Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 72
40 4. desember 2006 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Það er algengt í landsliðsferðum að einhver aðili í hópnum eigi
afmæli og að þessu sinni var það Gróttustúlkan Eva Margrét
Kristinsdóttir, landsliðskona í handbolta, sem hélt uppá 21 árs
afmæli sitt í Rúmeníu þar sem kvennaliðið er við keppni.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég á afmæli í svona ferð. Það er
líka svolítið sjaldgæft að við séum að keppa svona seint á
árinu,“ sagði Eva Margrét.
„Það er frekar fyndið að það er nánast alltaf einhver afmæli
í þessum ferðum. Í síðustu ferð átti Sólveig afmæli og
þar á undan Rakel,“ sagði Eva Margrét en þetta er
eingöngu í annað sinn sem hún er ekki á Íslandi á
afmælisdeginum sínum en hún spilaði í Noregi
síðasta vetur og var því þar á tvítugsafmælinu sínu.
Í tilefni dagsins var liðinu gefin afmæliskaka sem
féll misvel í mannskapinn. Helst var það að stelp-
urnar kvörtuðu yfir of miklu áfengisbragði og Eva
Margrét var alveg sammála því. „Hún var of áfeng
fyrir minn smekk.“
Þrátt fyrir að Eva Margrét væri að heiman á afmæl-
inu þá stoppaði það ekki foreldra hennar í að koma gjöf til stelpunn-
ar sinnar. „Mamma laumaði pakka til Írisar og hún lét mig fá hann á
afmælisdeginum. Ég fékk i-pod nano, rosalega flottan“ sagði Eva
Margrét yfir sig ánægð en það var ekki það eina sem hún fékk.
„Ég fékk örugglega hátt í 30 sms þannig að það verður dýrt
þegar ég kem heim,“ sagði Eva Margrét og hló. Evu gefst ekki
mikill tími til að halda upp á afmælið sitt þegar heim er komið
því við tekur stífur próflestur en Eva Margrét er á fyrsta ári í
lögfræði í Háskóla Íslands.
Eva Margrét var ekki á leikskýrslu tvo fyrstu leiki íslenska
liðsins í Rúmeníu en sagði þó að hún hafi ekkert verið
orðin áhyggjufull að fá ekki að spila. „Maður þarf
bara að vera tilbúin þegar kallið kemur,“ sagði Eva
Margrét og bætti við að það hafi verið grautfúlt að
sitja á áhorfendapöllunum og horfa á liðið spila.
„Það var sérstaklega fúlt á afmælisdaginn,“ bætti
Eva við en íslenska liðið laut í gras gegn Portúgal
á afmælisdeginum hennar, sem er líklega ekki sú
afmælisgjöf sem Eva hafði óskað sér.
Eva MaRGRÉt KRiStiNSdóttiR: átti afMæli 1. dESEMbER oG StElPuRNaR fENGu ÞvÍ afMæliSKöKu
Mamma laumaði afmælisgjöf út til mín
foRKEPPNi HM
dagur sveinn dagbjartsson
skrifar frá Rúmeníu
dagur@frettabladid.is
ÍSlaNd-ÍtalÍa 30-25
Mörk Íslands (skot): Rakel dögg bragadóttir 8/4
(9/4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 8 (10), Sólveig
lára Kjærnested 6 (11), ágústa Edda björnsdóttir
3 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (2), Jóna Margrét
Kristinsdóttir 2 (4), Harpa Melsted 1 (3).
Varin skot: berglind Íris Hansdóttir 12/1, Íris
björk Símonardóttir 1/1.
Hraðaupphlaup: 9 (Guðbjörg 4, Sólveig 4,
Harpa).
Fiskuð víti: 4 (Ragnhildur, Sólveig, Guðbjörg,
Eva).
Utan vallar: 6 mínútur.
