Fréttablaðið - 20.12.2006, Page 10
Shinzo Abe, forsætisráð-
herra Japans, tilkynnti í gær að
hann hygðist sækjast eftir því á
næsta ári að
lögum yrði breytt
þannig að unnt
yrði að halda
þjóðaratkvæða-
greiðslu um að
breyta stjórnar-
skránni. Greidd
yrðu atkvæði um
endurskoðun ákvæðisins um bann
við beitingu japansks hers utan
Japans.
Í ræðu við þinglok sagðist Abe
stefna að því að fá stjórnar-
skránni breytt á kjörtímabili sínu.
Japanska lýðræðisstjórnarskráin
hefur aldrei verið endurskoðuð
frá því að hún var sett, fyrir
tilstilli bandarísku sigurvegar-
anna, árið 1947.
Stjórnarskráin
endurskoðuð
Fyrst voru það Orðin tóm og nú Glamm!!
Þetta er diskurinn sem allar hugsandi konur og allir hugsandi karlar vilja fá undir geislann.
Á þessum nýja og glæsilega geisladiski les Jón Norland 24 ljóð
eftir sjálfan sig sem sonur hans, Sverrir Norland, hefur samið
skemmtilega og kröftuga tónlist við.
Sverrir leikur auk þess
á kassa- og rafgítara, bassagítar og slagverk.
Geisladiskur handa öllum þeim sem
unna íslenskri tungu og góðri tónlist.
Hér ræður engin hálfvelgja ríkjum!
Diskurinn fæst í öllum helstu bókaverslunum og plötubúðum.
Forlag misskilinna skálda
X
S
TR
E
A
M
D
E
S
IG
N
S
N
0
6
11
0
03
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Porche II-hönnunin frá Siemens.
Úr hágæða burstuðu áli.
Hönnuður: F.A. Porsche.
Kaffivél, brauðrist og hraðsuðukanna.
A
T
A
R
N
A
/
S
T
ÍN
A
M
.
/
F
ÍT
Óskar Bergsson vara-
borgarfulltrúi hefur óskað eftir
því að samningi sínum við Faxa-
flóahafnir verði rift.
Óskar samdi nýverið við Faxa-
flóahafnir um að annast ýmis
verkefni er snúa að framkvæmd-
um fyrirtækisins við Mýrargötu
og fólst í því meðal annars að gæta
hagsmuna Faxaflóahafna gagn-
vart Reykjavíkurborg.
Ásamt því að vera varaborgar-
fulltrúi er Óskar formaður fram-
kvæmdaráðs borgarinnar og vara-
formaður skipulagsráðs.
Úlfúð skapaðist um samning-
inn og hélt Dagur B. Eggertsson,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar,
því fram að í honum fælust hags-
munaárekstrar þar sem Óskar
sæti beggja vegna borðsins.
Í yfirlýsingu kveðst Óskar
ósammála því mati enda fari hags-
munir Reykjavíkurborgar og
Faxaflóa saman.
„Ég met það þannig að það séu
meiri hagsmunir að skapa frið í
kringum verkefnið og mér fannst
ekki þess virði að taka þennan slag
fyrir þetta starf,“ sagði Óskar í
samtali við Fréttablaðið.
Dagur B. Eggertsson segist
ánægður með ákvörðun Óskars
enda hættulegt fordæmi að kjörn-
ir fulltrúar ráðist til að gæta hags-
muna annarra gagnvart borginni.
Málalyktir hvetji sig til að halda
áfram uppbyggilegu aðhaldi.
Meiri hagsmunir að skapa frið
Háskóli Íslands braut
jafnréttislög þegar hann réð
karlmann í stöðu sérfræðings við
stærðfræðistofu Raunvísinda-
stofnunar HÍ. Kærunefnd
jafnréttismála úrskurðaði um
þetta í fyrradag.
Dr. Freyja Hreinsdóttir, sem
starfað hefur við stærðfræðistofu
í fjögur ár, sótti einnig um. Bæði
hún og karlinn voru metin hæf og
var niðurstaða kærunefndarinnar
sú að Háskólinn hefði ekki getað
sýnt fram á að aðrar ástæður en
kynferði lægju að baki ráðningu
hans. Engin kona starfar við
stærðfræðistofu, en Freyja er nú
dósent við HR.
Háskólinn braut
jafnréttislög
„Ég ríf allar svona
stórar byggingar sem þessir litlu
karlar ráða ekki við,“ segir Snorri
Vignisson hjá SR- verktökum sem
í gær lét til skarar skríða við nið-
urrif Hampiðjuhússins.
Öll húsin á Hampiðjureitnum
víkja til að koma þar fyrir nýjum
íbúðarblokkum. Snorri og félagar
eru þegar búnir að rífa gamla
Heyrnleysingjaskólann á baklóð-
inni og hafa undanfarna tvo mán-
uði unnið við að tæma Hampiðju-
húsið og undirbúa það á annan hátt
fyrir að hverfa af yfirborði jarðar.
„Nú ætlum við bara að fara að
ryðja þessu húsi um koll,“ segir
Snorri og bendir á Hampiðjuhúsið
og risastóra beltagröfu sem skrölt-
ir á vettvang. „Þetta er náttúrlega
merkilegt hús. Upp á síðkastið
hefur verið hér fólk sem hvergi
býr en sem betur fer koma nú
nýjar íbúðir í staðinn.“
Snorri hefur mikla reynslu í
niðurrifi húsa. SR-verktakar eigi
meðal annars stærstu gröfu lands-
ins sem sé nauðsynleg í slík verk.
Hann segist meðal annars hafa
rifið öll hús á Norðurbakkanum í
Hafnarfirði, Lindargöturíkið svo-
kallaða og hraðfrystihús Granda
við hlið Ellingsen. Snorri er
ánægður í starfi sínu.
„Persónulega finnst mér ofsa-
lega gaman að skemma og eyði-
leggja. Það er meira gaman að
brjóta hluti en að búa þá til,“
útskýrir Snorri áður en hann bætir
við: „En ég hef líka gaman af
upppbyggingarstarfsemi; að búa
til fallega lóð. Það er auðvitað var-
anlegri ánægja.“
Hampiðjuhúsið rifið
Snorri Vignisson og félagar í SR-verktökum eru að rífa Hampiðjuhúsið á horni
Þverholts og Brautarholts til að rýma fyrir nýjum blokkaríbúðum. Snorri er
gamalreyndur niðurrifsmaður sem hefur komið víða við á þeim vettvangi.