Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... Minni hagvöxtur | Á þriðja árs- fjórðungi mældist hagvöxtur 0,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í árslok. Á þriðja ársfjórð- ungi í fyrra var hagvöxturinn 10,0 prósent. CCP útskrifað | CCP verður útskrifað úr samtökum sprota- fyrirtækja eftir að velta félags- ins fór yfir einn milljarð króna á þessu ári. Sprotafyrirtæki eru skilgreind svo ef velta þeirra er undir einum milljarði króna. Icelandair skráð | Icelandair Group Holding hf. var skráð í Kauphöll Íslands á fimmtudag, fyrst íslenskra félaga eftir að hún varð hluti af OMX-kauphöllun- um. Heildarhlutafé félagsins er 1.000.000.000. Úr Straumi | Straumur-Burðarás, Samvinnutryggingar og aðrir fjárfestar kaupa 22,6 prósenta hlut í Straumi-Burðarási af FL Group fyrir 42 milljarða króna. FL Group fær í staðinn peninga og hlutabréf í Finnair. Stefnunni haldið | Björgólfur Thor Björgólfsson telur að kaup Straums og fleiri fjárfesta á bréf- um FL Group í Straumi breyti ekki miklu í því sem snýr að starf- semi Straums. Nýr banki | Fjárfestingarbankinn Askar Capital hefur starfsemi um næstu áramót. Milestone er kjölfestufjárfestir í bankanum og Tryggvi Þór Herbertsson verður forstjóri. Minni velta | Kreditkortavelta í nóvember var tæplega 21 millj- arður króna og jókst hún um 3,5 prósent milli mánaða. Það gefur vísbendingu um að enn hægi á vexti einkaneyslu. Askar Capital Finna sér markaðssyllur 18 CCP Slær félögum í Kauphöllinni við 3 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Stýrivextir Seðlabankans Sér fyrir endann á hækkunarferlinu 10-11 Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Viðbúið er að Þorláksmessa verði langstærsti dagur í íslenskri smásölu frá því að land byggðist. Kemur það fyrst og fremst til af tvennu. Í fyrsta lagi því að umsvifin í þjóðfélaginu hafa aukist. Í öðru lagi vegna þess að Þorláksmessu ber upp á laugardag. Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir að gera megi ráð fyrir að þann dag muni neyt- endur eyða allt frá þremur til fjórum milljörðum króna á landsvísu. Til samanburðar mun sala síðast- liðinn laugardag á landinu öllu hafa numið um 1,5 til tveimur milljörðum króna. Þunginn í jólaversluninni virðist hafa farið nokk- uð seinna af stað en í fyrra. Meðal annars vegna þess að bæði Kringlan og Smáralind fóru viku seinna af stað með að hafa opið til tíu á kvöldin í ár heldur en í fyrra. Síðasta laugardag nam söluaukning í Smáralind um 30 til 35 prósentum miðað við í fyrra. Þann daginn lögðu rúmlega þrjátíu þúsund gestir leið sína í verslunarmiðstöðina. Þar á bæ er gert ráð fyrir að velta jólasölunnar verði um fimmtán pró- sentum meiri í ár en í fyrra, án þess að tillit sé tekið til fjölgunar verslana. Nýbirtar tölur Hagstofunnar um landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi sýndu að einkaneysla jókst um tvö prósent að raunvirði frá sama fjórðungi í fyrra sem er minnsti vöxtur í fjögur ár. Ýmsar aðrar vís- bendingar hafa jafnframt komið fram sem benda til þess að einkaneysla sé að dragast saman, svo sem minni aukning smásölu á fjórða ársfjórðungi og minni kortavelta í nóvember. Pálmi segir að sé sam- dráttar farið að gæta í einkaneyslunni verði þess alls ekki vart í jólasölunni ár. „Fjölmargar verslanir hjá okkur hafa slegið met, jafnvel dag eftir dag. Stærri verslanirnar ná aldrei jafnmikilli aukningu og þær smærri, sem dregur niður heildaraukninguna, en þorri verslana hjá okkur er að ná 20 til 30 prósenta aukningu. Ég hef jafnvel heyrt í mörgum kaupmönn- um sem eru með 40 til 60 prósenta söluaukningu það sem af er desember.