ísland - ítalía
HANDbolti Íslenska kvennalands-
liðið í handbolta bar í gær sigur-
orð á Ítölum, 30-25. Leikur íslenska
liðsins var langt undir meðallagi í
fyrri hálfleik og Ítalir höfði yfir í
leikhléi, 12-14. Það kom þó ekki að
sök og leikur liðsins í síðari hálf-
leik var góður og þegar upp var
staðið var sigurinn öruggur.
Íslenska liðið var lengi í gang í
gær og engu líkara en að liðið liti á
það sem hálfgert skylduverkefni
að mæta í íþróttahúsið í Valcea.
Það var ótrúlegt andleysi yfir leik
liðsins í byrjun og ítalska liðið
gekk á lagið.
Þegar átta mínútur voru liðnar
af leiknum og í stöðunni 2-6 sá
Júlíus Jónasson þjálfari þann kost
vænstan að taka leikhlé enda ekk-
ert vit í leik íslenska liðsins og
hugarfar leikmanna augljóslega
ekki rétt. Það virtist hafa góð áhrif
á stelpurnar okkar því hægt og
bítandi minnkaði forskot þeirra
ítölsku. Eitthvað gekk þó illa að
jafna metin, þrátt fyrir góð tæki-
færi, því ítalska liðið hélt yfir-
hendinni út fyrri hálfleikinn og
leiddi þegar flautað var til leik-
hlés, 12-14.
Greinilegt var að Júlíus, þjálf-
ari íslenska liðsins, var allt annað
en sáttur við spilamennsku liðsins
enda fáar stelpur að spila af eðli-
legri getu í fyrri hálfleik og margt
sem þurfti að laga, bæði í sóknar-
og varnarleik íslenska liðsins, ef
ekki ætti illa að fara í þeim síðari.
Ef hægt er að segja að fyrri
hálfleikur hafi verið eins og svart
þá var síðari hálfleikurinn eins og
hvítt. Það var engu líkara en að
allt annað íslenskt lið væri inni á
vellinum í síðari hálfleik en í þeim
fyrri. Loksins sást barátta í
íslenska liðinu og liðið var að spila
skínandi góðan varnarleik.
Íslensku stelpurnar voru ekki
lengi að jafna metin í 14-14 og þær
komust svo yfir í fyrsta sinn í
leiknum þegar um sjö mínútur
voru liðnar af síðari hálfleik, 17-
16. Á þessum kafla náði íslenska
liðið vel að trufla sóknarleik
ítalska liðsins og í kjölfarið fengu
okkar stelpur mörg hraðaupp-
hlaup þar sem þær Sólveig Lára
Kjærnested og Guðbjörg Guð-
mannsdóttir voru í aðalhlutverk-
um.
Eftir að íslenska liðið komst
yfir var aldrei spurning hvorum
megin sigurinn endaði en lokatöl-
ur urðu 30-25. Íslenska liðið sýndi
það og sannaði í síðari hálfleikn-
um að það er mun betra en það
ítalska og ef stelpurnar okkar
hefðu spilað af sama krafti í fyrri
hálfleik og þær gerðu í þeim síðari
þá hefði munurinn í lokin eflaust
orðið stærri en raunin varð.
Öruggur sigur Íslands á Ítalíu
Ísland vann öruggan fimm marka sigur, 30-25, á Ítölum í lokaleik riðilsins í undankeppni HM í handbolta
kvennalandsliða. Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins og komst ekki áfram á lokakeppni HM.
takk fyrir stuðninginn Stelpurnar
klappa hér fyrir áhorfendum.
varnarmúr Íslenska vörnin stóð vaktina vel lengstum í leiknum í gær og það var
enginn hægðarleikur fyrir þær ítölsku að koma boltanum fram hjá þessum múr.
fRÉttablaðið/tiHi JovaNovic
komin í gegn Stjörnustúlkan Rakel dögg bragadóttir er hér búin að prjóna sig í
gegnum ítölsku vörnina í gær og skorar eitt af átta mörkum sínum í leiknum.
fRÉttablaðið/tiHi JovaNovicHANDbolti Guðbjörg Guðmanns-
dóttir var valinn maður leiksins
og hún sagði að það hafi ekki
komið til greina að tapa þessum
leik. „Við byrjum leikinn mjög
illa og mér fannst vanta alla
einbeitingu. Við vorum hálfsof-
andi og það var eins og við
værum ekki tilbúnar í verkefnið.
