Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 70
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
76þúsund gestir
MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
I
besta mynd
besti leikar
besti leikstjórinn,
besti aukaleikarinn
og besta tónlistin
5 edduverðlaun
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
BLAÐIÐ
M.M.J. kvikmyndir.com
V.J.V. TOPP5.IS
Þ.Þ. FBL
STÓRKOSTLEGASTA SAGA ALLRA TÍMA LIFNAR HÉR VIÐ Í
STÓRBROTINNI MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF.
UPPLIFIÐ HINA SÖNNU MERKINGU JÓLANNA
Jólamyndin 2006
HÁTÍÐ Í BÆ kl. 5.50, 8, 10.10
THE NATIVITY STORY kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
PULSE kl. 10.15 B.I. 16 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA
MÝRIN kl. 6 og 8 B.I. 12 ÁRA
HÁTÍÐ Í BÆ kl. 3.40, 5.50 og 8
PULSE kl. 10.20 B.I. 16 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 5, 8 og 10.30 B.I. 14 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 5 og 8
SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 4
OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 3.50
BORAT kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
MÝRIN kl. 5.40 og 8 B.I. 12 ÁRA
HÁTÍÐ Í BÆ kl. 6 og 8
SAW III kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 10 B.I. 14 ÁRA
MÝRIN kl. 6 B.I. 12 ÁRA
Ofurtala
Útgáfutónleikar vegna plötunnar
„Lög til að skjóta sig við“ með
Sviðinni jörð verða haldnir á
Grandrokki á þriðjudagskvöld.
Platan hefur verið nefnd sorg-
legasta kántríplata Íslandssög-
unnar. Í hana fór hellingur af
tárum ofan í bjórinn, þrír hjóna-
skilnaðir, tvær meðferðir, eitt
gjaldþrot og sitthvað fleira sem
enginn man. Sviðna jörð skipa
Magnús R. Einarsson og Freyr
Eyjólfsson. Þrettán ný, frumsamin
lög með textum eftir Davíð Þór
Jónsson um eymdina, sorgina og
þjáninguna og það að vera fullur á
þriðjudegi eru á plötunni.
Sviðin jörð á
Grandrokki
sviðin jörð Þeir Magnús R. Einarsson
og Freyr Eyjólfsson skipa sveitina Sviðna
jörð.
Larry Hagman, sem lék illmennið
JR í sápuóperunni Dallas, er á
batavegi eftir að hafa hnigið niður.
Hafði hann kvartað undan höfuð-
verkjum og missti loks meðvit-
und. Var hann fluttur á sjúkrahús
en er nú kominn á heimili sitt í
Malibu.
Hagman, sem er 75 ára, hefur
átt við veikindi að stríða undan-
farin ár eftir að hann gekkst undir
nýrnaígræðslu árið 1995.
Hneig niður
jr Larry Hagman fór með hlutverk JR í
sápuóperunni Dallas.
Hljómsveitinni Mammút hefur
verið boðið að koma fram á hinni
virtu tónlistarhátíð South By
South West í Austin, Texas, í
Bandaríkjunum sem fer fram í
mars 2007.
Kom boðið í kjölfar vel heppn-
aðra tónleika í Manchester á Eng-
landi á Intecity-tónlistarhátíðinni
þar sem Mammút kom fram á
sérstöku tónleikakvöldi fyrir
íslenskar hljómsveitir sem var
haldið í fyrsta sinn í ár.
Mammút er um þessar mundir
að semja ný lög fyrir aðra plötu
sína og fara upptökur líklega fram
snemma á næsta ári.
Spila í Texas
mammút Hljómsveitin Mammút spilar á
South By South West í Texas á næsta ári.
Velgengni Mýrarinnar
hefur aukið áhuga kvik-
myndagerðarmanna á
íslenskum krimmum. Ævar
Örn er eftirsóttur.
„Full mikið sagt að ég sé búinn að
selja kvikmyndarétt. En, það, sko,
eru þreifingar í gangi. Menn hafa
lýst áhuga sínum á að gera
eitthvað við þessar bækur mínar,“
segir Ævar Örn Jósepsson rit-
höfundur.
Svo virðist sem velgengni
Mýrarinnar í kvikmyndahúsum
landsins, en þegar hafa rúm 80
þúsund séð myndina, hafi vakið
upp mikinn áhuga kvikmynda-
gerðarmanna á íslenskum krimm-
um. Og er nú keppst um kvik-
myndarétt bóka sem hafa litið
dagsins ljós í glæpasagnavorinu
mikla sem enn stendur.
Þannig hefur verið sagt frá því
að kvikmyndagerðin Zik Zak hafi
tryggt sér kvikmyndarétt að nýrri
bók Stefáns Mána, Skipið. Í frétt-
um síðustu viku kom fram að
sjónvarpsréttur á bókum Stellu
Blómkvist hefur verið seldur til
Þýskalands.