“ Íslandsmet í smásölu slegið á Þorláksmessu Þrátt fyrir að einkaneysla fari minnkandi gætir ekki sam- dráttar í jólagjafainnkaupum. Kaupmenn Smáralindar hafa slegið hvert sölumetið á fætur öðru undanfarna daga. Flestir bankar og sparisjóðir veita mótframlag eða gefa gjafir við stofnun framtíðarreikninga fyrir börn og ungmenni nú fyrir jólin. Framlag í peningum liggur á bil- inu 2.000 til 2.500 krónur. Framtíðarreikningar eru verð- tryggðir innlánsreikningar sem eru almennt bundnir til átján ára aldurs reikningseiganda. SPRON veitir tvö þúsund króna framlag við stofnun nýs framtíð- arreiknings sem er óháð fram- lagi þess sem stofnar reikninginn. Þannig getur nýr eigandi fengið tvö þúsund krónur inn á bók án þess að nokkurt mótframlag komi til. Kaupþing veitir 2.500 króna mótframlag við stofnun nýs fram- tíðarreiknings gegn því skilyrði að lagðar séu inn fimm þúsund krónur. Eigandi reikningsins fær því fimmtíu prósenta ávöxtun í einu vetfangi miðað við lágmarks- innlögn. Sparisjóðirnir leggja fram tvö þúsund krónur á móti fimm þúsund krónum þess sem leggur. Þetta er óháð því hvort um nýjan eða eldri reikningseiganda sé að ræða. Reikningseigandinn fær því fjörutíu prósenta ávöxtun. Hjá Glitni fengust þær upp- lýsingar að við stofnun framtíð- arreiknings fengi reikningseig- andi Latabæjardót. Fimm þúsund króna mótframlag fæst ef lagðar eru inn eitt þúsund krónur á mán- uði í hálft ár. Landsbankinn er eini viðskipta- bankinn sem býður ekki mótfram- lag eða gjöf við stofnun framtíðar- reiknings um þessi jólin. - eþa Börnin græða á bönkum fyrir jólin Nýleg skuldabréfaútgáfa Straums-Burðaráss Fjárfestinga- banka upp á 200 milljónir evra er með stækkunarmöguleika upp í 1,6 milljarða evra, eða sem nemur 144 milljörðum íslenskra króna. Gengið var frá útgáfunni, sem er til fimm ára, í lok síðasta mánaðar, en hún er í gegn um svokallaðan CLO lánaramma (collateralized loan obligations) og eyrnamerkt ákveðnum fjárfestingum sem auka munu vaxtatekjur bankans. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fjárstýringar Straums-Burðaráss, segir útgáfu af þessum toga hjálpa til á þeirri leið félagsins að breytast úr fjárfestingarfélagi yfir í fjárfestingabanka sem byggi á annars konar tekjustoðum. Sjá síðu 8 / - óká Geta áttfaldað CLO-útgáfuna Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan desember, er 356,3 stig og hækk- ar um 0,31 prósent frá því í nóv- ember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 12,5 prósent. Árið 2006 var vísitala byggingarkostnaðar að meðaltali um 8,6 prósentum hærri en árið 2005. Byggingarvísitalan mælir breytingar á kostnaði við bygg- ingu húss skilgreint á mjög nákvæman hátt, allt frá kostnaði á skrúfum og boltum til vinnunn- ar sem fer í húsið. Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, sérfræðingur á vísitöludeild Hagstofu Íslands, segir mikla hækkun vísitölunnar á árinu koma til vegna þess að bæði laun og efniskostnaður hafi hækkað mikið. Hækkunin í desember kemur fyrst og fremst til vegna efnisliða sem hafa hækkað um 0,7 prósent milli mánaða. Munar þar mest um hækkun á pípulagn- ingaefni upp á 2,7 prósent. - hhs Sífellt dýrara að byggja Þótt séra Sigríður Kristín Helgadóttireigi annríkt í aðdraganda jóla eins og aðrir prestar þá gefast henni líka stund-ir til að sinna fjölskyldunni. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir er prestur í Fríkirkjunni og á Hrafnistu í Hafnarfirði. Spurð hvernig það fari saman að undirbúa jólin heima fyrir og í kirkjunni þá segir hún það samtvinnað. „Helgihaldið í kirkjunni er minn tilfinningalegi jólaundirbúningur Hvað varðar heimili h ldhjó Fjölskyldufaðirinn Eyjólfur Elíasson er að gefa út bók fyrir þessi jól, Matreiðslubók íslenska lýðveldisins. „Hann er svolítið að taka þátt í kapphlaupinu sem ég svo aftur predika gegn,“ segir sr. Sigríður og bætir við glettin að hún messi yfir honum heima. En fleiri bækur verða til á