Svo fórum við inn í hálfleik og
það kom ekki annað til greina en
að sigra þennan leik og fara með
tvo sigra frá þessu móti.“
Guðbjörg sagði að það væri
erfitt að benda á eitthvað eitt sem
orsakaði andleysi íslenska liðsins
í byrjun leiksins. „Við ætluðum
okkur að sjálfsögðu allar að gera
okkar besta og vinna en við
vorum bara ekki tilbúnar frá
byrjun. Þær voru ekki búnar að
vinna leik og ætluðu sér eflaust
að ná í stig í dag en það kom
aldrei til greina að tapa þessu,“
sagði Guðbjörg. - dsd
Guðbjörg Guðmannsdóttir:
Kom aldrei til
greina að tapa
hvert ert þú að fara?
Harpa Melsted og Hrafnhildur Skúla-
dóttir snúa hér eina ítölsku stelpuna
niður í gær. fRÉttablaðið/tiHi JovaNovic
best í gær Eyjastelpan Guðbjörg Guð-
mannsdóttir var valin maður leiksins í
gær. fRÉttablaðið/tiHi JovaNovic
HANDbolti Þrátt fyrir sigurinn var
Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska
liðsins, ekkert alltof sáttur í leiks-
lok. „Ég fór yfir það fyrir leikinn
að það er oft erfitt þegar komið er
í síðasta leikinn að slaka ekki á og
fara að hugsa um eitthvað annað
en þetta verkefni, sérstaklega
þegar mótherjinn er lakari en við
á pappírunum. Þær voru hins
vegar ekkert lakari en við, þær
voru betri en við í fyrri hálfleik.
Þetta er bara atriði um viljann
og hugarfarið. Allt sem við gerð-
um í fyrri hálfleik var illa gert.
Þetta var svo allt annað í síðari
hálfleik. Við stóðum hins vegar í
vörn mikinn hluta af síðari hálf-
leiknum og ítalska liðið fékk að
spila mjög mikið, sem er oft þegar
svona er.
Við stóðum hins vegar vörnina
mjög vel í síðari hálfleik. Við
vorum að prófa ýmsar útfærslur
af vörn í fyrri hálfleik og það gekk
ekkert, það er spurning um hugar-
farið,“ sagði Júlíus og bætti við að
hann væri ekkert yfir sig ánægð-
ur með síðari hálfleikinn.
„Ég er svona þokkalega ánægð-
ur með hann. Ég er samt ekkert
100% ánægður en ég held að það
liggi bara í því að skoðun mín núna
er svolítið lituð frá fyrri hálfleikn-
um.“
Íslenska liðið endaði í þriðja
sæti riðilsins og Júlíus sagði að
það væri ekki ásættanlegt því liðið
hefði farið til Rúmeníu með það að
markmiði að vinna alla leikina.
- dsd
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari var ekki fyllilega sáttur þrátt fyrir sigur síns liðs gegn Ítalíu:
Fyrri hálfleikur slakur en síðari mun betri
hrafnhildur skúladóttir Gefur hér
línusendingu í leiknum.
júlíus jónasson Þokkalega sáttur við
leikinn í gær.
> góður sigur hjá Ciudad
ólafur Stefánsson og félagar í Evrópumeistaraliði ciudad
Real eru komnir með annan fótinn í átta liða úrslit
Meistaradeildar Evrópu eftir góðan útisigur á danska
liðinu GoG, 33-28, en þetta var fyrri rimma liðanna í
sextán liða úrslitunum.
ólafur átti ágætan leik
fyrir spænska liðið
og skoraði þrjú mörk.
Montpellier kom á óvart
og lagði barcelona með
þrem mörkum, 28-25.