Ævar Örn vill ekki tjá sig meira
en orðið er varðandi hugsanlega
sölu á kvikmyndarétti á bókum
sínum. En blaðið hefur heimildir
fyrir því að þar sé um að ræða
nokkra aðila. Þeirra á meðal Kisa
með þá Ingvar Þórðarson og Júlíus
Agnarsson í broddi fylkingar. En
þeir eru nú að framleiða Astrópíu.
Þá er Ævar Örn að skrifa handrit
glæpaþátta ásamt Yrsu Sigurðar-
dóttur, Árna Þórarinssyni og Páli
Kr. Pálssyni í samstarfi við þá
Sigurjón Kjartansson og Óskar
Jónasson. Þeir hafa sést með trýnið
ofan í nýrri bók Ævars Arnar, Sá
yðar sem syndlaus er, en hún hefur
fengið afbragðs dóma. Þá er Frétta-
blaðinu kunnugt um fleiri
kvikmyndagerðarmenn sem sýnt
hafa því áhuga að kvikmynda bækur
Ævars.
Sjálfur vill Ævar Örn ekki gera
mikið úr kapphlaupi kvikmynda-
gerðarmanna um krimmana. Segir
reyndar að hann sjái einhverra hluta
vegna þessa íslensku, bresku og
skandinavísku krimma fyrir sér
sem sjónvarpsefni fremur en bíó.
„En því fleiri krimmar sem komast
á hvíta tjaldið, því betra. Bara
gaman að því.“
Baltasar Kormákur segir þá Arn-
ald Indriðason rithöfund hafa ákveð-
ið fyrir löngu að hefja engar við-
ræður um hugsanlegt áframhald
kvikmyndunar Baltasars á bókum
hans. Baltasar vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um áform sín á þessu
sviði.
Ekkert leyndarmál þó er að menn
sjá jafnvel fyrir sér einhvers konar
framhaldskvikmyndagerð Baltas-
ars á bókum Arnaldar, þá á borð við
þá sem til að mynda Svíar hafa
stundað í tengslum við bækur Henn-
ing Mannkells. En ekkert hefur
verið ákveðið enn í þeim efnum.
Kvikmyndagerðarmenn í
kapphlaupi um krimma
Eftirsóttur Nokkrir kvikmyndagerðar-
menn hafa sýnt því áhuga að kaupa
kvikmyndarétt á bókum Ævars Arnar
Jósepssonar. FRéTTABLAðið/HEiðA
JJ Cale hefur haft mikil áhrif á tón-
list Erics Clapton. Hann samdi lögin
Cocaine og After Midnight sem bæði
náðu miklum vinsældum þegar Eric
Clapton gerði sínar útgáfur af þeim.
Þær vinsældir urðu svo til þess að
vekja athygli á JJ Cale. Þannig eiga
þessir tveir tónlistarmenn hvor
öðrum mikið að þakka. Það var
þess vegna mikið fagnaðarefni
fyrir marga að þeir skyldu í fyrsta
sinn gera plötu saman.
The Road to Escondido hefur að
geyma fjórtán lög. Ellefu þeirra
eru eftir Jean Jacques Cale, eitt
er eftir Eric Clapton, eitt eftir
Clapton og John Mayer og eitt er
gamall slagari eftir Brownie
McGhee, Sporting Life Blues.
Fjölmargir þekktir hljóðfæra-
leikarar koma fram á plötunni,
þ.á.m. Billy Preston og John
Mayer.
Lögin eru flest í þessum afslapp-
aða stíl sem einkennir tónlist JJ
Cale. Djass og kántrískotið blús-
rokk í stíl við síðustu sólóplötu JJ
Cale, To Tulsa and Back, sem kom
út fyrir tveimur árum og vakti
óþarflega litla athygli. Á þessu
eru þó nokkrar undantekningar,
t.d. lagið Dead End Road sem er
hressileg blúgrasskeyrsla.
Það er ekki hægt að setja mikið út
á þessa plötu. Þessi lög standa öll
fyrir sínu, flutningurinn er full-
kominn og hljómurinn er góður.
Platan sýnir að lagasmíðar JJ
Cale ná fram því besta í Eric
Clapton. Hér eru tveir gamlir
meistarar að gera það sem þeir
kunna best. Það er fátt sem kemur
á óvart, en aðdáendur þessara
tónlistarmanna láta sig það senni-
lega litlu máli skipta.
trausti júlíusson
Kóngar hvíta blúsins sameinaðir
tónlist
the road to Escondido
JJ Cale & Eric Clapton
HHH
Fín blúsplata í þessum afslappaða stíl
sem einkennir tónsmíðar JJ Cale. Tveir
gamlir meistarar að gera það sem þeir
kunna best.
Baltasar KormáKur Viðræður um
hugsanlegt framhald á kvikmyndun
bóka Arnaldar indriðasonar hafa ekki
farið fram enn sem komið er.
FRéTTABLAðið/HöRðuR
LOTTÓ