heimilinu því að sögn Sigríðar býr fjölskyldan til árbók. „Þar segir hver og einn sína sögu. Hvað hann vill þakka fyrir þetta árið og hv ð honum þótti skem til Púsla, syngja og skrifa árbók Jólahald [ SÉRBLAÐ UM JÓLAUNDIRBÚNING – MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 ] við Laugalæk • sími 553 3755 Kápur og úlpur – Hlýleg jólagjöf – Allar stærðir Allir viðskiptavinir sem versla fyrir 50.000 kr eða meira fá að gjöf 5.000 kr gjafabréf í verslun okkar Til mikils að vinna á næstu Olís-stöð • 4 ferða vinningar fyrir 2 með Icela nd Expres s • 10 gasg rill frá Ol ís • Alls 360 0 vinning ar Taktu þátt í jólaskafmiðaleik Olís og Coca-Cola aktu enga áhættu! eldu í jólamatinng i 4 dagar til jóla! Opið til 22 Jólin haldin heima á Íslandi Skipverji af danska varð- skipinu Triton fórst í Hvalsnes- fjöru nálægt Sandgerði snemma í gærmorgun. Maðurinn var á léttabáti sem hvolfdi er hann var gerður út frá Triton til aðstoðar eftir að erlent flutningaskip strandaði í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjarg- aði skipverjum flutningaskipsins síðar um daginn. Flutningaskipið, sem heitir Wil- son Muuga og er í eigu kýpversks útgerðarfélags Nesskipa, strand- aði klukkan hálfimm í fyrrinótt. Skipið var að koma frá Grundar- tanga og voru lestir þess tómar. Danska varðskipið Triton og björgunarskip frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg voru fyrst á vettvang. Skipherrann á Triton sendi átta af skipverjum sínum af stað til aðstoðar á gúmmíbáti en svo hörmulega tókst til að bátnum hvolfdi og Danirnir fóru í sjóinn. Eins og áður segir fórst einn þeirra en hinum var bjargað. Síðdegis í gær tókst svo að bjarga skipverjum flutningaskips- ins í land. Áhöfn TF-Sifjar, þyrlu Landhelgisgæslunnar, ferjaði þá í örugga höfn í þremur ferðum. Flutningaskipið var enn á strandstað í gærkvöld. Óttast var að olía kynni að leka úr skipinu og ógna lífríkinu. Starfsmenn Íslenskra aðalverk- taka hófust handa í gær við að leggja veg út að Hvalsnesfjöru. Flytja átti þangað búnað til að tæma olíu úr skipinu. Skipverji á dönsku varðskipi drukknaði Mannskaði varð nálægt Sandgerði í gærmorgun þegar léttabáti danska varð- skipsins Triton hvolfdi í björgunaraðgerð á strandstað erlends flutningaskips. Forsvarsmenn Flug- stoða ohf. segja flugumferðar- stjóra hafa kynnt til sögunnar nýjar launakröfur „á síðustu metr- um“ samningaviðræðna og að deil- an hafi strandað á henni. Loftur Guðmundsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, staðfestir þetta og segir eðli- legt að í kjaraviðræðum komi fram nýjar kröfur. Eðlilegt sé að sækjast eftir nýjum samningum við nýjan atvinnurekanda, en eftir áramót verður flugumferðarstjórn sett í hendur nýs opinbers hlutafélags. Loftur segir flugumferðarstjóra samt sem áður einungis fara fram á breytta framkvæmd gildandi kjara- samninga. „Við förum ekki fram á breytingu á kjarasamningi, heldur breytingu á framkvæmd hans.“ Talsmenn Flugstoða segjast hins vegar alls ekki vera í kjara- samningum. Slíkir samningar séu ekki lausir og því standi ekki til að ganga að þessum kröfum. Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður Flug- stoða, telur flugumferðarstjóra fara fram á 33 til 35 prósenta launahækkun. „Það er bara ekki hægt að ganga að öllu sem þeir setja upp og verður ekki gert. Búið er að ganga frá lífeyrissjóðsrétt- indunum og svo kemur þetta upp fyrir örfáum dögum, einhver 33 til 35 prósenta launahækkun, en við höfum setið við samningaborðið síðan í september.“ Loftur segir umrædda hækkun „langt frá þeirri prósentu sem þeir eru að tala um,“ en vill ekki gefa upp hver raunveruleg prósentan sé. Að hans mati hefur deilan um lífeyrismál heldur ekki verið leyst. Kynntu nýjar kröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.