffið,
Jean Claude Van
Damme, hefur
borið til baka
orðróm um að
hann muni leika
vonda kallinn í
grín-hasarmynd-
inni Rush Hour 3
á móti Jackie
Chan og Chris
Tucker.
Van Damme segist hafa verið að
grínast með þetta á sínum tíma og
spurði þá hvort það væri ekki snið-
ugt að hann yrði með í myndinni.
„Ef ég myndi leika í grínmynd
myndi ég ekki vilja leika í Rush
Hour, heldur frekar mynd í líkingu
við Lethal Weapon sem væri aðeins
raunsærri,“ sagði Van Damme.
Rush Hour 3 gerist í París og er
hún væntanleg á hvíta tjaldið
næsta sumar.
Leikur ekki
í Rush Hour
van damme
Söngkonan Nelly Furtado ætlar að
syngja dúett með áströlsku söng-
konunni Kylie Minogue. Furtado
gaf í sumar út plötuna Loose sem
hefur m.a. að geyma lagið Maneat-
er. Einnig er þar lagið Promiscu-
ous sem hún söng með upptöku-
stjóranum snjalla Timbaland.
Furtado hefur lengi ætlað að
vinna með Kylie og nú eru við-
ræður hafnar um að þær flytji
saman dúett. „Við höfum talað
um þetta í dálítinn tíma. Við
erum svipaðar á þann hátt að
hún er dugnaðarforkur eins og
ég,“ sagði hin 27 ára Furtado.
Hún er jafnframt ánægð með
það hvernig Kylie hefur tekist á
við brjóstakrabbameinið sem
hún greindist með fyrir nokkru.
„Það er frábært að hún skuli hafa
snúið aftur og klárað tónleikaferð
sína.“
Furtado sló fyrst í gegn árið
2000 með laginu I´m Like a
Bird sem var á plötunni Woah
Nelly! Nýjasta plata hennar
er sú þriðja í röðinni.
Kylie hefur lengi verið
í sviðsljósinu. Hún vakti
fyrst athygli í sjón-
varpsþáttunum
Nágrannar. Síðan
þá hefur hún sungið
mörg vinsæl lög á
borð við The
Loco-Motion, I
Should Be So Lucky, Can´t Get You
Out Of My Head, In Your Eyes og
Slow, sem Emilíana Torrini samdi
ásamt upptökustjóranum Mr. Dan.
Var það tilnefnt til Grammy-verð-
launanna.
Kylie og Furtado syngja dúett
Vin
nin
ga
r v
er
ða
af
he
nd
ir h
já
BT
Sm
ár
ali
nd
. K
óp
av
og
i. M
eð
þv
í a
ð t
ak
a þ
át
t e
rtu
ko
m
inn
í S
M
S k
lúb
b.
14
9 k
r/s
ke
yt
ið.
9.
HVERVINNUR!
KEMUR Í
VERSLAN
IR
4. DES!
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK!
SENDU SMS BTC MDF
Á NÚMERIÐ 1900
Vinningar eru Met
allica the best of v
ideos • Aðrir DVD
með Metallica
Geislplötur með M
etallica • Aðrar ge
islaplötur • DVD m
yndir og margt fle
ira
nelly furTado
Furtado vill ólm
syngja dúett með
Kylie Mino-
gue.
kylie minogue
Minogue er að ná sér á
strik eftir að hafa greinst
með brjóstakrabbamein.